Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Við erum að undirbúa risaskaðabótamál í Geirfinnsstíl“

„Þetta segir okkur hvað er að gerast í héraðdómi og er auðvitað áfellisdómur á þetta kerfi,“ segir Hjalti Úrsus Árnason. Árni Gils Hjaltason sonur hans var í dag sýknaður í Landsrétti af ákæru um tilraun til manndráps en málið hefur velkst um í dómskerfinu í á fimmta ár.

Árni Gils sýknaður í Landsrétti

Landsréttur sýknaði í dag Árna Gils Hjaltason af ákæru um tilraun til manndráps. Hann hafði áður verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi í héraði.

„Vel gert hjá Ragnari og áfram VR“

Helga Guðrún Jónasdóttir beið lægri hlut í kjöri til formanns VR. Atkvæðagreiðslu lauk klukkan tólf og voru úrslit tilkynnt klukkan tvö. Ragnar Þór Ingólfsson, núverandi formaður, hlaut 62 prósent gegn 38 prósentum Helgu Guðrúnar.

„Ég mun sjá hvað ég get gert betur“

„Ég er alveg ótrúlega ánægður og þakklátur,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson augnablikum eftir að hafa verið endurkjörinn formaður VR. Hann segist vera að melta niðurstöðuna og lesa í tölurnar.

Tvenn ummæli Aldísar ómerkt og Sigmar sýknaður

Tvenn ummæli sem Aldís Schram lét falla um Jón Baldvin Hannibalsson föður sinn, í útvarpi annars vegar og á Facebook hins vegar, hafa verið dæmt ómerk. Þá var Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður sýknaður í málinu.

Skipar viðbragðshóp vegna mögulegs eldgoss

Ákveðið var á fundi ríkisstjórnar í morgun að skipa sérstakan hóp ráðuneytisstjóra sem er ætlað að eiga í nánu samráði við viðeigandi stofnanir til að undirbúa áætlun til að vernda mikilvæga innviði á borð við vatnsból, orkukerfi og fjarskiptakerfi ef til eldgoss kemur.

Kom steininum upp á fjallið með bakið upp við vegg

Guðmundur Kjartansson er fimmtándi stórmeistari Íslands í skák eftir dramatískan sigur á Hjörvari Steini Grétarssyni í undanúrslitum Íslandsbikarsins í gær. Guðmundur var með bakið upp við vegg eftir tap í fyrstu skákinni. Tap hefði enn fremur þýtt að biðin eftir stórmeistaratign, sem þegar var orðin mjög löng, hefði færst aftur úr seilingarfjarlægð.

Hæstiréttur fellst á aðra af tveimur beiðnum Atla Rafns

Hæstiréttur hefur veitt Atla Rafn Sigurðarsyni áfrýjunarleyfi í máli hans gegn Leikfélagi Reykjavíkur. Telur rétturinn að málið geti verið fordæmisgefandi. Hæstiréttur hafnaði hins vegar áfrýjuarbeiðni Atla Rafns í málinu gegn Kristínu Eysteinsdóttur, fyrrverandi leikhússtjóra Borgarleikhússins.

Bein útsending: Sálfræðistríð fremstu skákmanna landsins

Það gæti ráðist í kvöld hverjir mætast í úrslitaeinvígi Íslandsbikarsins í skák þegar seinni skákir undanúrslitanna verða tefldar klukkan 17. Hannes Hlífar Stefánsson og Hjörvar Steinn Grétarsson leiða í undanúrslitaeinvígum sínum.

Ótrúleg yfirsjón ekki eins heldur tveggja stórmeistara

Björn Þorfinnsson, alþjóðlegur meistari í skák og blaðamaður, segir líklegt að Helgi Áss Grétarsson muni eiga svefnlausa mánuði eftir ótrúlegt klúður í undanúrslitum Íslandsbikarsins í gær. Helgi Áss hefði getað mátað í tveimur leikjum en yfirsást möguleikinn.

Sjá meira