Play birtir lista yfir stærstu hluthafa sína Flugfélagið Play hefur birt lista yfir 16 stærstu hluthafana í félaginu. Félagið lauk nýlega hlutafjárútboði þar sem fjárfest var fyrir rúmlega fjörutíu milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði vel á sjötta milljarðs króna. 21.4.2021 12:28
Vottorð á landamærum reynst áreiðanleg 1106 farþegar framvísuðu vottorði við komuna til landsins fyrri hluta apríl. Enginn þeirra greindist með virkt smit í sýnatöku. Um er að ræða vottorð um bólusetningu, fyrra smit eða mótefni. 21.4.2021 11:44
Mikael Smári tekur við af Jóni Magnúsi Mikael Smári Mikaelsson hefur verið ráðinn yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala. Hann tekur við starfinu af Jóni Magnúsi Kristjánssyni sem sagði upp í janúar og tók við sem framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsuvernd. 21.4.2021 11:14
Í skýjunum með fulla rútu af neikvæðum unglingum „Maður hefur sjaldan verið jafnglaður að heyra af fullri rútu af neikvæðum unglingum,“ segir Hanna Guðbjörg Birgisdóttir, skólastjóri Álftamýrarskóla. Nemandi í 9. bekk greindist með Covid-19 sem varð til þess að senda þurfti unglingadeild skólans í sóttkví. 9. bekkur var í skólaferðalagi á Laugarvatni þegar tíðindin bárust. 21.4.2021 10:21
Svona var 177. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnir og Embætti landlæknis halda reglulega upplýsingafund vegna kórónuveirufaraldursins í dag klukkan 11:03. Fundurinn fer venjulega fram á fimmtudögum en er haldinn í dag þar sem Sumardagurinn fyrsti er á morgun. 21.4.2021 09:12
Fjórða hver íbúð selst yfir ásettu verði Samkvæmt nýbirtum tölum Þjóðskrár Íslands hækkaði íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu að meðaltali um 1,6% milli febrúar og mars sem er mesta hækkun sem hefur sést milli mánaða síðan í maí 2017. 21.4.2021 09:02
Nýr framkvæmdastjóri hjá Póstinum Gunnar Þór Tómasson hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra fjármálasviðs Póstsins en hann kemur frá fyrirtækinu EY og hefur þegar hafið störf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Póstinum. 21.4.2021 08:53
Smituð í FÁ og grunur um smit á Selfossi Þrjátíu nemendur og þrír kennarar í Fjölbrautarskólanum við Ármúla eru komnir í sóttkví. Nemandi við skólann hefur greinst með Covid-19 en viðkomandi á yngra systkin á leikskólanum Jörfa hvar hópsmit kom upp. Þetta staðfestir Magnús Ingvarsson skólameistari við fréttastofu. 20.4.2021 15:46
Svona var blaðamannafundurinn um breytingar á landamærum Ríkisstjórnin boðaði til blaðamannafundar um ráðstafanir á landamærum í Hörpu í dag klukkan 16. Fundurinn var í Hörpuhorni, framan við Eldborg á 2. hæð, og var 20 manna hámark í salnum. 20.4.2021 15:34
Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Lyfjaverslunin Reykjavíkur Apótek hefur verið rekin við Seljaveg í Reykjavík frá árinu 2009. Hún var stofnuð af lyfjafræðingnum Ólafi Adolfssyni sem kaupir nú aftur 90 prósenta hlut apóteksins sem seldur var til Haga árið 2019. 20.4.2021 15:32