Meintur morðingi svarar fyrir sig í héraðsdómi Aðalmeðferð í Bræðraborgarstígsbrunanum hefst við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. Marek Moszczynski, karlmaður á sjötugsaldri, er sá fyrsti í Íslandssögunni til að vera ákærður fyrir að bana þremur. Reiknað er með því að hann gefi skýrslu fyrstur fyrir dómi í dag. 26.4.2021 06:16
Nomadland valin best á Óskarsverðlaunum Kvikmyndin Nomadland fékk flestar styttur á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fram fór í Los Angeles í nótt, eða þrjár talsins. Hún var valin besta myndin, Frances McDormand hreppti hnossið sem besta leikkona í aðalhlutverki og Chloé Zhao var valin besti leikstjórinn. 26.4.2021 03:40
Stoltir Húsvíkingar sáu á eftir Óskarsverðlaunum Húsvíkingar geta gengið sáttir frá borði þótt lagið Husavik úr Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga hafi ekki unnið verðlaun fyrir besta lagið á Óskarsverðlaunahátíðinni í kvöld. Lagið Fight for you úr kvikmyndinni Judas and the Black Messiah hlaut verðlaunin. 26.4.2021 02:39
Fjöldi barna á Eyrarbakka og Stokkseyri í sóttkví Öll börn í 1. til 6. bekk Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri þurfa að fara í sóttkví til þriðjudags þar sem þau voru útsett fyrir Covid-19 smiti. Nemandi við skólann greindist með Covid-19 á laugardag. 26.4.2021 02:27
Íslendingar þurfa að bíða lengur eftir næstu Óskarsverðlaunum sínum Já fólkið, kvikmynd Gísla Darra Halldórssonar, var ekki kvikmyndin sem kom upp úr umslaginu á Óskarsverðlaunahátíðinni eins og Íslendingar vonuðust til. Myndin var tilnefnd í flokknum stuttar teiknimyndir ásamt fjórum öðrum myndum. 26.4.2021 01:23
Vaktin: Heimurinn horfði á stúlknakór við Húsavíkurhöfn Íslendingar hringdu inn Óskarsverðlaunin í ár þegar upphitun hátíðarinnar hófst með myndbandi frá Húsavík, þar sem sænska söngkonan Molly Sanden söng lag sitt Husavik - My Home Town með bakröddum úr heimabyggð, nefnilega stúlknakórnum úr fimmta bekk í Borgarhólsskóla. 25.4.2021 22:55
Bein útsending: Kynning á náttúrulegri endastöð CO2 í Straumsvík Carbfix, sjálfstætt dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur sem leggur áherslu á kolefnisförgun, boðar til opins fundar klukkan 11 frá Grósku á Degi Jarðar þar sem boðuð er kynning á „umfangsmesta loftslagsverkefni Íslands“. 22.4.2021 10:17
Sóttu að Bjarna og skilja ekkert í breyttum viðmiðum Hart var sótt að Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra á Alþingi í dag þegar þingmenn mættu í pontu hver á fætur öðrum og sögðu að blaðamannafundur ríkisstjórnarinnar í gær um ráðstafanir á landamærunum hefði verið illskiljanlegur. 21.4.2021 14:00
Bein útsending: Hvaða fjórir staðir verða að fyrirmyndaráfangastöðum? Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra kynnir uppbyggingu Fyrirmyndaáfangastaða og nýtt vörumerki á fundi í dag sem streymt verður frá á Vísi. 21.4.2021 13:16
750 sumarstörf í viðbót fyrir 17 og 18 ára í Reykjavík Borgarráð hefur samþykkt að fjölga þeim einstaklingum um 750 sem fá sumarstörf hjá borginni. Þetta er gert til að koma sérstaklega til móts við sautján og átján ára ungmenni. Með þessum breytingum verða yfir 1700 sumarstörf í boði hjá borginni í sumar. Þetta kemur fram á vef borgarinnar. 21.4.2021 12:36