Flytur út frá foreldrum sínum þökk sé hundaheppni Einn af þúsundum gesta á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum er 37 milljónum krónum ríkari eftir að hafa dottið í lukkupottinn. Hann keypti tíu raða miða í Eurojackpot á leiðinni í Herjólfsdal en breytti einni röð sem reyndist góð ákvörðun. 15.8.2024 11:40
Tólf ára fangelsi fyrir að styrkja Úkraínu um þúsundkalla Rússneskur dómstóll hefur dæmt Kaseniu Karelinu, áhugaballerínu með bandarískan og rússneskan ríkisborgararétt, til tólf ára fangelsisvistar fyrir landráð. Glæpur hennar var að styrkja Úkraínu um jafnvirði um sjö þúsund krónur. 15.8.2024 11:24
Á annað hundrað kvenna bíða eftir minni brjóstum 138 konur biðu þess um síðustu áramót að komast að í brjóstaminnkunaraðgerð á Landspítalanum og ein á sjúkrahúsinu á Akureyri. Gerð er krafa um BMI-stuðul innan við 27 til að komast í aðgerð. 14.8.2024 16:11
Ósammála um hvort árekstur hefði orðið Tíu slösuðust í jafnmörgum umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Ökumanni og notanda rafhlaupahjóls greinir á um hvort árekstur hafi orðið í Nóatúni. 14.8.2024 15:42
Gripin með óhrein peningabúnt í Leifsstöð Íslensk kona á fertugsaldri sætir ákæru fyrir peningaþvætti eftir að hafa verið stöðvuð með jafnvirði rúmlega þrettán milljóna króna í reiðufé á Keflavíkurflugvelli. 14.8.2024 15:30
Stíga annað stórt skref að virkjun við Búrfell Samningur er í höfn milli Landsvirkjunar og íslenska ríkisins um lands- og vindorkuréttindi vegna Búrfellslundar. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur samningur er gerður en Búrfellslundur liggur innan þjóðlendu. Gildistími samningsins er 35 ár með möguleika á framlengingu um 15 ár. 14.8.2024 15:07
Halldór Bragason lést í eldsvoðanum Tónlistarmaðurinn Halldór Bragason lést þegar eldur kom upp á heimili hans við Amtmannsstíg í Reykjavík í gær. Halldór, betur þekktur sem Dóri, var meðal lykilmanna í blústónlistarsenunni hér á landi. 14.8.2024 13:05
Gísla Pálma refsað fyrir akstur undir áhrifum Rapparinn Gísli Pálmi Sigurðsson hefur verið dæmdur til að greiða 420 þúsund krónur í sekt fyrir að aka án ökuleyfis og undir áhrifum. Þetta er í annað sinn sem Gísli Pálmi er gripinn við akstur undir áhrifum á hálfu ári. 14.8.2024 12:30
Á hlaupum yfir hraunið með hræ í kjaftinum Hann var glæsilegur fagurbrúni refurinn sem sást á hlaupum yfir nýlegt hraun við Sundhnúkagígaröðina í gær. Hann var með nýveidda bráð í kjaftinum. 14.8.2024 12:09
Tryggja sér 650 milljóna króna fjármögnun Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið PLAIO hefur tryggt sér fjármögnun upp á 4,3 milljóna evra, eða um 650 milljónir króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. 14.8.2024 11:02