Auður Hrefna fylgist með ábyrgum viðskiptaháttum á Íslandi Samtök Sameinuðu þjóðanna um ábyrga viðskiptahætti, UN Global Compact, hafa ráðið Auði Hrefnu Guðmundsdóttur sem svæðisstjóra fyrir Ísland. Auður Hrefna starfaði áður hjá Landsbankanum á sviði fræðslu og þjálfunar og þar áður hjá Háskólanum í Reykjavík og Opna háskólanum. Auður Hrefna er með ML gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og B.Ed. gráðu frá Háskóla Íslands. 9.1.2023 12:15
Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ á nýársnótt Fertugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps á nýársnótt í Reykjanesbæ fyrir þremur árum. Þrír til viðbótar, þeirra á meðal brotaþoli í tilrauninni, eru ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. 9.1.2023 11:52
Ákærður fyrir leynilega upptöku í þríleik Karlmaður hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir að hafa í júní 2021 í Reykjavík tekið upp myndskeið á síma sinn af konu hafa samræði við sig og veita þriðja manni munnmök. 9.1.2023 10:47
Tveir hækkaðir í tign og fjölgun á samskiptasviði Norðuráls Norðurál hefur ráðið þrjá nýja stjórnendur. Tveir þeirra hafa starfað hjá fyrirtækinu við önnur störf en sá þriðji hefur reynslu úr fjölmiðlum og viðburðastjórnun. 9.1.2023 10:27
Bylting fyrir blinda strætónotendur hér á landi Svokölluðum NaviLens kóðum verður komið fyrir á öllum biðstöðvum og vögnum Strætó á landinu. Um er að ræða byltingu á aðgengi fyrir blinda og sjónskerta. 6.1.2023 16:18
Verkfræðingar, byggingafræðingar og tölvunarfræðingar samþykktu samning Kjarasamningur Verkfræðingafélags Íslands við Félag ráðgjafarverkfræðinga hefur verið samþykktur. Nýi samningurinn nær einnig til félagsmanna í Stéttarfélagi byggingafræðinga og Stéttarfélagi tölvunarfræðinga. 6.1.2023 15:00
Alberti Klahn dæmdar 26 milljónir í bætur Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða Alberti Klahn Skaftasyni, sakborningi í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, 26 milljónir króna í miskabætur. 6.1.2023 14:13
Ekki alveg komin þangað að þeir ríku fái þjónustu en þeir fátækari ekki Heilbrigðisráðherra hefur áhyggjur af mönnun á Landspítalanum og þá sérstaklega á bráðamóttökunni. Þrátt fyrir það segir hann Landspítalann nægjanlega fjármagnaðan. Færri standi vaktina en fái álagsgreiðslur fyrir aukavaktir. Leysa þurfi vandann í sameiningu. Samfélagið sé ekki alveg komið á þann stað að hinir ríku hafi aðgang að læknisþjónustu en þeir fátækari ekki. 6.1.2023 12:47
Reglulegt eftirlit og engin handjárn við handtöku Kristjáns Einars Kristján Einar Sigurbjörnsson sjómaður var ekki færður í handjárn þegar lögreglan á Húsavík hafði afskipti af honum við akstur í gærkvöldi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Þá var sérsveitarbíll Norðurlands eystra staddur á Húsavík fyrir tilviljun, alls ótengt Kristjáni Einari. 6.1.2023 10:57
Sesselía úr stjórn í nýja framkvæmdastjórastöðu hjá Vodafone Sesselía Birgisdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri sölu-, þjónustu- og markaðsmála Vodafone. Sesselía hefur setið í stjórn Sýnar hf. frá mars 2022 og mun í framhaldinu víkja úr stjórn þess. Fram að aðalfundi 2023 mun varamaður í stjórn verða kallaður inn í hennar stað. 5.1.2023 16:55