Aðalsteinn frændi ekki hátt skrifaður hjá Sólveigu Önnu Oft er sagt að Ísland sé lítið og þar þekkist allir. Fyrir vikið sé frændhygli mikil á landinu kalda þar sem skyldmenni hjálpist að. Það virðist þó ekki vera tilfellið þegar kjaradeila Eflingar við Samtök atvinnulífsins er annars vegar. Þar takast skyldmenni á. 31.1.2023 10:26
Verkfræðinemar við HR fengu Nýsköpunarverðlaun forsetans Axel Pálsson, Tómas Frostason og Tómas Orri Pétursson hlutu Nýsköpunarverðlaun Forseta Íslands við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Verðlaunin hlutu þeir fyrir verkefnið „Vélræn endurhæfing í heimahúsi með sýndarveruleika“. 30.1.2023 15:41
Efling þarf að skila greinargerð á föstudaginn Héraðsdómur Reykjavíkur ákvað í morgun að Efling fengi til föstudags til að skila greinargerð í deilu félagsins við ríkissáttasemjara um hvort félaginu sé skylt að afhenda félagatal sitt vegna miðlunartillögu sáttasemjara. Fyrirtaka í málinu fór fram í héraðsdómi eftir hádegið. 30.1.2023 13:39
Sektaður á leiðinni til mömmu á 37 kílómetra hraða Ólafur Páll Gunnarsson útvarpsmaður á Rás 2 er hugsi eftir að hafa í annað sinn á einu ári verið sektaður fyrir að aka á 37 kílómetra hraða í heimabæ sínum Akranesi. Skiptar skoðanir er á því hvernig bregðast eigi við kappakstri á Seltjarnarnesinu á föstudagskvöld. 30.1.2023 12:54
Stefna á enn stærri bridgehátíð í Hörpu á næsta ári Sveitin Black vann nokkuð öruggan sigur í sveitakeppni Reykjavík Bridge Festival í Hörpu sem lauk síðdegis í gær. Þrír liðsmenn sveitarinnar voru sænskir en tveir enskir. Sveitin endaði með 142,9 stig en meðalskor var 100 stig. 30.1.2023 11:37
Harma að sjálfboðaliðar séu dregnir fyrir dóm Forsvarsmenn Knattspyrnufélags Akureyrar harma að ákæruvaldið hafi ákveðið að ákæra sjálfboðaliða sem fengnir voru til að sinna miðasölu og umsjón með risastórum hoppukastala á Akureyri sumarið 2021. Sér í lagi þar sem eigandi hoppukastalans hafi ítrekað lýst ábyrgð sinni í fjölmiðlum. Forseti bæjarstjórnar er annar sjálfboðaliðanna sem sætir ákæru. Meirihlutinn á Akureyri lýsir yfir fullu trausti við störf hans. 30.1.2023 10:18
Tveggja ára skilorðsbundinn dómur og 283 milljóna króna sekt Kaare Nordbö, stjórnarmaður og framkvæmdastjóri einkahlutafélagsins Concretum, hefur verið dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi. Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í fyrra. 27.1.2023 16:11
Erlendur risi í samkeppni við íslenska aðila um nýja Björgunarmiðstöð Níu arkitektastofur tóku þátt í forvali fyrir samkeppni um húsnæði löggæslu- og viðbragðsaðila. Þátttökubeiðnum var skilað þann 17. janúar. Meðal þátttakenda eru stórir erlendir aðilar. Þetta kemur fram í ný fréttabréfi Framkvæmdasýslunnar. 27.1.2023 14:59
Esther, Kristín og Jóhanna heiðraðar af Kvenréttindafélagi Íslands Þrjár konur sem hafa látið sig kvenréttindi varða svo áratugum skiptir voru heiðraðar á 116 ára afmæli Kvenréttindafélags Íslands í Iðnó í Reykjavík í hádeginu. 27.1.2023 13:59
Doktor og fyrrverandi bæjarstjóri vilja taka við af Skúla Eggerti Sjö sóttu um embætti ráðuneytisstjóra menningar- og viðskiptaráðuneytisins, en staðan var auglýst þann 27. desember 2022 og umsóknarfrestur rann út þann 23. janúar síðastliðinn. 27.1.2023 10:06