
Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks
Arna Magnea Danks, leikkona og grunnskólakennari, segist ekki hafa sakað neinn starfsmanna hjá hlaðvarpsveitunni Brotkastinu persónulega um líflát. Hún hafi verið að vísa til afmennsku sem eigi sér stað í hennar garð og annars trans fólks, meðal annars í þáttum Brotkastins en líka víðar, í athugasemdakerfinu á Facebook.