Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Skárri vetur en í fyrra: Febrúar verstur og sérstakur maí

Útgefnar viðvaranir vegna veðurs síðastliðinn vetur voru 325 talsins og er sá fjöldi í meðallagi. Mun fleiri viðvaranir voru gefnar út veturinn 2019-2020 og 2021-2022, en þá var fjöldi útgefinna viðvarana 439 og 426. Þetta kemur fram í samantekt á vef Veðurstofu Íslands.

Leggja til að leggja niður „aggressíva“ auglýsingadeild RÚV

Meirihluti allsherjar- og menntamálefndar leggur til að auglýsingadeild Ríkisútvarpsins verði lögð niður. Deildin sé agressív í sölumennsku sinni sem einkareknir fjölmiðlar finni fyrir með ýmsum hætti. RÚV verði þó ekki tekið af auglýsingamarkaði því auglýsendur geti áfram pantað auglýsingar í gegnum vef Ríkisútvarpsins samkvæmt verðskrá. Sextán manns starfa á auglýsingadeildinni.

Garðar og Smári bætast í hópinn hjá Endor

Garðar Rúnarsson netsérfræðingur og Smári Ívarsson netöryggissérfræðingur hafa gengið til liðs við Endor. Frá þessu segir í tilkynningu frá fyrirtækinu sem sérhæfir sig í ráðgjöf á sviði upplýsingatækni.

Dreifingardeila heim í hérað vegna skorts á sérfræðingi

Hæstiréttur hefur ómerkt dóma í héraði og Landsrétti yfir Símanum fyrir brot gegn ákvæðum fjölmiðlalaga með því að beina viðskiptum Sjónvarps Símans að dótturfélagi sínu Mílu. Hæstiréttur telur að meðferð málsins hafi farið úr skorðum í héraði með því að kalla ekki til sérfróðan matsmann um fjölmiðlaumhverfi.

Taka stikkprufur á meðan ný lausn sannar gildi sitt í Bónus

Viðskiptavinir Bónus á Smáratorgi geta nú gripið sér skanna við inngang verslana og skannað vörur beint ofan í poka á leið sinni um verslunina. Nýja sjálfsafgreiðslulausnin heitir Gripið og greitt eins og samnefnd verslun sem lagði upp laupana snemma á öldinni. Helsti samkeppnisaðilinn Krónan hefur í hálft annað ár boðið upp á svipaða lausn þar sem viðskiptavinir geta skannað vörur með notkun apps.

Sjá meira