Breyta grenndarstöðvum í Reykjavík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. október 2023 12:48 Grenndarstöð af nýjustu gerð með djúpgámum við Laugalæk. Reykjavíkurborg Grenndarstöðvar í Reykjavík fá margar hverjar nýtt hlutverk á næstu vikum. Þær byrja að taka á móti glerum og málum í staðinn fyrir plast og pappír. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Ástæðu breytinganna má rekja til þess að nýtt og samræmt flokkunarkerfi fyrir heimilissorp hefur verið innleitt á höfuðborgarsvæðinu. Breytingarnar verða innleiddar í áföngum og er fjölgun málmagáma stærsta breytingin. Alls eru 58 grenndarstöðvar í Reykjavík með samtals 255 gámum. „Með nýju flokkunarkerfi flokka íbúar heimilisúrgang í fleiri flokka en áður en sveitarfélögum er skylt að safna pappír, plasti, matarleifum og blönduðum úrgangi við hvert heimili,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Fjöldi málmagáma meira en tvöfaldast Þar segir að eftir að byrjað var að sækja pappír og plast við öll heimili hafi þörfin minnkað fyrir grenndargáma, sem taki við þeim flokkum. Samhliða þessum breytingum sé skylt að flokka gler og málma og því verður gámum sem taka við þessum flokkum fjölgað um meira en helming, eða úr 13 í 29 fyrir áramót. Málmarnir mega ekki lengur fara lausir í gráu tunnuna eins og áður var leyfilegt. Á næstu vikum munu eftirfarandi grenndarstöðvar fá ný hlutverk og byrja að taka á móti gleri og málmum í stað plasts og pappírs: Smárakirkja í Hamrahverfi Víkurskóli Norðlingabraut við Bros boli JL húsið Einarsnes Maríubakki Í Holtagörðum og Orrahólum er nú tekið við málmum og gleri í stað pappírs og plasts. Á eftirfarandi stöðvar bætist við málmagámur: Sogavegur Háaleitisbraut Vesturbæjarlaug Spöng Klambratún Suðurfell Þjóðhildarstígur Klambratún Barðastaðir Frekari breytingar framundan Merkingakerfi fyrir grenndargáma verður á næsta ári samræmt við nýjar merkingar á heimilisflokkun, og verður merkingin eins og límmiðarnir á tunnunum við heimili fólks. Á sama tíma verða settir upp skynjarar í alla grenndargáma, sem segja til um hvenær gámarnir eru fullir. Þá verður ný stöð sett upp til reynslu í Gufunesi fyrir málma og gler. Í framhaldinu verður grenndarstöðvum, sem taka við málmum fjölgað enn frekar og tekið við málmum og gleri á öllum stöðvum grenndarstöðvum borgarinnar. Lagt er upp með að grenndarstöðvar með málmum, gleri og textíl séu alltaf í mesta lagi í 500 metra radíus frá heimili þar sem því er við komið. Stærri stöðvar sem taka einnig við pappír og plasti verða í eins kílómetra radíus frá heimilum. Reykjavík Sorphirða Umhverfismál Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Ástæðu breytinganna má rekja til þess að nýtt og samræmt flokkunarkerfi fyrir heimilissorp hefur verið innleitt á höfuðborgarsvæðinu. Breytingarnar verða innleiddar í áföngum og er fjölgun málmagáma stærsta breytingin. Alls eru 58 grenndarstöðvar í Reykjavík með samtals 255 gámum. „Með nýju flokkunarkerfi flokka íbúar heimilisúrgang í fleiri flokka en áður en sveitarfélögum er skylt að safna pappír, plasti, matarleifum og blönduðum úrgangi við hvert heimili,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Fjöldi málmagáma meira en tvöfaldast Þar segir að eftir að byrjað var að sækja pappír og plast við öll heimili hafi þörfin minnkað fyrir grenndargáma, sem taki við þeim flokkum. Samhliða þessum breytingum sé skylt að flokka gler og málma og því verður gámum sem taka við þessum flokkum fjölgað um meira en helming, eða úr 13 í 29 fyrir áramót. Málmarnir mega ekki lengur fara lausir í gráu tunnuna eins og áður var leyfilegt. Á næstu vikum munu eftirfarandi grenndarstöðvar fá ný hlutverk og byrja að taka á móti gleri og málmum í stað plasts og pappírs: Smárakirkja í Hamrahverfi Víkurskóli Norðlingabraut við Bros boli JL húsið Einarsnes Maríubakki Í Holtagörðum og Orrahólum er nú tekið við málmum og gleri í stað pappírs og plasts. Á eftirfarandi stöðvar bætist við málmagámur: Sogavegur Háaleitisbraut Vesturbæjarlaug Spöng Klambratún Suðurfell Þjóðhildarstígur Klambratún Barðastaðir Frekari breytingar framundan Merkingakerfi fyrir grenndargáma verður á næsta ári samræmt við nýjar merkingar á heimilisflokkun, og verður merkingin eins og límmiðarnir á tunnunum við heimili fólks. Á sama tíma verða settir upp skynjarar í alla grenndargáma, sem segja til um hvenær gámarnir eru fullir. Þá verður ný stöð sett upp til reynslu í Gufunesi fyrir málma og gler. Í framhaldinu verður grenndarstöðvum, sem taka við málmum fjölgað enn frekar og tekið við málmum og gleri á öllum stöðvum grenndarstöðvum borgarinnar. Lagt er upp með að grenndarstöðvar með málmum, gleri og textíl séu alltaf í mesta lagi í 500 metra radíus frá heimili þar sem því er við komið. Stærri stöðvar sem taka einnig við pappír og plasti verða í eins kílómetra radíus frá heimilum.
Reykjavík Sorphirða Umhverfismál Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Sjá meira