Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kviknaði í húsi sama eig­anda í höfninni fyrir fjórum árum

Slökkvistörfum við Hafnarfjarðarhöfn lauk klukkan þrjú í nótt, eftir að eldur kom upp í húsnæði sem til stóð að rífa. Ekkert liggur fyrir um eldsupptök en tæknirannsókn lögreglu fer fram í dag. Annað húsnæði við höfnina í eigu sama aðila brann fyrir fjórum árum.

Minnist systur sinnar sem lést á Selfossi í síðustu viku

Konan sem fannst látin í heimahúsi á Selfossi fimmtudaginn 27. apríl hét Sofia Sarmite Kolesnikova og var á 29. aldursári. Eldri systir hennar segir Sofiu aldrei hafa neytt áfengis, reykt eða neitt því líkt. Hún treystir á að lögreglan komist til botns í því hvað gerðist.

Skilorðsbundin refsing fyrir skattsvik og 48 milljóna króna sekt

Magnús Scheving Thorsteinsson, framkvæmdastjóri Íshesta og fyrrverandi forstjóri Klakka, hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattsvik. Þá var sekt til ríkissjóðs vegna málsins þrefölduð og þarf Magnús að reiða fram 48 milljónir króna.

Breyta aðferðafræði við útrýmingu riðuveiki

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur fallist á tillögu yfirdýralæknis um breytta aðferðafræði við útrýmingu riðuveiki. Tillagan hefur verið kynnt í ríkisstjórn, en hún felst í því að markvisst verði unnið að hraðari ræktun riðuþolins sauðfjársstofns á ræktunarsvæðum sem eru skilgreind sem áhættusvæði.

Kennarar í Kvennó og MS boðaðir á starfs­manna­fund

Skólameistarar Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund hafa boðað kennara við skólana á fund, hvorn í sínum skólanum, með stuttum fyrirvara. Á fundunum stendur til að kynna fyrir starfsfólki tillögur og verkefni sem snúa að skólunum í tengslum við vinnu stýrihóps menntamálaráðherra.

Undirbúningur byggðar á fullt í Nýja Skerjafirði eftir nýja skýrslu

Starfshópur innviðaráðherra telur ekki þörf á að hætta við byggingarhugmyndir í Nýja Skerjafirði vegna áhrifa breytts vindafars á flugvöllinn. Hópurinn leggur til mögulegar mótvægisaðgerðir sem fela meðal annars í sér að takmarka hæð húsa í nýrri byggð. Innviðaráðuneytið og Reykjavíkurborg hafa tekið ákvörðun um að hafist verði handa við jarðvegsframkvæmdir og þar með undirbúning uppbyggingar.

Leita sem fyrr á öllum unglingum fyrir ball ársins

Unglingar hvaðanæva af landinu eru væntanlegir í höfuðborgina föstudaginn 5. maí þegar blásið verður til balls í Laugardalshöll í tilefni Samfestingsins. Leitað verður á öllum ungmennum sem sækja unglingahátíðina til að tryggja öryggi þeirra.

Gæsluvarðhald yfir sakborningum rennur út á morgun

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á gæsluvarðhald yfir ungum karlmönnum sem hafa stöðu sakbornings í rannsókn á manndrápi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Nítján ára karlmaður sem hefur játað aðild að málinu var síðast yfirheyrður vegna málsins á sunnudag.

Sjá meira