Hægt að gifta sig í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrir þrjátíu þúsund krónur Elskendur geta leigt sal í Ráðhúsi Reykjavíkur og látið pússa sig saman alla virka daga og laugardaga á milli klukkan 10 og 15. Aðstoð við uppsetningu, dúkar og kertastjakar eru innifalin í verðinu sem er þrjátíu þúsund krónur á virkum dögum en fjörutíu þúsund krónur á laugardögum. 7.6.2023 14:52
Bein útsending: Fjármálastöðugleikanefnd kynnir yfirlýsingu sína Seðlabankinn boðar til blaðamannafundar í dag en tilefnið er yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar. Fundurinn hefst klukkan 9:30 í Safnahúsinu við Hverfisgötu. 7.6.2023 09:33
Vinnslustöðin lagði ríkið í makrílbaráttu upp á milljarða króna Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða sjávarútvegsfyrirtækinu Vinnslustöðinni rúman milljarð króna í bætur vegna úthlutunar aflaheimilda á makríl á árunum 2011 og 2018. Vinnslustöðin og Huginn stefndu ríkinu en Vinnslustöðin keypti svo Huginn árið 2021 á meðan málsókninni stóð. 6.6.2023 15:33
Reif sig úr spjörunum eftir sýningu og óskaði sér Bíóunnendur eru ýmist í áfalli eða í ferðalagi niður slóðir nostalgíunnar eftir að tilkynnt í gær að fólk hefði út mánuðinn til að horfa á bíómynd í Háskólabíó í síðasta skipti. Minningarnar eru margar enda ljóst að tilkoma bíósins um miðja síðustu öld hafði mikil áhrif á menningarlíf landsmanna. 6.6.2023 13:59
„Þetta tilboð frá okkur hafði legið á borðinu í sex mánuði“ Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, segir krafa BSRB um eingreiðslu vegna munar á samningi BSRB og SGS við sveitarfélögin tilhæfulausa. Samningurinn hafi legið á borði BSRB í sex mánuði, félagið hafi verið hvatt til að breyta samningum en því tilboði hafi verið hafnað. BSRB geti auðveldlega leitað til dómstóla telji stéttarfélagið sig svikið. 6.6.2023 10:56
Nýir skólastjórar úr ólíkum áttum hjá Kópavogsbæ Brynjar Marinó Ólafsson, Guðný Sigurjónsdóttir og Margrét Ármann eru nýir skólastjórar í Kópavogi. Brynjar er nýr skólastjóri Snælandsskóla, Guðný í Kópavogsskóla og Margrét í Lindaskóla. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kópavogsbæ. 5.6.2023 16:44
36 sundlaugum lokað og fjöldi íþróttahúsa líka Verkfallsaðgerðir um 2500 félagsmanna BSRB í 29 sveitarfélögum verða meðal annars til þess að íbúar munu ekki komast í sund í sveitarfélagi sínu á meðan verkfallsaðgerðum stendur. Viðræður við Samband íslenskra sveitarfélaga eru í hnút og ekki hefur verið boðað til næsta fundar eftir að upp úr slitnaði í viðræðum í nótt. 5.6.2023 12:35
Aukafundur stendur yfir hjá ríkisstjórninni vegna verðbólgunnar Ríkisstjórnin fundar þessa stundina í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Tilefnið er staðan í efnahagsmálum hér á landi í aðdraganda síðari umræðu ríkisfjármálaáætlunar á Alþingi. 5.6.2023 11:03
Segja ábyrgðina alfarið hjá BSRB Samband íslenskra sveitarfélaga segir BSRB alfarið um að kenna að verkfall sé skollið á. Tilboði um hækkun lægstu launa upp á 50-60 þúsund krónur hafi verið hafnað. 5.6.2023 10:26
Fréttakviss vikunnar: Tækifæri til að pakka vinunum saman Það eru farnar að sjást tveggja stafa hitatölur víðast hvar á landinu. Jú, sumarið er komið og fréttakvissið sömuleiðis. 3.6.2023 09:20