Kviknaði í húsi sama eiganda í höfninni fyrir fjórum árum Slökkvistörfum við Hafnarfjarðarhöfn lauk klukkan þrjú í nótt, eftir að eldur kom upp í húsnæði sem til stóð að rífa. Ekkert liggur fyrir um eldsupptök en tæknirannsókn lögreglu fer fram í dag. Annað húsnæði við höfnina í eigu sama aðila brann fyrir fjórum árum. 2.5.2023 14:32
Minnist systur sinnar sem lést á Selfossi í síðustu viku Konan sem fannst látin í heimahúsi á Selfossi fimmtudaginn 27. apríl hét Sofia Sarmite Kolesnikova og var á 29. aldursári. Eldri systir hennar segir Sofiu aldrei hafa neytt áfengis, reykt eða neitt því líkt. Hún treystir á að lögreglan komist til botns í því hvað gerðist. 2.5.2023 00:46
Flottustu myndir ársins opinberaðar í miðbæ Reykjavíkur Sýningin Myndir ársins 2022 verður opnuð á Ljósmyndasafni Reykjavíkur klukkan 15 í dag. Veitt verða verðlaun fyrir fréttamyndir ársins. 29.4.2023 07:00
Skilorðsbundin refsing fyrir skattsvik og 48 milljóna króna sekt Magnús Scheving Thorsteinsson, framkvæmdastjóri Íshesta og fyrrverandi forstjóri Klakka, hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattsvik. Þá var sekt til ríkissjóðs vegna málsins þrefölduð og þarf Magnús að reiða fram 48 milljónir króna. 28.4.2023 16:08
Breyta aðferðafræði við útrýmingu riðuveiki Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur fallist á tillögu yfirdýralæknis um breytta aðferðafræði við útrýmingu riðuveiki. Tillagan hefur verið kynnt í ríkisstjórn, en hún felst í því að markvisst verði unnið að hraðari ræktun riðuþolins sauðfjársstofns á ræktunarsvæðum sem eru skilgreind sem áhættusvæði. 28.4.2023 15:36
Kennarar í Kvennó og MS boðaðir á starfsmannafund Skólameistarar Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund hafa boðað kennara við skólana á fund, hvorn í sínum skólanum, með stuttum fyrirvara. Á fundunum stendur til að kynna fyrir starfsfólki tillögur og verkefni sem snúa að skólunum í tengslum við vinnu stýrihóps menntamálaráðherra. 27.4.2023 14:46
Starfslok og uppsagnir hjá Pírötum Framkvæmdastjóri þingflokks Pírata hefur sagt upp störfum. Þá hefur verið gengið frá starfsflokum við tvo starfsmenn þingflokksins. 27.4.2023 14:40
Undirbúningur byggðar á fullt í Nýja Skerjafirði eftir nýja skýrslu Starfshópur innviðaráðherra telur ekki þörf á að hætta við byggingarhugmyndir í Nýja Skerjafirði vegna áhrifa breytts vindafars á flugvöllinn. Hópurinn leggur til mögulegar mótvægisaðgerðir sem fela meðal annars í sér að takmarka hæð húsa í nýrri byggð. Innviðaráðuneytið og Reykjavíkurborg hafa tekið ákvörðun um að hafist verði handa við jarðvegsframkvæmdir og þar með undirbúning uppbyggingar. 27.4.2023 10:19
Leita sem fyrr á öllum unglingum fyrir ball ársins Unglingar hvaðanæva af landinu eru væntanlegir í höfuðborgina föstudaginn 5. maí þegar blásið verður til balls í Laugardalshöll í tilefni Samfestingsins. Leitað verður á öllum ungmennum sem sækja unglingahátíðina til að tryggja öryggi þeirra. 27.4.2023 07:01
Gæsluvarðhald yfir sakborningum rennur út á morgun Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á gæsluvarðhald yfir ungum karlmönnum sem hafa stöðu sakbornings í rannsókn á manndrápi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Nítján ára karlmaður sem hefur játað aðild að málinu var síðast yfirheyrður vegna málsins á sunnudag. 26.4.2023 17:05