Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ætla að spara sautján milljarða með ýmsum hagræðingum

Uppsagnir hjá ríkisstarfsmönnum er meðal aðgerða sem gripið verður til hjá stofnunum til að hagræða í rekstri ríkisins. Þá verða gjöld hækkuð á skemmtiferðaskip og fiskeldi. Allt stefnir í að staða ríkissjóðs verði hundrað milljörðum krónum betri en spáð var fyrir um í fyrra. Spara á fimm milljarða með lækkun launakostnaðar hjá ríkinu.

Innnes kaupir Djúpalón

Innnes ehf hefur fest kaup á fyrirtækinu Djúpalóni ehf sem sérhæfir sig í innflutningi, sölu og dreifingu á fjölbreyttu fersku, kældu og frosnu sjávarfangi til fyrirtækja og verslana. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Innnes. Kaupin eru gerð með fyrirvara á samþykki samkeppnisyfirvalda. Engum verður sagt upp við sameininguna.

Rándýri Porsche-inn sem lyktaði dregur dilk á eftir sér

Bílabúð Benna þarf að greiða Ólöfu Finnsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Dómstólasýslunnar, tæplega 700 þúsund krónur vegna gjalda sem Ólöf þurfti að standa skil á þrátt fyrir að kaupum hennar á Porsche hjá bílabúðinni hefði verði rift. Þá þarf Bílabúð Benna að greiða 700 þúsund krónur í málskostnað.

Tíu sleðahundar drepnir á Grænlandi

Tíu sleðahundar voru skotnir til bana á Grænlandi aðfaranótt mánudags. Lögregla telur að þjófnaður á mótorbát og rifflum um nóttina tengist málinu.

„Ég er heppin að vera á lífi“

Framhaldsskólakennari á Akureyri höfuðkúpu-, kinnbeins- og kjálkabrotnaði þegar hún féll af rafhlaupahjóli á dögunum undir áhrifum áfengis. Hún segist sannarlega ætla að læra af asnaskap sínum.

Uppselt í hálfmaraþon og landsmenn í áheitahug

Skráning í Reykjavíkurmaraþonið sem fer fram á laugardaginn kemur, hefur farið fram úr björtustu vonum mótshaldara. Uppselt er í hálfmaraþonið og örfáir miðar eftir í heilmaraþonið, 10 kílómetra hlaupið og Skemmtiskokkið.

Sjá meira