Kristján Þór snýr sér að mannauðsmálum í Mosó Kristján Þór Magnússon, fyrrverandi sveitarstjóri í Norðurþingi, hefur verið ráðinn sviðsstjóri mannauðs- og starfsumhverfis í Mosfellsbæ. Ráðning hans var samþykkt á fundi bæjarráðs í dag. 20.7.2023 16:09
Réðu reynslubolta frá Brim sem flytur fjölskylduna til Fáskrúðsfjarðar Garðar Svavarsson hefur verið ráðinn kaupfélagsstjóri Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga og framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar hf. Fáskrúðsfirði. Garðar tekur við starfinu af Friðriki Mar Guðmundssyni sem lætur af störfum á haustmánuðum eftir 19 ára starf hjá félögunum, þar af sem framkvæmdastjóri undanfarin 10 ár. 20.7.2023 12:13
Erlendum ríkisborgurum fjölgað um níu prósent frá í desember Alls voru 70.307 erlendir ríkisborgarar skráðir með búsetu hér á landi þann 1. júlí síðastliðinn og fjölgaði þeim um 5.722 einstaklinga frá 1. desember 2022 eða um 8,9%. Þetta kemur fram á vefsíðu Þjóðskrár. Erlendir ríkisborgarar eru nú um 18 prósent landsmanna og hefur hlutfallið aukist að um rúmt prósent á ári undanfarin fimm ár. 13.7.2023 10:46
Loka gönguleiðinni að gosstöðvunum Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um loka Meradalaleið upp að gosstöðvunum til laugardags hið minnsta. Um er að ræða einu leiðina sem göngufólki hefur verið leyft að ganga að gosinu við Litla-Hrút. Allar gönguleiðir eru því lokaðar inn á svæðið. 13.7.2023 10:19
Gul viðvörun á Vesturlandi Gul veðurviðvörun er í gildi á Vesturlandi. Veðurstofa Íslands spáir norðan hvassvirðri á svæðinu fram á laugardag. 13.7.2023 10:05
Spá því að hraun flæði úr lægðinni á næstu klukkutímum Rannsóknarstofa í eldfjallafræði og náttúruvá við Háskóla Íslands segir líkur á því að hraunið sem safnaðist saman í lægðinni við Kistufell suður af Litla-Hrúti byrji að flæða úr lægðinni sem sé að verða full. 13.7.2023 07:54
Eldgosið mallar áfram: Göngufólk á von á reykjarmekki á leið sinni Litlar breytingar hafa orðið á gosstöðvunum frá því í gærkvöldi að sögn Veðurstofunnar. 13.7.2023 06:52
„Krakkaskítur“ og „helvítis fáviti“ hreytt í björgunarsveitarfólk Björgunarsveitarmaður frá Sandgerði segist hafa átt búist við að fá yfir sig skít og drullu þegar hann lagði leið sína á gosstöðvarnar til að sinna rýmingu vegna gasmengunar á mánudag. Það hafi heldur betur staðist og hann kallaður „krakkaskítur“ og „helvítis fáviti“ af göngufólki. Langflestir hafi þó verði þakklátir og tekið leiðbeiningum vel. 13.7.2023 06:45
Ætlaði að nota ruslatunnu til að ferja góssið Karlmaður var handtekinn á höfuðborgarsvæðinu í nótt eftir að hafa verið staðinn að verki við að stela munum úr skóla í miðborg Reykjavíkur. Sá hinn sami ætlaði að nýta sér ruslatunnu íbúa í borginni til þess að ferja góssið af vettvangi. Lögregla hafði hendur í hári hans eftir eftirför á fæti um hverfið. 13.7.2023 06:24
Drengirnir ákærðir fyrir manndráp og stúlkan brot á hjálparskyldu Þrír drengir á aldrinum 17 til 19 ára hafa verið ákærðir fyrir að hafa orðið pólskum karlmanni að bana á bílastæðinu við Fjarðarkaup í apríl. Sautján ára stúlka hefur verið ákærð fyrir brot á hjálparskyldu. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson saksóknari hjá héraðssaksóknara við fréttastofu. 12.7.2023 16:42