Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hver stelur af barnaleiði?

Hjón sem misstu tuttugu mánaða dóttur sína úr bráðri heilahimnubólgu og eignuðust síðar andvana dreng eru í áfalli yfir því að fallegir steinar hafi verið fjarlægðir af leiðum barnanna. Þau trúa ekki að fólk geti verið svona ömurlegt.

Vilja Pálmar Óla úr stjórn Birtu og bauna á Samtök atvinnulífsins

Miðstjórn Rafiðnaðarsambands Íslands gerir verulegar athugasemdir við setu Pálmars Óla Magnússonar í stjórn Birtu lífeyrissjóðs, á meðan hann hefur réttarstöðu sakbornings og í ljósi birtingu ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins um brot Samskipa gegn banni við ólögmætu samráði.

Byssumaðurinn á Dubliner segist hafa verið „svo grillaður“

Karlmaður um þrítugt sem sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps á skemmtistaðnum The Dubliner í mars kaus að gefa ekki skýrslu við aðalmeðferð málsins sem hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann sagðist hafa verið „svo grillaður“ á þeim tíma sem atburðurinn átti sér stað.

Kúrdíski refurinn sem skelfir Svía sagður handtekinn í Íran

Rawa Majid, oft nefndur kúrdíski refurinn og höfuð Foxtrot-glæpahringsins í Svíþjóð, er sagður hafa verið handtekinn á landamærunum á leið yfir landamærin til Íran á föstudag. Sænska ríkissjónvarpið hefur þetta eftir heimildum sínum.

Segir eig­anda ó­lög­lega mat­væla­lagersins ekki rekstrar­aðila veitinga­staðanna

Eldjárn Árnason, lögmaður eiganda hreingerningarfyrirtækisins VY þrif, segir hann ekki reka veitingahúsakeðjuna Pho Vietnam, sem hann er þó skráður eigandi að.Fyrirtækið Vy-þrif hafði til leigu geymslurými í Sóltúni þar sem heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur lagði hald á og lét farga nokkrum tonnum af óheilnæmum matvælum í síðustu viku.

Mat­vælin í geymslu þrif­fyrir­tækis ná­tengdu veitinga­húsa­rekstri

Þriffyrirtæki í Reykjavík sem er í eigu stórtæks veitingamanns leigði geymslurými í höfuðborginni þar sem heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur lagði hald á og lét farga fleiri tonnum af matvælum í síðustu viku. Óljóst er hvort til hafi staðið að selja matvælin til veitingastaða eða annarra aðila.

Dómur Jóhannesar Tryggva fyrir nauðgun þyngdur

Lands­réttur þyngdi í dag dóm yfir Jóhannesi Tryggva Svein­björns­syni vegna nauðgunar­brots gegn konu á nudd­stofu hans árið 2012. Jóhannes var dæmdur í á­tján mánaða fangelsi og til þess að greiða tvær milljónir króna.

Réttað yfir ungmennum fyrir luktum dyrum

Aðalmeðferð í Fjarðarkaupsmálinu svokallaða stendur yfir í Héraðsdómi Reykjaness. Fjögur ungmenni eru ákærð í málinu en þinghald í málinu er lokað.

Kaup Sýnar á Já fá grænt ljós

Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup Sýnar á Eignarhaldsfélaginu Njálu ehf., móðurfélagi Já hf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn. Í sáttinni felst að síðasta fyrirvara í samningi um kaup Sýnar er aflétt.

Skokkarinn lagði Reykja­víkur­borg með minnsta mun

Starfsmaður Reykjavíkurborgar á rétt á slysabótum vegna slyss sem varð þegar hann hljóp heim til sín úr vinnunni. Þrír dómarar Hæstaréttar voru á þessari skoðun en tveir á móti. Þótt skokkarinn hefði ekki farið stystu leið heim þá hefði hún ekki verið úr hófi löng og réttlætanleg þar sem leiðin var um göngustíga.

Sjá meira