Uppfylltu skotpróf MAST og með hval í sigtinu Hvalveiðiskipið Hvalur 8 er aftur haldið til veiða eftir að Matvælastofnun aflétti tímabundnu banni við veiðunum. Skotæfing til að sýna fram á hæfni skyttna á skipinu gekk vel í gær. 22.9.2023 13:35
Ís úr vél að vetri til heyrir brátt sögunni til á Siglufirði Óðum steðjar að sá dagur að Siglfirðingar og nærsveitungar geti ekki keypt sér ís úr vél eða bland í poka úr nammibar. Videoval, sögufræg sjoppa í bænum, er til sölu en verður lokað um áramótin finnist ekki nýir rekstraraðilar. 21.9.2023 16:07
Bein útsending: Varðar mig eitthvað um krabbameinsrannsóknir? Krabbameinsfélagið stendur fyrir málþingi á alþjóðadegi krabbameinsrannsókna. Yfirskrift málþingsins er: „Varðar mig eitthvað um krabbameinsrannsóknir? Já, því vísindin eru leiðin fram á við.“ 21.9.2023 15:30
Krónan á Granda opnuð á ný í dag Krónan opnar dyrnar á ný á Granda klukkan 15 í dag eftir fjögurra vikna framkvæmdir. Tveir veitingastaðir munu bjóða upp á rétti sína í versluninni til viðbótar við þrjá sem þar eru þegar til staðar. Forsvarsmenn verslunarinnar segjast gríðarlega ánægð með breytingarnar. 21.9.2023 12:36
Bein útsending: Er mamma bara með heilabilun þrjá daga í viku? Alzheimersamtökin blása til ráðstefnu í Hofi á Akureyri í tilefni af alþjóðlegum Alzheimerdegi í dag. Ráðstefnan hefst klukkan 13 og lýkur klukkan 16. 21.9.2023 12:16
Engin framhaldsaðstoð í boði fyrir Sigmar eftir dvölina á Vogi Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, leitaði sér hjálpar á Vogi í sumar. Hann hefur miklar áhyggjur af dauðsföllum hér á landi af völdum fíknisjúkdóms. Tólf manns hafi látist í fyrra á meðan bið stóð eftir plássi í framhaldsmeðferð. Staðreyndin sé sú að það kosti engar óskaplega fjárhæðir að kippa þessu í liðinn. Mun minna en mislæg gatnamót svo dæmi sé tekið. 21.9.2023 11:12
Vinna að því að uppfylla kröfur MAST Hvalur hf. vinnur að því að uppfylla skilyrði Matvælastofnunar til að Hvalur 8 fái aftur að halda á miðin. Hvalur 9 lagði frá bryggju síðdegis í gær eftir brælu dagana á undan. 21.9.2023 10:38
Boða skyttur Hvals á skotæfingu á sjó Matvælastofnun hefur tjáð Hval hf. að hvalveiðiskipið Hvalur 8 megi fara aftur á veiðar að uppfylltum skilyrðum. Meðal þeirra eru þau að skotæfing fari fram á sjó til að sýna fram á hæfni skyttu. 20.9.2023 16:27
Enginn sportveiðimaður og fullviss um stuðning Íslendinga Kristján Loftsson, forstjóri og stærsti eigandinn í Hval hf., er sannfærður um að íslenskt samfélag standi með honum í baráttunni fyrir áframhaldandi hvalveiðum. Ekki megi taka hvalveiðar út fyrir sviga heldur þurfi að skoða hlutina í samhengi. Jafnvel kíkja í sláturhúsin til samanburðar. Hann kann vel að meta gott hvalkjöt en er enginn sportveiðimaður enda fari hann aldrei til veiða. 20.9.2023 15:02
Rannsókn lögreglu á kynferðisbroti í Kópavogi í fullum gangi Rannsókn lögreglu á karlmanni sem grunaður er um að hafa gerst sekur um blygðunarsemisbrot í vesturhluta Kópavogs á dögunum er í fullum gangi. Lögregla hefur tekið skýrslu af hinum grunaða í málinu. 20.9.2023 07:01