Riða greindist í kind í Húnaþingi vestra Kind frá bænum Stórhóli í Húnaþingi vestra greindist með riðu í nýlegri sýnatöku. Matvælastofnun er byrjuð að undirbúa aðgerðir þar sem faraldsfræðilegum upplýsingum verður safnað og áhersla lögð á að rekja hvert kindur af bænum hafa verið fluttar. 30.10.2023 10:20
Mætir með tuttugu ára reynslu hjá Ölgerðinni til Kælitækni Valur Ásberg Valsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kælitækni frá og með 1. nóvember næstkomandi. Hann lét af störfum hjá Ölgerðinni í mars síðastliðnum. 30.10.2023 10:13
Matthew Perry látinn Matthew Perry, ein af stjörnum gamanþáttanna Friends, er látinn 54 ára gamall. Perry lék Chandler Bing í tíu þáttaröðum Friends á árunum 1994 til 2004. Þættirnir eru einhverjir vinsælustu sjónvarpsþættir sögunnar. 29.10.2023 00:32
Zuism-bróðir dæmdur í þriggja ára fangelsi Einar Ágústsson, annar tveggja bræðra sem eru kenndir við trúfélagið Zuism, hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir fjársvik með því að hafa tugi milljóna króna af fólki með blekkingum á árunum 2010 og 2012. Hann hefur þegar greitt fórnarlömbum sínum stóran hlut fjárhæðarinnar sem hann sveik af fólkinu. 27.10.2023 15:45
Sögulegur Pokémon viðburður í Skeifunni Efnt verður til skiptikvölds Pokémon-spilara í Barnaloppunni í Skeifunni á laugardagskvöld. Skipuleggjendur telja Pokémon-samfélagið á Íslandi miklu stærra en fólki detti í hug. Um sögulegan viðburð er að ræða. 27.10.2023 14:25
Breyta grenndarstöðvum í Reykjavík Grenndarstöðvar í Reykjavík fá margar hverjar nýtt hlutverk á næstu vikum. Þær byrja að taka á móti glerum og málum í staðinn fyrir plast og pappír. 27.10.2023 12:48
Tóku á móti ráðherrum með palestínskum fánum Nokkur fjöldi fólks stendur vaktina fyrir utan Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu þar sem ríkisstjórnin fundar. Fólkið heldur á palestínskum fánum og kveikt er á friðarkertum. 27.10.2023 10:35
Reikna með áframhaldandi skjálftavirkni á Reykjanesi Sérfræðingar Veðurstofu Íslands segja áfram mega búast við jarðskjálftum á Reykjanesskaganum vegna spennubreytinga vegna þenslu á töluverðu týpi undir Fagradalsfjalli. 26.10.2023 15:40
Yfirlýsing frá KFUM og Val: „Það hryggir okkur meira en orð fá lýst“ „Við í KFUM og KFUK viljum hvorki breiða yfir sannleikann né söguna. Ef hægt er að leiða í ljós að stofnandi samtakanna hafi gerst sekur um brot gagnvart börnum, teljum við slíkt uppgjör nauðsynlegt.“ 26.10.2023 13:45
Ekki aðeins „æskulýðsandi á bak við ást séra Friðriks á drengjum“ Lektor í íslenskum bókmenntum segir lengi hafa verið vitað að það var eitthvað meira en bara æskulýðsandi á bak við ást séra Friðriks Friðrikssonar, stofnanda KFUM, Hauka og Vals, á drengjum. Von er á yfirlýsingu frá KFUM vegna málsins. 26.10.2023 11:31