Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Lík­fundur við smá­báta­höfnina

Lík ungrar konu fannst í sjónum við smábátahöfnina við Ingólfsgarð í Reykjavíkurhöfn í morgun. Lögreglu barst tilkynning um málið á tíunda tímanum.

Skútumaður kemur af fjöllum varðandi 157 kíló af hassi

Danskur karlmaður sem var handtekinn um borð í skútu við Garðskagavita í júní með 157 kíló af hassi segist ekki hafa haft hugmynd um að fíkniefni væru um borð. Hann man ekki hver millifærði á hann peningum til að kaupa skútuna og segist einfaldlega hafa farið í bátsferð til gamans.

Skot­á­rás í Rotter­dam: Þrír látnir og byssu­maður hand­tekinn

32 ára karlmaður hefur verið handtekinn grunaður um tvær skotárásir í hollensku hafnarborginni Rotterdam í dag. Þrír voru skotnir til bana. 42 ára kennari við Erasmus háskólann og 39 ára kona, nágranni byssumannsins auk fjórtán ára dóttur hennar. Hinn handtekni var nemandi við háskólasjúkrahúsið.

Hafþór Logi Hlynsson er látinn

Hafþór Logi Hlynsson er látinn eftir baráttu við krabbamein. Hafþór Logi var aðeins 36 ára en hann hafði verið búsettur á Spáni undanfarin ár. Hann lætur eftir sig unnustu og tvö börn.

Guð­björg Magnús­dóttir söng­kona er látin

Guðbjörg Magnúsdóttir söngkona er látin 49 ára gömul eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Guðbjörg lést föstudaginn 22. september í Osló í Noregi þar sem hún hafði verið búsett með fjölskyldu sinni undanfarin ár.

Sænskir arkitektar unnu baráttuna um Keldnalandið

Sænska arkitektastofan FOJAB bar sigur úr býtum í alþjóðlegri samkeppni Reykjavíkurborgar og Betri samgangna um nýtt sjálfbært borgarhverfi að Keldum. Greint var frá úrslitunum í Ráðhúsinu nú síðdegis. Danska verkfræðistofan Ramboll var í ráðgjafahlutverki í vinningstillögunni. 

Sigurður frá Basko til ILVA

Sigurður Karlsson hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri ILVA ehf. sem er ein af stærstu húsgagnverslunum landsins. Sigurður kemur til ILVA frá EY á íslandi en þar starfaði Sigurður sem sérfræðingur í endurskoðun og sinnti einnig stafi framkvæmdastjóra iCert vottunarstofu.

Sjá meira