Nafn drengsins sem lést í slysinu á Ásvöllum Drengurinn sem lést í slysi á Ásvöllum síðdegis mánudaginn 30. október hét Ibrahim Shah Uz-Zaman. Hann var fæddur í janúar 2015 og því átta ára gamall. 6.11.2023 10:18
Vilja sex í varðhald vegna skotárásar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gerir kröfu um að sex einstaklingar sæti gæsluvarðhaldi í allt að eina viku í tengslum við rannsókn embættisins á skotárás í Úlfarsárdal aðfaranótt fimmtudag. 3.11.2023 16:36
Bílvelta í hvassviðri við Ingólfsfjall Jeppi með hjólhýsi aftan í fór út af veginum í bílveltu á Suðurlandsvegi við Ingólfsfjall rétt fyrir klukkan fjögur í dag. 3.11.2023 16:10
Tíu ára fangelsi fyrir manndrápið við Fjarðarkaup Sæmundur Tryggvi Norðquist Sæmundsson, tæplega nítján ára karlmaður, var í dag dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir manndráp á bílastæðinu við Fjarðarkaup í Hafnarfirði í apríl síðastliðnum. Tveir félagar hans í kringum átján ára aldur fengu tveggja ára dóm fyrir stórfellda líkamsárás. Sautján ára stúlka fékk tólf mánaða skilorðsbundinn dóm til fimm ára. 3.11.2023 15:19
Bein útsending: Upplýsingafundur vegna jarðhræringa á Reykjanesi Boðað hefur verið til upplýsingafundar fyrir íbúa Grindavíkur í íþróttamiðstöð bæjarins klukkan 17. Tilefni fundarins eru jarðhræringar norðvestan við fjallið Þorbjörn. 2.11.2023 16:02
Vaktin: Lögregla leitar logandi ljósi að byssumanni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar byssumanns eftir að maður var skotinn fyrir utan fjölbýlishús í Silfratjörn í Úlfarsárdal í Reykjavík í nótt. Vísir fylgist með nýjustu vendingum í málinu. 2.11.2023 14:27
Banaslys á Reykjanesbraut Karlmaður á fertugsaldri lést í umferðarslysi á Reykjanesbraut, skammt austan við Fitjar í Reykjanesbæ í dag eftir að ökutæki sem hann ók valt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. 2.11.2023 13:55
Áhyggjufullur nágranni lýsir stöðugu partýstandi Íbúi í fjölbýlishúsi við Silfratjörn í Úlfarsárdal segir mikið partýstand hafa verið í íbúð á þriðju hæð fjölbýlishúss þar sem maður var skotinn um fimmleytið í nótt. Íbúðin er í eigu Félagsbústaða. 2.11.2023 13:49
Leita byssumanns eftir skotárás í Úlfarsárdal Lögregla leitar byssumanns sem grunaður er um að hafa skotið karlmann við fjölbýlishús í Úlfarsárdal í nótt. Hinn særði er ekki í lífshættu. Mörg börn vöknuðu upp við skothvelli. Yfirlögregluþjónn segir vettvang árásarinnar hafa verið utandyra. Lögregla sé með aukið viðbragð vegna málsins til að tryggja öryggi almennings um borgina. 2.11.2023 11:31
Blikk brýtur blað með grænu ljósi Seðlabankans Blikk hugbúnaðarþjónusta hf. þróar lausn sem felst í því að greiðsla færist beint af bankareikningi kaupanda yfir á bankareikning seljanda án aðkomu hefðbundinna greiðslukortafyrirtækja. Fyrirtækið er fyrsta greiðslustofnun á Íslandi sem hlýtur starfsleyfi hjá Seðlabanka Íslands sem greiðsluvirkjandi og reikningsupplýsingaþjónusta. 31.10.2023 16:41