Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fimm erfið starfs­manna­mál litin al­var­legum augum

Fimm mál er varða kynferðislega eða kynbundna áreitni, einelti eða ofbeldi starfsfólks lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa verið til meðferðar hjá embættinu á árinu. Upplýsingafulltrúi lögreglu segir í öllum tilvikum hafa verið brugðist við í samræmi við reglugerð. Málin séu öll sem eitt litin alvarlegum augum. Veita á starfsfólki aukna fræðslu um mörk í samskiptum

Flutninga­bíll á hliðina við Fitjar

Flutningabíll fór á hliðina við stóra hringtorgið við Fitjar á Reykjanesbraut við samnefndan bæ á leiðinni vestur. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu slasaðist enginn alvarlega.

Birta hættir sem vara­frétta­stjóri

Birta Björnsdóttir varafréttastjóri hjá Ríkisútvarpinu hefur ákveðið að einbeita sér alfarið að starfi sínu sem yfirmaður erlendra frétta hjá RÚV. Ragnhildur Thorlacius tekur við sem varafréttastjóri ásamt Valgeiri Erni Ragnarssyni um áramótin.

Á­kærður fyrir nauðgun í hjóna­rúminu

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að nauðga konu í hjónarúminu á heimili sínu sumarið 2019. Krafist er fjögurra milljóna króna í miskabætur fyrir hönd konunnar.

Hamborgarafabrikkunni skellt í lás á Akur­eyri

Hamborgarafabrikkan hefur ákveðið að loka útibúi sínu á Akureyri. Húsaleigusamningur rennur út um áramótin sem framkvæmdastjóri veitingastaðarins segir meginástæðu lokunar.

Þver­tekur fyrir kröfu um 25 prósenta launa­hækkun

Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjórar, segir ekkert til í því að flugumferðarstjórar krefjist 25 prósenta launahækkunar í kjaraviðræðum sínum við Isavia og Samtök atvinnulífsins. Almenningsálitið hafi aldrei verið með flugumferðarstjórum í liði og meðallaun komi kjaraviðræðum ekkert við.

Eva Ruza fjórði sendi­herrann

Eva Ruza Miljevic er nýr velgjörðasendiherra SOS Barnaþorpanna og tók hún formlega við hlutverkinu í dag. Fyrir í hópi sendiherra SOS voru Eliza Reid, Hera Björk Þórhallsdóttir og Rúrik Gíslason, og bætist Eva í þennan glæsilega hóp.

Sjá meira