Ráðin framkvæmdastjóri hjá RÚV Hrefna Lind Ásgeirsdóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra stafrænnar þróunar hjá Ríkisútvarpinu. Starfið var auglýst í október og sóttu 47 um. Intellecta annaðist ráðningarferlið sem var bæði vandað og ítarlegt að því er segir á vef RÚV. 12.12.2023 16:06
Játaði að hafa logið til að taka skellinn í héraðsdómi Rúmlega fertugur karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir rangan framburð fyrir dómi í umfangsmiklu fíkniefnamáli árið 2019. Með því reyndi hann að taka á sig sök í málinu. 12.12.2023 15:51
Stólaskiptin höfðu mikil áhrif á traustið Landsmenn bera mest traust til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra en minnst til Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra í nýrri könnun Maskínu þar sem spurt er út í traust til ráðherra þjóðarinnar. Traust til ráðherra er lítið heilt yfir. 12.12.2023 14:25
Slysið á hárgreiðslustofunni í Kópavogi fær áheyrn Mál konu sem slasaðist við fall úr stól á hárgreiðslustofu í Kópavogi árið 2017 fær áheyrn hjá Hæstarétti. Rétturinn telur málið hafa fordæmisgildi og féllst á áfrýjunarbeiðni konunnar. 12.12.2023 13:42
Porsche í Nauthólsvík sem fær fólk til að klóra sér í kollinum Líklegt er að einhverjir kærastar og eiginmenn sem eiga eftir að finna jólagjöf fyrir sína heittelskuðu hafi fengið fyrir hjartað í gær þegar Kristján Einar Sigurbjörnsson sneri aftur á samfélagsmiðla og gaf unnustu sinni Hafdísi Björk Kristjánsdóttur Porsche. 12.12.2023 13:20
Ísland styður tillöguna um tafarlaust vopnahlé Ísland er á meðal fjölmargra þjóða sem ætla að styðja tillögu tveggja Afríkuríkja á neyðarfundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um tafarlaust vopnahlé á Gaza. Þetta staðfestir Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra. 12.12.2023 12:00
Árni tekur stoltur við sem forstjóri Marel Árni Sigurðsson hefur verið ráðinn forstjóri Marel. Hann hefur gengt starfinu tímabundið undanfarnar vikur eftir að Árni Oddur Þórðarson lauk störfum hjá fyrirtækinu. 11.12.2023 17:26
Donald Tusk kjörinn forsætisráðherra Donald Tusk hefur verið kjörinn forsætisráðherra Póllands eftir Mateusz Morawiecky fékk ekki meirihluta í pólska þinginu í dag til að leiða næstu ríkisstjórn landsins. Flokkur Tusk hefur verið níu ár í minnihluta pólska þingsins. 11.12.2023 17:11
Ögurstund runnin upp og vonin sé því sem næst horfin Forseti Ungra umhverfissinna segir að innihald nýjustu draga að lokasamþykkt á COP28 gjörsamlega óásættanlegt. Innan við sólarhringur er í að þinginu verði slitið. 11.12.2023 15:49
Alelda bíll í Skerjafirði Eldur kviknaði í sendiferðabíl á gatnamótum Baugatanga og Skildinganess í Skerjafirðinum í Reykjavík á öðrum tímanum í dag. Mikinn reyk lagði yfir hverfið. 11.12.2023 13:46