Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Bæjarráð Grindavíkur hvetur Margréti Kristínu Pálsdóttur lögreglustjóra á Suðurnesjum til að endurskoða nú þegar ákvörðun gærdagsins um takmörkun á aðgengi að Grindavík. Heimamenn hafa mótmælt ákvörðuninni harðlega, telja um mismunun að ræða og jafnvel tilefni til að stefna ríkinu. 17.7.2025 15:48
Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Englendingur sem nýlega fékk íslenskan ríkisborgararétt eftir að hafa búið á Íslandi í tíu ár fagnar breytingunni. Hann les fólki með útlendingaandúð pistilinn og segist ætla að taka þátt í því að byggja upp betra Ísland. 17.7.2025 14:01
Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendastofa hefur sektað Isavia um hálfa milljón króna vegna brota á lögum um upplýsingagjöf og viðskiptahættir vegna gjaldskyldra svæða á Keflavíkurflugvelli voru ekki í samræmi við lög. 17.7.2025 10:47
Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Eldur kviknaði fyrir helgi í salernis- og sturtuaðstöðu við Snæfellsskála í Vatnajökulsþjóðgarði. Alls voru 30 í skálanum sem stendur við norðanvert Snæfell þegar eldurinn kviknaði aðfaranótt föstudags. 14.7.2025 10:40
Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lagið Wind of Change með vesturþýsku rokkhljómsveitinni Scorpions hefur frá útgáfu þess árið 1990 verið talið óður til frelsis og táknrænn hljómur falls járntjaldsins. En sú samsæriskenning hefur sprottið fram á síðari árum að vestrænar leyniþjónustur hafi í raun samið lagið með það að markmiði að fella Sovétríkin. 7.7.2025 13:02
Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Lára Björg Björnsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri miðlunar og samskipta hjá Háskólanum í Reykjavík. Lára mun sinna verkefnum fyrir rektor HR og einnig samskiptasvið háskólans, með áherslu á almannatengsl og miðlun. Hún hefur þegar hafið störf. 4.7.2025 16:42
Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innviðaráðherra segir til skoðunar í ráðuneytinu hvort hjörtun í umferðaljósunum á Akureyri verði fjarlægð eins og Vegagerðin hefur óskað eftir við Akureyrarbæ. Ráðherra reyndi að mynda hjarta með fingrum sínum í pontu Alþingis en útkoman var skrautleg. 4.7.2025 16:03
Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Hagstofa Íslands reiknar með því að hagvöxtur fyrir árið 2025 verði 2,2% og aukist svo lítillega næstu ár. Þetta kemur fram í nýrri þjóðhagsspá sem tekur til áranna 2025 til 2030. Í síðustu spá í mars var reiknað með 1,8% hagvexti á næsta ári. 4.7.2025 10:17
Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Björgunarbátur á strandveiðibátnum sem sökk úti fyrir Patreksfirði á mánudag blés ekki út. Von er á flakinu til Reykjavíkur um helgina. Auk skipstjórans hundur hans um borð og hefur ekki fundist. 3.7.2025 15:09
Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar hefur hafnað beiðni lögreglustjórans á Vestfjörðum um tímabundin einkastæði í Hafnarstræti fyrir lögregluna sem neyddist til að flytja starfstöð sína vegna myglu. Forgangsakstur lögreglu fari illa saman við götulokun fyrir gangandi vegfarendur. 2.7.2025 14:01
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent