Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Þetta eru upp­á­halds barna­bækur ráð­herranna

Bækurnar Palli var einn í heiminum, Bróðir minn Ljónshjarta og Blómin á þakinu eru í miklu uppáhaldi hjá ráðherrum landsins. Þeir völdu sínar uppáhaldsbækur í tilefni Svakalegu lestrarkeppninnar sem stendur yfir í grunnskólum landsins.

Bein út­sending: Fram­sýn for­ysta

Forseti Íslands, forseti ÍSÍ og forstjórar Amaroq og Landsnets halda erindi á haustráðstefnu Stjórnvísi sem ber yfirskriftina Framsýn forysta sem er þema félagsins starfsárið 2025 til 2026.

Raf­magn aftur komið á í öllum hverfum

Íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa margir hverjir glímt við við rafmagnsleysi á fimmta tímanum. Veitur tilkynntu fyrir skemmstu að rafmagn væri aftur komið á.

Gripnir glóðvolgir með ís­lensk lundaegg í Hollandi

Starfsfólki dýragarðins Blijdorp í Rotterdam hefur tekist að bjarga meirihluta lunda­eggja sem fundust í farangri þriggja Þjóðverja á Schiphol-flugvelli í Amsterdam í júní. Eggin voru alls 51 og með snörum handtökum klöktust út 42 ungar.

Pútín auki ein­fald­lega stríðs­reksturinn verði hann ekki stöðvaður

Volodymyr Selenskí, forseti Úkraínu, segir að Rússlandsforseti muni auka og breiða út stríðsresktur sinn verði hann ekki stöðvaður. Stríðið væri knúið áfram af nýrri vopnatækni og gervigreind. Alþjóðalög hefðu ekkert gildi án valdamikilla vina og vopna. Þetta kom fram í ávarpi hans á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í morgun.

Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi

Greiningardeild Íslandsbanka telur líklegt að vaxtalækkunarferli Seðlabanka Íslands ljúki líklega með stýrivöxtum á bilinu 5,5 til 6,0 prósent árið 2027. Íslensk heimili séu neysluglöð í ferðalögum og bílkaupum án þess þó að skuldsetja sig. Kaupmáttur sé mikill og íbúðamarkaður í jafnvægi.

Elín tendrar eldana fyrir Lauf­eyju

Elín Hall mun hita upp fyrir Laufeyju á tvennum tónleikum hennar í Kórnum í Kópavogi 14. og 15. mars. Uppselt er á fyrri tónleikana en enn mögulegt að fá miða í dýrari plássum á síðari tónleikana.

Fram­kvæmdum að ljúka á gatna­mótum sem gera Ár­bæinga grá­hærða

Reiknað er með að framkvæmdum á gatnamótum Höfðabakka og Bæjarháls ljúki í vikunni. Ljósastýring á að verða sveigjanlegri og betra jafnvægi að nást á milli akstursstefna. Árbæingar hafa kvartað sáran yfir töfum á umferð undanfarnar vikur. Borgin vonast til að breytingarnar skili sér í betra flæði fyrir alla vegfarendur.

Stefnir í lokað þing­hald að beiðni mæðgnanna

Aðalmeðferð í Súlunesmálinu svokallaða fer fram við Héraðsdóm Reykjaness mánu- og þriðjudaginn 3. og 4. nóvember. Dómurinn verður fjölskipaður og þinghald í málinu lokað að beiðni ákærðu og móður hennar, brotaþola í málinu.

Sjá meira