Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Flugfélagið Play gerir ráð fyrir að skila hagnaði á árinu 2026. Félagið tapaði 1,9 milljarði króna á öðrum ársfjórðungi ársins 2025. 7.8.2025 17:13
Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Gengið hefur verið frá ráðningu Valdimars Ármanns í starf framkvæmdastjóra sviðs markaðsviðskipta Seðlabanka Íslands. Starfið var auglýst laust til umsóknar í lok júní. 7.8.2025 16:44
Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Hjólreiðagarpar frá þremur ólíkum Evrópulöndum halda ekki vatni yfir gestrisni, jákvæðni og hjálpsemi Íslendinga. Blaðamaður hitti kappana þar sem þeir köstuðu mæðinni í heitu vatni á Vestfjörðum sem er hluti af þeirra daglegu rútínu. Íslensk kaffihús hittu í mark hjá þremenningunum. 7.8.2025 16:01
Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hjón á Drangsnesi taka því fagnandi þegar ferðamenn birtast í garðinum þeirra til að dást að listaverkum. Þau lýsa lífinu á Drangsnesi sem ljúfu og ekkert svo langt að skreppa suður til Reykjavíkur sé tilefni til. 7.8.2025 14:01
Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Kona sem ákærð er fyrir að verða föður sínum að bana og gera tilraun til að bana móður sinni er sökuð um að hafa mánuðina á undan beitt þau margsinnis ofbeldi. Talið er að árásin nóttina örlagaríku hafi staðið yfir í um tíu klukkustundir. Faðirinn hafði nokkrum dögum fyrr verið lagður inn á sjúkrahús. Sonur hins látna krefst þess að hálfsystir hans verði svipt erfðarétti. 30.7.2025 18:32
Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Héraðssaksóknari hefur ákært 28 ára konu í Garðabæ fyrir manndráp, með því að hafa orðið föður sínum að bana, og tilraun til að verða móður sinni að bana. Konan hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan málið kom upp í apríl. 30.7.2025 10:40
Veðurspáin fyrir helgina að skána Nokkrar breytingar hafa orðið á veðurspánni fyrir Verslunarmannahelgina og eru þær flestar til bóta. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hjá Bliku og bendir sérstaklega á hlýindi fyrir norðan og austan. 30.7.2025 10:18
Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Lokað hefur verið fyrir umferð um Fjallabaksleið syðri norðan Mýrdalsjökuls. Ástæðan eru miklir vatnavextir og breytingar á árfarvegi. Um er að ræða vegakaflann frá Hólmsá að Mælifelli. Allur akstur er bannaður. 30.7.2025 10:09
Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Talið er að um fimm þúsund manns hafi verið staddir á Borgarfirði eystra liðna helgi þar sem Bræðslan var haldin. Hátíðin fagnaði tuttugu ára afmæli í ár og komust færri að en vildu. 29.7.2025 16:25
Dóttirin í Súlunesi ákærð Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Margréti Höllu Hansdóttur Löf, 28 ára konu, sem sökuð er um aðild að andláti föður síns á heimili þeirra í Súlunesi í Garðabæ í apríl síðastliðnum. 29.7.2025 11:27