Helmingur vill ákæra Trump fyrir aðkomu hans að óeirðunum í þinghúsinu Um helmingur Bandaríkjamanna er á þeirri skoðun að ákæra eigi Donald Trump fyrrverandi forseta fyrir aðild hans að óeirðunum í bandaríska þinghúsinu 6. janúar í fyrra. Þetta eru niðurstöður könnunar sem AP fréttaveitan lét framkvæma. 30.6.2022 07:08
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um leiðtogafund Nato sem nú fer fram í Madríd á Spáni. Tyrkir sættust á það í gær að samþykkja inngöngu Svía og Finna í bandalagið. 29.6.2022 11:35
Fyrirskipa enn og aftur lokun fréttaveitu Nóbelsverðlaunahafa Yfirvöld á Filippseyjum hafa enn á ný fyrirskipað að fréttaveitunni Rappler verði lokað en hún er stofnuð af Maríu Ressa, sem fékk friðarverðlaun Nóbels fyrir mannréttindabaráttu sína á síðasta ári. 29.6.2022 06:59
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um kæru sem lögð hefur verið fram á hendur Vítalíu Lazarevu og Arnari Grant fyrir tilraun til fjárkúgunar. 28.6.2022 11:34
Setja verulegar hömlur á sölu eldsneytis Yfirvöld á Sri Lanka hafa ákveðið að banna alla sölu eldsneytis í landinu nema til farartækja sem teljast nauðsynleg samfélaginu. Ástæðan er mikill eldsneytisskortur en gríðarlegar efnahagsþrengingar hafa gengið yfir landsmenn undanfarin misseri. 28.6.2022 08:05
Að minnsta kosti sautján látnir eftir árás Rússa á verslunarmiðstöð Ljóst er að sautján hið minnsta létust þegar Rússar gerðu eldflaugaárás á verslunarmiðstöð í Kremenchuk í miðhluta Úkraínu í gær. 28.6.2022 07:21
Fundu 46 lík í yfirgefnum flutningabíl í Texas Að minnsta kosti 46 lík fundust í yfirgefnum flutningabíl fyrir utan borgina San Antonio í Texas í gær. Svo virðist sem um hælisleitendur sé að ræða en sextán voru enn á lífi þegar lögreglumenn opnuðu bifreiðina. 28.6.2022 07:11
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum fjöllum við um mikilvægi þess að fólk velji sér raforkusala en um 700 manna hópur er í hættu á að lokað verði fyrir rafmagnið hjá þeim innan tíðar. 27.6.2022 11:39
Íbúar í Tókýó hvattir til að draga úr orkunotkun vegna hitabylgju Yfirvöld í Japan hvetja íbúa stórborgarinnar Tókýó til að draga úr rafmagnsnotkun í dag en mikil hitabylgja gengur nú yfir svæðið sem hefur orsakað mikinn orkuskort. 27.6.2022 07:25
Jörð skalf í Bárðarbungu í morgun Jarðskjálfti sem mældist 3,3 stig reið yfir í Bárðarbungu í morgun. 27.6.2022 06:39