Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Skrifstofustjóri borgaralandsins hjá Reykjavík segir að ákvörðun borgarinnar um að draga úr slætti á túni við Sóleyjarima í Grafarvogi tengist verkefninu Grassláttur í Reykjavík, og hafi ekkert með fyrirhugaða íbúðauppbyggingu eða deilur við Grafarvogsbúa um þéttingaráform að gera. Innlent 2. júlí 2025 16:48
Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni Samfylkingin mælist nú með mest fylgi allra flokka í öllum kjördæmum, öllum aldursflokkum, öllum menntunarhópum og öllum tekjuhópum. Athygli vekur að flokkurinn bætir mestu fylgi við sig á landsbyggðinni, sér í lagi í Norðausturkjördæmi þar sem hann bætir við sig 5,6 prósentum. Innlent 2. júlí 2025 14:49
„Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, auglýsir eftir ábendingum frá atvinnurekendum um breytt viðhorf ungmenna á vinnumarkaði. Hún kveðst hafa fengið ábendingar að undanförnu sem snúi meðal annars að breyttu viðhorfi gagnvart veikindarétti, og auknum afskiptum foreldra. Innlent 2. júlí 2025 14:05
Þinglok 2026 verði 12. júní Þó að þinglok virðast ekki í sjónmáli vegna umræðna um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar hefur samkomulag náðst innan forsætisnefndar þingsins um starfsáætlun næsta löggjafarþings, þess 157. í röðinni. Samkvæmt áætluninni, sem samþykkt var í gær, verður þing sett þriðjudaginn 9. september næstkomandi og þingi frestað föstudaginn 12. júní 2026. Innlent 2. júlí 2025 14:00
Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Í byrjun dags var sá þingmaður sem flutti flestar ræður á yfirstandandi þingi búinn að flytja 556 ræður. Það hafði tekið hana 22 klukkustundir, tvær mínútur og 17 sekúndur. Sá þingmaður er Bryndís Haraldsdóttir úr Sjálfstæðisflokki. Skoðun 2. júlí 2025 14:00
Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í skoðanagrein árið 2019 að málþóf ætti ekkert skylt við málfrelsi eða lýðræði og þekktist nánast hvergi utan Íslands. Breyta þyrfti fyrirkomulaginu á Alþingi svo fámennur hópur stjórnarandstæðinga gæti ekki tekið þingið í gíslingu. Innlent 2. júlí 2025 13:16
Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Þingmenn vörpuðu fram ásökunum um gaslýsingu og fullyrtu að viðræður um þinglok hefðu aldrei gengið eins illa og núna. Tillögu stjórnarandstöðunnar um breytingar á dagskrá Alþingis var hafnað í morgun og umræður um veiðigjöld halda áfram Innlent 2. júlí 2025 12:59
Þingmenn auðvaldsins Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins í stjórnarandstöðu hafa staðið fyrir 110 klukkustunda málþófi á Alþingi til að tefja leiðréttingu veiðigjaldsins – einfalt skref sem myndi færa ríkissjóði 6–8 milljarða króna á ári og stöðva langvarandi og kerfisbundið svind stórútgerðanna gegn þjóðinni. Skoðun 2. júlí 2025 12:01
„Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Búið er að landa rúmum 83 prósentum af þorskvóta strandveiðitímabilsins þegar tímabilið er hálfnað og tveir mánuðir eftir af fjórum. Formaður Landssambands smábátaeigenda hefur ekki áhyggjur af því að veiðarnar verði stöðvaðar í næstu viku þótt ekki náist að afgreiða strandveiðifrumvarp ríkisstjórnarinnar áður en potturinn klárast. Innlent 2. júlí 2025 11:18
Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Alþingismenn hófu þingfund í morgun á því að minnast Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, fyrrverandi þingmanns sem fórst í sjóslysi á mánudag. Innlent 2. júlí 2025 10:16
Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Sósíalistaflokkurinn stendur á tímamótum. Nú loksins er hægt að horfa fram á við eftir fund Vorstjörnunnar, þar sem borgarfulltrúi Sósíalista rak flokkinn úr eigin húsnæði. Skoðun 2. júlí 2025 09:32
Rán um hábjartan dag Í fyrradag gerðist sá fáheyrði atburður að „sósíalísk“ stjórnmálakona tók þátt í yfirtöku á Vorstjörnunni, dótturfélagi eigin flokks. Úthýsti svo „flokki sínum“ og henti á götuna. Þessi stjórnmálakona heitir Sanna Magdalena Mörtudóttir. Skoðun 2. júlí 2025 09:00
Uppbygging hjúkrunarheimila Áratugum saman hefur verið mikill skortur á hjúkrunarheimilum þannig að margir eldri borgarar hafa þurft að bíða allt of lengi í örvæntingu eftir hjúkrunarrými. Fyrri ríkisstjórnir hafa sýnt skeytingarleysi gagnvart þessum vanda og þannig horft framhjá þjáningu aldraðra. Skoðun 2. júlí 2025 07:30
Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Mesta nýtingin á frístundakorti Reykjavíkur er meðal drengja á Kjalarnesi, 92 prósent, og sú versta meðal stúlkna á Kjalarnesi en aðeins rúmur helmingur stúlkna þar nýtir styrkinn. Þar á eftir er nýtingin verst í Efra-Breiðholti þar sem 67 prósent drengja nýta það og 63 prósent stúlkna. Nýtingin hefur aukist frá því að styrkurinn var fyrst gerður aðgengilegur 2012 úr um 75 prósent að meðaltali í um 80 prósent að meðaltali. Innlent 2. júlí 2025 06:32
Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Þingfundur stóð yfir langt fram á nótt og var ekki slitið fyrr en hálf fimm. Þingfundur hefst að nýju klukkan 10, þar sem eina þingmálið á dagskrá er veiðigjaldið. Innlent 2. júlí 2025 06:19
Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Þingflokksformenn stjórnar og stjórnarandstöðu hafa fundað síðan um kvöldmatarleytið. Þau hafa freistað því að ná samkomulagi um framhald þingstarfa og þinglok. Innlent 1. júlí 2025 23:26
Hommar mega enn ekki gefa blóð Samkynhneigðir karlmenn mega enn ekki gefa blóð á Íslandi. Fjallað var um það í fréttum í október á síðasta ári að búið væri að breyta reglugerð þannig að samkynhneigðir karlmenn mættu gefa blóð og að reglugerðin myndi taka gildi í dag, 1. júlí. Innlent 1. júlí 2025 23:17
Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Nýsamþykkt lög, sem ætlað var að eyða óvissu um Hvammsvirkjun í Þjórsá, setja framkvæmdir samt ekki á fulla ferð. Forstjóri Landsvirkjunar segir að bíða verði eftir dómi Hæstaréttar. Innlent 1. júlí 2025 22:44
Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, slær á létta strengi á X síðdegis í dag og greinir frá því að hann hafi nú afhent fyrsta „Gyllta tappann“. Tappinn er tilvísun í ræðu sem hann flutti í febrúar um breytingar á lögum sem festu það í lög að tappar skyldu áfastir flöskum. Lífið 1. júlí 2025 21:48
Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir flokkinn í erfiðri stöðu og vill ekki segja af eða á um það hvort hún muni bjóða sig aftur fram fyrir flokkinn. Taka þurfi ákvörðun um sameiningu á vinstri væng stjórnmálanna fyrr en síðar. Markmið Vorstjörnunnar sé að vera styrktarsjóður en Sanna segist vilja heyra í félögum flokksins og hvort þeir séu sáttir við núverandi stjórn flokksins. Innlent 1. júlí 2025 20:02
Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Frá og með deginum í dag er þjónusta sérgreinalækna við börn án endurgjalds, óháð því hvort fyrir liggi tilvísun frá heilsugæslu eða ekki. Reglugerð Ölmu D. Möller heilbrigðisráðherra þessa efnis tók gildi í dag en tilkynnt var í maí um að tilvísanakerfið fyrir börn yrði afnumið. Innlent 1. júlí 2025 18:54
Mesta fylgi síðan 2009 Samfylkingin er með mesta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með síðan árið 2009 eða í sextán ár. Aðrir stjórnarflokkar tapa fylgi og stuðningur við ríkisstjórnina dalar lítillega. Innlent 1. júlí 2025 18:31
Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Samkomulag sem undirritað var í dag felur í sér þreföldun hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ. Reist verður nýtt hjúkrunarheimili í bænum með 66 hjúkrunarrýmum en þar eru í dag 33 rými. Innlent 1. júlí 2025 16:51
Lágkúra og della að mati ráðherra Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir lágkúrulegt af stjórnarandstöðunni að halda því fram að breytingar hjá fiskeldisfyrirtæki á Þingeyri tengist fyrirhuguðum breytingum á veiðigjöldum. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi í dag. Innlent 1. júlí 2025 15:52
Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir ræður tengdar frumvarpi um breytingar á veiðigjöldum verða eins margar og til þurfi þar til málið verði tekið af dagskrá. Því verði ekki hleypt óbreyttu í gegn. Hagsmunir þjóðarinnar séu í húfi, ekki sérhagsmunir. Innlent 1. júlí 2025 15:00
Magnús Þór lést við strandveiðar Strandveiðimaðurinn sem lést þegar bátur hans sökk út af Patreksfirði í gær hét Magnús Þór Hafsteinsson og var 61 árs. Hann var fyrrverandi þingmaður og gerði út á bátnum Orminum langa AK-64 frá Patreksfirði. Innlent 1. júlí 2025 14:11
Malað dag eftir dag eftir dag Eftir að hafa setið í minnihluta í borgarstjórn í um sjö ár er það sérstök reynsla að upplifa málþóf stjórnarandstöðunnar á Alþingi í umræðum um frumvarp ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld. Skoðun 1. júlí 2025 14:01
Samstöðin hafi aldrei verið í hættu Framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins hyggst leita réttar síns í kjölfar aðalfundar Vorstjörnunnar þar sem andstæð fylking Sönnu Magdalenu Mörtudóttur og Gunnars Smára Egilssonar hélt yfirráðum sínum yfir styrktarfélaginu. Flokkurinn er nú húsnæðislaus en skipt var um lás í Bolholti í gærkvöldi eftir að fundinum lauk. Innlent 1. júlí 2025 12:01
„Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Málþóf um veiðigjaldafrumvarpið er komið út fyrir öll mörk, segir prófessor við Háskólann á Akureyri, sem tengir óánægju með stjórnarandstöðuna við stöðuna á Alþingi. Það yrði heiftarlegt áfall fyrir ríkisstjórnina ef ekki tekst að afgreiða veiðigjaldafrumvarpið. Innlent 1. júlí 2025 11:53
„Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fagnar því að ástarfundur þeirra Gleði og Hreyfils hafi borið árangur og bíður spenntur eftir afkvæminu sem verður kastað í vor, hvort sem það verður hryssa eða foli. Lífið 1. júlí 2025 11:41