Skóla- og menntamál

Skóla- og menntamál

Fréttir af skóla- og menntamálum á Íslandi.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Magnús Karl sem næsta rektor Há­skóla Ís­lands

Aukin fjármögnun til vísindarannsókna á Íslandi er nauðsynleg. „Öflugt rannsóknastarf er nauðsynlegur drifkraftur nýliðunar í háskólum með aðkomu nýdoktora og nýrra akademískra starfsmanna, auk þess sem slík uppbygging er forsenda nýsköpunar á öllum sviðum atvinnulífs.“

Skoðun
Fréttamynd

Að­för að mennta­kerfinu

Verðmæti hverrar þjóðar endurspeglast í gæðum menntakerfis og hvernig atlæti börn og síðar ungmenni fá í gegnum skólagönguna með stuðningi félags- og heilbrigðiskerfa.

Skoðun
Fréttamynd

At­burðir helgarinnar kjafts­högg fyrir kennara

Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambandsins, segir að atburðarás kjaradeilunnar fyrir helgi hafi verið eins og kjaftshögg eða vatnsgusa í andlitið fyrir kennara. Hann segir kjaftæði að virðismatsvegferð kennara hafi áhrif á samninga á almennum vinnumarkaði, en hann vonar að hægt verði að klára samninga sem fyrst.

Innlent
Fréttamynd

Buguðu for­eldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til

Kennari sem hefur mikla reynslu af börnum með hegðunarvanda segir skort á fjármagni og fagfólki ástæðuna fyrir því að ekki sé unnið rétt með hópinn. Stokka þurfi kerfinu upp. Tvö sveitarfélög á öllu landinu bjóði upp á úrræði fyrir börn sem glími við slíkar áskoranir en biðlistinn sé langur. Kostnaður samfélagsins verði miklu meiri vegna brotinna einstaklingar útskrifast úr grunnskóla.

Innlent
Fréttamynd

Leita að línunni

Fundur samninganefnda í kennaradeildunni er að hefjast nú klukkan þrjú, en það var Ástráður Haraldsson, ríkissáttasemjari, sem boðaði til hans.

Innlent
Fréttamynd

Eyði­leggjandi um­ræða

Hvernig á að tala við kennaranema um þessar mundir? Það er áleitin spurning í ljósi atburða síðustu mánaða. Undirritaðar eru á þeirri skoðun að fátt sé skemmtilegra eða verðugra en að vera kennari. En eins og sakir standa getur verið snúið að koma í veg fyrir að kennaranemar missi móðinn.

Skoðun
Fréttamynd

Langar að verða mennta­mála­ráð­herra og breyta miklu í kjöl­farið

„Það var haft samband við mig í október og ég beðinn um að vera á lista. Þetta var þá í raun bara varaþingmannssæti og ég ákvað að láta slag standa og kynnast nýju fólki og prófa að taka þátt í kosningabaráttu,“ segir Jón Pétur Zimsen, fyrrum kennari og skólastjóri, í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi en hann er nú kominn á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Lífið
Fréttamynd

Kom ekki ná­lægt innanhússtillögu sátta­semjara

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri segist ekki hafa komið nálægt því að ákveða að innanhússtillaga yrði lögð fram í kjaradeilu kennara fyrir helgi. Kennarar samþykktu tillöguna en Samband íslenskra sveitarfélaga hafnaði henni. Heiða Björg er formaður sambandsins.

Innlent
Fréttamynd

Fundað á ný í kennaradeilu

Samninganefndir í kjaradeilu kennara hafa verið boðaðar til fundar í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan 15 í dag. Ekki hefur verið fundað í deilunni síðan sveitarfélögin höfnuðu innanhússtillögu sáttasemjara á föstudag og ríkið tók ekki afstöðu til hennar.

Innlent
Fréttamynd

Kennarar mót­mæla við bæjarráðsfund

Kennarar í Garðabæ fjölmenntu í Sveinatungu á Garðatorgi í morgun til að minna á kjarabaráttu sína. Fundur bæjarráðs hófst klukkan átta og liggja kennarar á gluggunum með fána á lofti meðan fundurinn fer fram. Boðað hefur verið til fundar í deilunni hjá sáttasemjara klukkan 15 í dag.

Innlent
Fréttamynd

„Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“

Hljóðið er fremur þungt í skólameisturum Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri en ótímabundið verkfall er skollið á í skólunum tveimur, auk þriggja annarra. Þeir vilja að deiluaðilar sitji við og fundi að lausn deilunnar, það sé ekki í boði að vera í störukeppni á meðan nemendur verði af menntun.

Innlent
Fréttamynd

Sjálf­stæðis- og Fram­sóknar­menn haldi skóla­kerfinu í gíslingu

Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Hafnarfirði hafi lýst yfir fullum stuðningi við þá afstöðu formanns stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga að samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara sem lögð var fram 20. febrúar síðastliðinn. Þeir segja fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknar halda skólakerfinu í gíslingu með pólitískum leikjum.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er at­riðið þar sem þið takið til fótanna…”

„Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” sagði Shrek og nú langar manni að segja það sama við kennara. Já, það virðist að samtöl Kennarasambandsins og Sambands sveitarfélaga séu nú á stigi leikrits og brandara. En kennurum finnst þetta alls ekki fyndið lengur.

Skoðun
Fréttamynd

Óttast af­leiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist hafa haft áhyggjur af fyrri innanhússtillögu ríkissáttasemjara í kennaradeilunni sem opinberir launagreiðendur samþykktu en nýja tillagan hljóðar upp á enn hærri upphæðir. Hún segist velta fyrir sér hvaða áhrif slíkar hækkanir, ef af verður, muni hafa á þá samninga sem þegar hafa verið gerðir og þá sem eftir á að gera.

Innlent
Fréttamynd

Sam­ræmd próf jafna stöðuna

Áhrifamikið fólk í skólamálum hefur haft horn í síðu samræmdra prófa og fundið þeim eitthvað til foráttu og má þar nefna þrennt helst.

Skoðun
Fréttamynd

Síðasti naglinn í lík­kistuna?

Þegar þessi skoðun mín birtist lesendum er ég að stíga afar erfið skref inn á minn vinnustað. Ástæðan er sú vanvirðing og það vonleysi sem ég upplifði síðasta föstudag þegar SÍS hafnaði nýrri innanhústillögu ríkissáttasemjara og þær uppgefnu ástæður fyrir þeirri ákvörðun sem ég les um í fjölmiðlum og heyri um frá mínu fólki.

Skoðun