
Thea áfram í herbúðum þreföldu meistaranna
Thea Imani Sturludóttir, landsliðskona í handbolta, hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Íslands-, bikar- og deildarmeistara Vals.
Thea Imani Sturludóttir, landsliðskona í handbolta, hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Íslands-, bikar- og deildarmeistara Vals.
Hin þaulreynda Rut Jónsdóttir, fyrrverandi landsliðsfyrirliði í handbolta, er gengin í raðir Hauka í Olís-deildinni. Hún spilaði ekkert með KA/Þór á síðustu leiktíð vegna barneigna en hefur nú ákveðið að söðla um og mun spila í rauðu á komandi leiktíð.
Karlalið Vals varð í gær Íslandsmeistari í körfubolta eftir sigur á Grindavík í oddaleik. Íslandsmeistaratitlar hafa hreinlega streymt á Hlíðarenda á síðustu árum.
Handboltakonan Tinna Sigurrós Traustadóttir er gengin í raðir Stjörnunnar frá Selfossi.
Línumaðurinn Elísa Elíasdóttir hefur gengið til liðs við kvennalið Vals í handbolta og skrifað undir þriggja ára samning. Hún kemur til liðsins frá ÍBV.
Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa unnið Hauka 28-25 og einvígið 3-0. Hafdís Renötudóttir, markmaður Vals, var valin besti leikmaður úrslitakeppninnar og sagðist næstum því hafa farið að gráta á verðlaunapallinum.
Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn eftir þriggja marka sigur gegn Haukum 28-25. Valur vann einvígið 3-0 og Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var hæst ánægður með tímabilið.
Valur vann þriggja marka sigur gegn Haukum 28-25 og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. Valur vann einvígið 3-0 og vann alla titla sem í boði voru á Íslandi á þessu tímabili.
Einar Jónsson er hættur þjálfun kvennaliðs Fram en á leiktíðinni sem er senn á enda var hann þjálfari bæði karl- og kvennaliðs félagsins í Olís-deildunum í handboltanum.
Valur sigraði í kvöld Hauka í öðrum leik úrslitaeinvígisins um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Valskonum vantar aðeins einn sigur til viðbótar til þess að hampa titlinum. Lokatölur í kvöld 22-30.
Valur vann í kvöld öruggan sigur á Haukum í öðrum leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Lokatölur 22-30, í leik þar sem Valskonur sýndu mátt sinn og megin. Valur er því kominn í 2-0 í einvíginu, en vinna þarf þrjá leiki.
„Það er auðvitað frábært að sigra þetta svakalega flotta Haukalið,“ byrjaði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, að segja eftir sigur liðsins gegn Haukum.
Íslandsmeistarar Vals tóku á móti Haukum í fyrsta leik einvígisins um Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta en boðið var upp á afar spennandi leik og dramatík í lokin.
Grótta mun leika í Olís-deild kvenna í handbolta á næstu leiktíð. Liðið vann Aftureldingu með eins marks mun í oddaleik um sæti í deild þeirra bestu. Mosfellingar falla þar með niður um deild en um var að ræða umspil milli deilda.
Einar Jónsson, þjálfari kvennaliðs Fram, fékk að líta rauða spjaldið í þriðja leik Fram og Hauka í úrslitakeppninni. Haukur unnu leikinn og sópuðu Fram í sumarfrí.
Það verða Haukar og Valur sem mætast í úrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta árið 2024. Valur tryggði sér sæti í úrslitum með að sópa ÍBV úr keppni í gær og í dag gerðu Haukakonur slíkt hið sama við Fram.
Sigurður Bragason, þjálfari kvennaliðs ÍBV í handbolta, gengur sáttur frá borði þrátt fyrir að markmið liðsins um að verða Íslandsmeistari hafi ekki gengið upp. Valskonur ruddu Eyjakonum úr veginum en niðurstaðan í rimmu liðanna var 3-0 Val í vil.
Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, var kampakátur með sigur liðsins gegn ÍBV í undarnúrslitum Olísdeildar kvenna í handbolta í kvöld sem fleytti liðinu áfram í úrslitarimmuna.
Valur lagði ÍBV að velli í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta í N1-höllinni að Hlíðarenda í kvöld og tryggði sér þar af leiðandi farseðilinn inn í úrslitaeinvígi deildarinnar. Þar mætir liðið annað hvort Haukum eða Fram.
Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir hefur samið við Stjörnuna og mun ganga í raðir félagins þegar yfirstandandi tímabili í Olís-deild kvenna í handbolta lýkur. Hrafnhildur Anna skrifar undir tveggja ára samning í Garðabæ en hún kemur frá Íslandsmeisturum Vals.
„Ég var eiginlega að upplifa sama mómentið aftur. Ég bara tók boltann og ég var að fara að skora, það var ekkert annað í hausnum á mér,“ sagði Elín Klara Þorkelsdóttir, leikmaður Hauka, eftir sigur á Fram í framlengdum leik.
Haukar unnu 28-25 sigur á Fram í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta í kvöld eftir framlengdan leik að Ásvöllum.
Valur vann öruggan 34-23 sigur á ÍBV í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar kvenna í Vestmannaeyjum í kvöld. Liðið leiðir einvígið 2-0 og getur tryggt sæti sitt í úrslitunum með heimasigri á þriðjudag.
Fram er lent 2-0 undir í einvígi sínu gegn Haukum í undanúrslitum Olís-deildar kvenna eftir 28-25 tap í kvöld. Annan leikinn í röð fór leikurinn alla leið í framlengingu. Einar Jónsson, þjálfari Fram, var ekki sáttur með sínar konur á lykilaugnablikum í leiknum.
Einar Jónsson, þjálfari Fram, var niðurlútur eftir fjögurra marka tap, 27-23, á móti Haukum í kvöld. Leikurinn var fyrsti leikurinn í undanúrslitum Olís-deildar kvenna og fór hann fram í Lambhagahöllinni, heimavelli Fram.
Haukar sigraði Fram í framlengdum leik í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta í Úlfarsárdal í kvöld. Fram skoraði ekki mark í framlengingunni og endaði leikurinn með fjögurra marka sigri Hauka, 27-23.
Íslandsmeistarar Vals unnu öruggan sigur á ÍBV í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar kvenna í handbolta, lokatölur 28-22.
Sebastian Popovic Alexandersson verður næsti þjálfari kvennaliðs Víkings í handbolta en hann hefur skrifað undir samning til næstu tveggja ára.
Eyjakonur lögðu ÍR með fjögurra marka mun í Breiðholti í kvöld og sendu ÍR-inga þar með í sumarfrí.
Haukar tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta eftir sigur á Stjörnunni, 21-25. Haukar unnu einvígið 2-0 og Stjarnan komin í sumarfrí.