
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV-ÍR 32-23 | Hákon Daði með 15 mörk í sigri ÍBV
ÍBV komst í dag aftur á sigurbraut er þeir unnu níu marka sigur á botnliði ÍR, 32-23, í Vestmannaeyjum. Hákon Daði Styrmisson fór á kostum og gerði fimmtán mörk.
ÍBV komst í dag aftur á sigurbraut er þeir unnu níu marka sigur á botnliði ÍR, 32-23, í Vestmannaeyjum. Hákon Daði Styrmisson fór á kostum og gerði fimmtán mörk.
Rúnar Kárason er spenntur fyrir því að spila aftur á Íslandi en þessi margreyndi leikmaður mun leika með ÍBV frá og með næstu leiktíð. Þetta var staðfest í dag en Rúnar skrifar undir þriggja ára samning við ÍBV.
Rúnar Kárason hefur samið við ÍBV en hann hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið.
Þorvaldur Sigurðsson er hættur sem annar af þjálfurum Þórs í Olís-deild karla en þetta var staðfest á heimasíðu félagsins í dag.
Ekkert lið í Olís deild karla í handbolta hefur halað inn fleiri stig í febrúarmánuði en lið KA á Akureyri sem er taplaust í mánuðinum.
Þrátt fyrir að Einar Sverrisson hafi ekki spilað eina sekúndu í leik Selfoss og ÍBV í Olís-deild karla í gær tókst honum að skora eitt mark. Og það var í glæsilegri kantinum.
Eins og venjulega hafa nokkrir leikmenn, sem voru nokkuð óþekktar stærðir fyrir tímabilið, komið á óvart og skotist upp á stjörnuhiminn Olís-deildar karla í handbolta. Vísir fer yfir óvæntu stjörnur Olís-deildarinnar á tímabilinu.
Halldór Jóhann Sigfússon var virkilega sáttur með sigur sinna manna á ÍBV í kvöld. Selfoss lagði ÍBV í háspennuleik í Hleðsluhöllinni á Selfossi, lokatölur 27-25.
Íslandsmeistararnir - sem höfðu tapað þremur leikjum í röð - lögðu bikarmeistara ÍBV í Suðurlandsslagnm í Olís deild karla í kvöld, lokatölur 27-25.
KA gerði sér lítið fyrir og vann tveggja marka sigur á toppliði Hauka er liðin mættust í Olís deild karla í kvöld, lokatölur 30-28
Selfoss tekur í dag á móti nágrönnum sínum í ÍBV í Suðurlandsslag Olís deildar karla í handbolta en þetta virðist vera sá leikur þar sem ekki er gott að vera heimaliðið.
Geir Guðmundsson, stórskytta Hauka í Olís deild karla, fékk aðsvif á leiðinni inn í klefa í hálfleik er Haukar spiluðu gegn ÍR í Olís deild karla á dögunum. Geir ræddi við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakka kvöldsins.
Jóhann Gunnar Einarsson var með skemmtilegan topp fimm lista í Seinni bylgjunni á mánudaginn. Þar valdi hann fimm bestu hægri skyttur Fram á þessari öld.
Sportið í dag fór yfir það hvernig Valsmenn komu til baka eftir klúðrið fyrir norðan og unnu einn flottasta sigur tímabilsins í Olís deild karla í handbolta.
Valsmenn verða án tveggja öflugra leikmanna vegna leikbanns, í stórleiknum við FH næsta mánudagskvöld í Olís-deild karla í handbolta.
Stefán Huldar Stefánsson átti enn einn stórleikinn þegar Grótta vann óvæntan sex marka sigur á Íslandsmeisturum Selfoss, 20-26, á útivelli í Olís-deild karla í fyrradag. Stefán hefur verið besti markvörður deildarinnar á tímabilinu og nýtur þess að vera loksins í aðalhlutverki hjá liði í efstu deild.
Arnar Daði Arnarsson segir það leiðinlegt að tala í klisjum en það sé nákvæmlega það sem Gróttu liðið sé að gera. Taka einn leik fyrir í einu. Hann ræddi við Stöð 2 og Vísi í Sportpakkanum í gærkvöld.
Gróttumenn gerðu sér lítið fyrir og unnu sex marka sigur á Selfyssingum, 26-20, sem eru með eitt best mannaða lið landsins. Í upphafi leiktíðar var það talið nánast vonlaust verk að gera Gróttu að samkeppnishæfu liði í deild þeirra bestu.
Þrír leikmenn í Olís deild karla í handbolta fengu tíu í einkunn fyrir frammistöðu sína í sóknarleiknum í ellefu umferð deildarinnar sem lauk í gær.
Það var pressa á Jóhanni Gunnari Einarssyni í Seinni bylgjunni í gærkvöldi því í útsendingu frá leik Vals og Aftureldingu var kollegi hans Einar Andri Einarsson búinn að lofa veislu þegar Jóhann Gunnar myndi láta til sín taka í teiknitölvunni.
Flytja þurfti Geir Guðmundsson, leikmann Hauka, á sjúkrahús eftir þungt högg sem hann fékk frá ÍR-ingnum Eyþóri Hilmarssyni í leik liðanna í Olís-deildinni í gær. Sérfræðingum Seinni bylgjunnar fannst skrítið að Eyþór skildi sleppa við rauða spjaldið fyrir brotið.
„Þetta er í raun og veru bara mjög dapurt, ég verð að segja það, þetta var klárlega ekki það sem við ætluðum okkur í kvöld,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari Selfoss eftir tapið gegn Gróttu í kvöld. „Við eigum ekki að sætta okkur við að tapa með sex mörkum á heimavelli á móti Gróttu.“
Valur kjöldróg Aftureldingu í Origo höllinni í kvöld. Valur komst snemma leiks fimm mörkum yfir og litu aldrei um öxl eftir það. Leikurinn endaði með 30 -21 sigri heimamanna.
„Þetta er bara frábær sigur, og ég var að segja við strákana að þetta er ekkert sjálfsagt,“ sagði Arnar Daði Arnarsson þjálfari Gróttu eftir sigurinn gegn Selfoss í kvöld.
Valsmönnum hefur gengið illa eftir hléið langa en unnu góðan sigur á Aftureldingu í kvöld.
Grótta vann í kvöld sterkan sex marka sigur gegn Selfoss í Hleðsluhöllinni, lokatölur 20-26. Stefán Huldar átti stórleik í marki Gróttu og var með 19 varin skot, eða um 49% markvörslu. Gestirnir voru sterkari aðilinn stærstan hluta leiksins og sigurinn verðskuldaður gegn ríkjandi Íslandsmeisturum.
Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var sáttur eftir sigur sinna manna á ÍR í Austurbergi í kvöld. Lokatölur leiksins 26-29 fyrir Haukum.
Haukar komu sér aftur upp í 1. sæti Olís-deildar karla eftir sigur á stigalausum ÍR-ingum í Austurbergi í kvöld. Lokatölur, 26-29.
Mikil spenna var á lokakafla leiks Fram og Stjörnunnar í Olís-deild karla í gær þar sem Frammarinn Stefán Darri Þórsson kom mikið við sögu.
Eyjamaðurinn Dagur Arnarsson er efstur í Olís deild karla í handbolta á listanum yfir þá sem hafa átt þátt í flestum mörkum með því annaðhvort að skora sjálfur eða gefa stoðsendingu.