KA getur komist í úrslitakeppnina í fyrsta sinn í sextán ár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. maí 2021 14:45 KA-mennirnir Jóhann Geir Sævarsson og Ragnar Snær Njálsson fagna. Ragnar lék með síðasta KA-liðinu sem komst í úrslitakeppnina, tímabilið 2004-05, sem og faðir Jóhanns, Sævar Árnason. vísir/hulda margrét KA fær í kvöld tækifæri til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn frá tímabilinu 2004-05. KA fær FH í heimsókn í eina leik dagsins í Olís-deild karla en hann hefst klukkan 18:00. Ef KA-menn fá stig í leiknum eru þeir öruggir með sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn eftir að þeir komust aftur upp í efstu deild 2018 og í fyrsta sinn undir merkjum KA síðan 2005. KA-menn komust þá í átta liða úrslit en féllu úr leik fyrir ÍR-ingum, 2-0. Tveir leikmenn í KA-liðinu í dag léku með því fyrir sextán árum, reynsluboltarnir Andri Snær Stefánsson og Ragnar Snær Njálsson. Þá var þjálfari KA, Jónatan Magnússon, ein af burðarásum KA-liðsins á þeim tíma. Lið KA í síðasta leik þess í úrslitakeppni, gegn ÍR í KA-heimilinu 7. apríl 2005. ÍR-ingar unnu leikinn, 30-35.hsí KA er í 8. sæti Olís-deildarinnar með 22 stig, fjórum stigum á undan Fram sem er í 9. sætinu. Frammarar geta bara náð KA-mönnum að stigum en af það gerist verður Fram alltaf fyrir ofan vegna betri árangurs í innbyrðis viðureignum liðanna. Með sigri í kvöld jafnar KA Selfoss að stigum í 3. sæti deildarinnar. Báðir leikir liðanna enduðu 24-24 og því er eins jafnt á með þeim komið í innbyrðis viðureignum og hægt er. Selfoss er með 22 mörk í plús en KA nítján svo KA-menn þyrftu að vinna fjögurra marka sigur á FH-ingum til að skjótast upp fyrir Selfyssinga. Dramatíkin í aðalhlutverki Ef KA vinnur í kvöld verður liðið aðeins tveimur stigum á eftir FH sem er í 2. sæti og ætti þá betri árangur í innbyrðis viðureignum gegn Fimleikafélaginu. Fyrri leikur FH og KA var dramatískur í meira lagi. Andri Snær Stefánsson skoraði jöfnunarmark KA-manna úr vítakasti eftir að leiktíminn var runninn út, 31-31. Vítið var dæmt á Einar Rafn Eiðsson fyrir að verja skot Daða Jónssonar beint úr aukakasti. Aukakastið var hins vegar ekki tekið á réttum stað og því hefði KA ekki átt að fá vítið. Eftir leikinn í kvöld verða öll lið Olís-deildarinnar búin að spila tuttugu leiki. Næstsíðasta umferðin fer fram á mánudaginn, öðrum í Hvítasunnu, og lokaumferðin á fimmtudaginn eftir viku. KA sækir Val heim í næstsíðustu umferðinni og mætir svo Þór í Akureyrarslag í KA-heimilinu í lokaumferðinni. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla KA Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Sjá meira
KA fær FH í heimsókn í eina leik dagsins í Olís-deild karla en hann hefst klukkan 18:00. Ef KA-menn fá stig í leiknum eru þeir öruggir með sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn eftir að þeir komust aftur upp í efstu deild 2018 og í fyrsta sinn undir merkjum KA síðan 2005. KA-menn komust þá í átta liða úrslit en féllu úr leik fyrir ÍR-ingum, 2-0. Tveir leikmenn í KA-liðinu í dag léku með því fyrir sextán árum, reynsluboltarnir Andri Snær Stefánsson og Ragnar Snær Njálsson. Þá var þjálfari KA, Jónatan Magnússon, ein af burðarásum KA-liðsins á þeim tíma. Lið KA í síðasta leik þess í úrslitakeppni, gegn ÍR í KA-heimilinu 7. apríl 2005. ÍR-ingar unnu leikinn, 30-35.hsí KA er í 8. sæti Olís-deildarinnar með 22 stig, fjórum stigum á undan Fram sem er í 9. sætinu. Frammarar geta bara náð KA-mönnum að stigum en af það gerist verður Fram alltaf fyrir ofan vegna betri árangurs í innbyrðis viðureignum liðanna. Með sigri í kvöld jafnar KA Selfoss að stigum í 3. sæti deildarinnar. Báðir leikir liðanna enduðu 24-24 og því er eins jafnt á með þeim komið í innbyrðis viðureignum og hægt er. Selfoss er með 22 mörk í plús en KA nítján svo KA-menn þyrftu að vinna fjögurra marka sigur á FH-ingum til að skjótast upp fyrir Selfyssinga. Dramatíkin í aðalhlutverki Ef KA vinnur í kvöld verður liðið aðeins tveimur stigum á eftir FH sem er í 2. sæti og ætti þá betri árangur í innbyrðis viðureignum gegn Fimleikafélaginu. Fyrri leikur FH og KA var dramatískur í meira lagi. Andri Snær Stefánsson skoraði jöfnunarmark KA-manna úr vítakasti eftir að leiktíminn var runninn út, 31-31. Vítið var dæmt á Einar Rafn Eiðsson fyrir að verja skot Daða Jónssonar beint úr aukakasti. Aukakastið var hins vegar ekki tekið á réttum stað og því hefði KA ekki átt að fá vítið. Eftir leikinn í kvöld verða öll lið Olís-deildarinnar búin að spila tuttugu leiki. Næstsíðasta umferðin fer fram á mánudaginn, öðrum í Hvítasunnu, og lokaumferðin á fimmtudaginn eftir viku. KA sækir Val heim í næstsíðustu umferðinni og mætir svo Þór í Akureyrarslag í KA-heimilinu í lokaumferðinni. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla KA Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Sjá meira