
Óðinn í Sviss í þrjú ár
Handknattleiksmaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson mun leika undir stjórn Aðalsteins Eyjólfssonar hjá Kadetten Schaffhausen í Sviss frá og með næstu leiktíð.
Handknattleiksmaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson mun leika undir stjórn Aðalsteins Eyjólfssonar hjá Kadetten Schaffhausen í Sviss frá og með næstu leiktíð.
Valsmenn hafa komið sér í gegnum meiðsli lykilmanna sinna með því að treysta á framlag frá ungum og stórefnilegum leikmönnum sínum. Í jólaþætti Seinni bylgjunnar ræddu sérfræðingarnir framhaldið og hvort að stórstjörnurnar kæmust bara aftur í liðið hjá Snorra Stein Guðjónssyni þjálfara.
Í jólaþætti Seinni bylgjunnar var meðal annars farið yfir fyndustu atvik tímabilsins til þessa í Olís-deild karla.
Í jólaþætti Seinni bylgjunnar var rætt um það að óvenju margir ungir leikmenn hefðu sett sterkan svip á Olís-deildina það sem af er leiktíð.
Seinni bylgjan valdi Stjörnumanninn Hafþór Már Vignisson besta leikmann fyrri hluta Olís deildar karla í handbolta og hann mætti í viðtal í jólaþættinum.
Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals var feginn með sigur liðs síns á HK í kvöld. Leiknum lauk með tveggja marka sigri Íslands- og bikarmeistarar Vals, 29-31, í hörkuleik í Kórnum.
Í kvöld fékk HK Val í heimsókn í Kórinn í þrettándu umferð Olís-deildar karla í handbolta, sem er jafnframt síðasta umferðin sem verður leikin á árinu 2021. Lauk leiknum með tveggja marka sigri Íslands- og bikarmeistarar Vals, 29-31, í hörku leik.
FH vann síðasta handboltaleik ársins og verður á toppnum næstu átta vikurnar hið minnsta. FH gerði fimm mörk gegn einu á lokakaflanum og vann leikinn með fjórum mörkum 21-25.
Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, er orðinn vanur að mæta í viðtöl eftir jafna leiki sem hans menn fá lítið sem ekkert út úr. Í kvöld töpuðu Mosfellingar fyrir Haukum, 30-29, í hörkuleik.
FH vann Gróttu í spennuleik. Gestirnir frá Hafnarfirði voru sterkari á endasprettinum þar sem þeir gerðu fimm mörk gegn einu. Sigursteinn Arndal var ánægður með sigur kvöldsins.
Haukar unnu Aftureldingu með minnsta mun, 30-29, í síðustu umferð Olís-deildar karla fyrir jólafrí.
KA-menn unnu öruggan níu marka sigur er liðið heimsótti Víkinga í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Lokatölur urðu 22-31, en þetta var þriðji sigur KA-manna í röð.
Jón Gunnlaugur Viggósson þjálfari Víkings í handbolta, var ósáttur með fyrri hálfleikinn en töluvert sáttari með þann seinni þegar að liðið tapaði á móti KA í 13. umferð Olís-deildar karla í kvöld.
Stjarnan lyfti sér upp að hlið toppliðanna í Olís-deild karla með öruggum ellefu marka sigri gegn ÍBV, 20-31.
Selfyssingar unnu nauman eins marks sigur er liðið tók á móti Fram í Olís-deild karla í kvöld. Lokatölur urðu 28-27. Selfyssingar hafa aðeins tapað einum af síðustu átta leikjum.
Selfoss vann eins marks sigur á Fram 28-27. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi en Selfoss hafði betur að lokum. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga, var ánægður með sigur kvöldsins.
Stefán Árni Pálsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson hituðu upp fyrir síðustu umferðina í Olís deildinni á árinu en þetta verða síðustu leikirnir í deildinni áður tekur við 44 daga hlé vegna jóla, áramóta og Evrópumótsins í janúar.
FH-ingurinn Ágúst Birgisson var rekinn snemma í sturtu í leik FH og Selfoss í Olís deild karla á dögunum en nú er fullsannað að það var rangur dómur.
Afturelding henti frá sér því sem virtist unninn leikur er liðið mætti Stjörnunni í Garðabæ í Olís-deild karla í handbolta um helgina. Eftir að hafa verið tíu mörkum yfir fór það svo að leiknum lauk með jafntefli, lokatölur 26-26.
Einar Þorvarðarson var ekki bara lykilleikmaður íslenska handboltalandsliðsins í langan tíma og framkvæmdastjóri HSÍ í enn lengri tíma. Hann á mikinn þátt í stofnun eins af félögunum sem nú skipa Olís deild karla í handbolta.
Handknattleiksdeild KA hefur samið við þýska B-deildarfélagið VfL Gummersbach um að lána þeim hornamanninn Óðinn Þór Ríkharðsson út desembermánuð. Þetta kemur fram í tilkynningu sem KA sendi frá sér í dag.
Stjarnan tók á móti Aftureldingu í Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Afturelding með gott forskot nánast allan leikinn en lélegur lokakafli varð þeim að falli. Jafntefli niðurstaðan 26-26.
„Ég held bara áfram að vera heiðarlegur og segi að ég er brjálæðislega stoltur af mínu liði. Ég fullyrði það bara, ég veit að öllum þjálfurum þykir sitt lið best þá er ég bara þannig líka og finnst liðið mitt best,“ sagði Sebastian Alexanderson þjálfari HK eftir tap á móti KA í KA heimilinu í kvöld, 33-30.
Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar í handbolta var sáttur með að ná stigi þegar liðið gerði jafntefli á móti Aftureldingu 26-26. Stjarnan var undir bróðurpart leiksins og þurftu þeir að vinna upp tíu marka forskot, sem að lokum gekk.
Valsmenn unnu í kvöld nauman sigur gegn Gróttu í Olís-deild karla í handbolta, 25-24. Gestirnir frá Seltjarnarnesi fengu tækifæri til að jafna leikinn í lokasókninni, en allt kom fyrir ekki og stigin tvö fara því til Valsmanna.
FH og Selfoss skildu jöfn 28-28 þegar liðin mættust í Kaplakrika í Olísdeild karla í handbolta . FH jafnaði metin á lokasekúndunni og allt gjörsamlega á suðupunkti í Krikanum. Ragnar Jóhannsson skoraði 8 mörk fyrir Selfoss en besti maður FH var Einar Örn Sindrason, einnig með 8 mörk.
Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga, hafði ýmislegt að segja um seinustu andartök leiksins í viðureign FH og Selfoss í Olís-deild karla í kvöld. Honum þótti dómarar leiksins ræna sína menn tækifærinu á að vinna leikinn.
Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, var eðlilega ánægður með sigur sinna manna í Olís-deild karla í handbolta gegn Víkingum í kvöld. Lokatölur urðu 27-23, en Eyjamenn voru án sigurs í seinustu tveimur leikjum.
Eftir stórt tap gegn Gróttu og jafntefli við HK kom ÍBV sér aftur á sigurbraut með fjögurra marka sigri gegn nýliðum Víkings, 27-23.
KA vann mikilvægan sigur á HK í Olís deild karla í kvöld, lokatölur 33-30 eftir spennuleik þar sem bæði lið áttu sína kafla. KA er því komið með tvo sigra úr síðustu tveimur leikjum og fara upp í 8 stig í deildinni.