Olís-deild karla

Olís-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Verður 2010 ár Framara í handboltanum?

    „Við erum með gott hlutfall eftir áramót. Ég held að 2009 hafi verið slakasta ár hjá Fram frá upphafi. Við vorum á toppnum fyrir jól 2008 og vorum svo skelfilegir allt árið. Eigum við ekki að segja að 2010 verði árið okkar,“ sagði Magnús Gunnar Erlendsson markmaður Fram í gær.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Oddur: Leikgleðina skorti hjá okkur

    Oddur Gretarsson var markahæstur Akureyringa í kvöld í tapleiknum gegn Fram. Hann viðurkennir að liðið hafi verið alveg jafn lélegt og gegn Gróttu um síðustu helgi í leik sem liðið tapaði einnig.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Valsmenn unnu meistarana á Ásvöllum

    Valsmenn hristu af sér slyðruorðið með fjögurra marka sigri á Íslands- og bikarmeisturum Hauka, 24-20 á Ásvöllum í kvöld. Valsmenn voru aðeins búnir að vinna einn af síðustu sex leikjum sínum í deildinni fyrir leikinn.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Stríðsdans Framara fyrir norðan

    Fram vann frábæran fimm marka sigur á Akureyri fyrir norðan í kvöld. Lokatölur 26-31 fyrir Framara sem hafa nú unnið fjóra af síðustu fimm leikjum. Akureyri hefur tapað tveimur leikjum í röð fyrir liðunum í botnbaráttunni.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Ingvar Árnason: Við áttum bara að klára þennan leik

    Ingvar Árnason, fyrirliði Vals, var ekki mjög sáttur með að hafa fengið bara eitt stig út úr leik Vals við HK í N1 deild karla í Vodafone-höllinni í gærkvöldi. Valur var með tveggja marka forskot og tveimur mönnum fleiri þegar fimm mínútur voru eftir en missti leikinn niður í 25-25 jafntefli.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Stjörnumenn unnu FH í Kaplakrika og Fram fór aftur á botninn

    Það voru sviftingar í botnbaráttu N1 deildar karla í handbolta í kvöld þar sem Fram og Stjarnan skiptu um sæti eftir jafna og spennandi leiki hjá báðum liðum. Stjarnan komst úr botnsætinu með 28-27 sigri á FH á útivelli en Framarar töpuðu naumlega 32-33 á heimavelli fyrir toppliði Hauka.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Hjalti Þór: Tilefni til þess að brosa

    „Langþráður sigur og tilefni til þess að brosa núna. Það er búið að vera stígandi í liðinu og ég er búinn að bíða eftir sigri í deildinni síðan í desember," sagði Hjalti Þór Pálmason, leikmaður Gróttu, eftir 29-26 sigur á Akureyri í dag.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Guðlaugur: Þeir mættu tilbúnari en við

    „Já eigum við ekki að segja það að ferðalagið hafi setið í leikmönnum", sagði Guðlaugur Arnarsson, leikmaður Akureyris, eftir tap gegn Gróttu í dag. En þeir félagar þurftu að keyra suður eftir því allt flug liggur niðri um þessar mundir.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Akureyringar keyrðu suður út af eldgosinu

    Eldgosið á Fimmvörðuhálsi hefur einnig áhrif á íþróttalífið hér heima. Allt innanlandsflug var fellt niður og því gat handboltalið Akureyrar ekki flogið suður en liðið á mæta Gróttu klukkan 16 í dag.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Einar Andri: Akureyringar voru beittari

    Einar Andri Einarsson kennir slakri vörn um lélegan leik FH í fyrri hálfleik gegn Akureyri í kvöld. Markmenn liðanna vörðu aðeins tvö skot í fyrri hálfleik en Akureyri vann leikinn 33-30.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Rúnar: Liðið er að þróast mikið

    Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar, var brosmildur eftir góðan sigur á FH í kvöld. Lokatölur 33-30 fyrir liðinu hans, sem hefur farið vaxandi og sýnt miklu betri leik en til að mynda fyrir áramót.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Akureyri drap FH-grýluna

    Akureyri vann góðan 33-30 sigur á FH í N-1 deild karla í handbolta í kvöld. Akureyri var miklu betra í fyrri hálfleik og leiddi 18-12 eftir hann en seinni hálfleikur var spennandi. Akureyri hélt haus á lokakaflanum og landaði sigrinum.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Oddur: Eins og létt æfing

    Oddur Gretarsson átti enn einn stórleikinn fyrir Akureyri í kvöld. Hann skoraði tólf af 36 mörkum liðsins sem fékk aðeins á sig 21 mark gegn Stjörnunni. Liðið er þar með aftur komið í annað sæti N-1 deildarinnar.

    Handbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Akureyri valtaði yfir Stjörnuna

    Leikur Akureyrar á Stjörnunni í N-1 deild karla í handbolta í kvöld var aldrei spennandi. Akureyri vann með fimmtán marka mun og gerði hreinlega lítið úr arfaslökum Garðbæingum. Lokatölur 36-21 sem segir margt um leikinn.

    Handbolti