Frábært ef liðin myndu halda áfram að vanmeta okkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2010 08:00 Bjarni Fritzson hefur fundið sig vel í Akureyrarliðinu og er með markahæstu mönnum í N1-deild karla. Fréttablaðið/Stefán Það verður stórleikur í Kaplakrikanum í dag þegar topplið N1-deildar karla, Akureyri, heimsækir FH-inga sem fyrir mótið var spáð Íslandsmeistaratitlinum. Akureyri hefur unnið alla átta leiki sína í deild og bikar á tímabilinu og hefur fjögurra stiga forskot á FH-liðið sem er í 4. sætinu. Bjarni Fritzson kom til Akureyrar fyrir tímabilið og hefur því ekki enn tapað alvöruleik með liðinu. „Við erum með rosalega efnilega stráka í liðinu sem menn eru aðeins að líta framhjá á meðan þeir upphefja aðra unga leikmenn. Þessir strákar hafa staðið sig virkilega vel og það eru líka fleiri á bekknum þannig að maður finnur alltaf vel fyrir því á æfingum. Það eru allir voðalega graðir og tilbúnir að sanna sig, sem er ótrúlega gott fyrir okkur,” segir Bjarni. „Við spilum frábæra vörn á köflum með mjög sterkan markmann sem er lykillinn að góðum árangri. Við erum samt ekkert nálægt því að vera búnir að toppa því við erum oft búnir að vera lélegir inni á milli en höfum náð að klára leikina og það er það sem skiptir öllu máli,“ segir Bjarni. Bjarni lék með FH í fyrravetur og var þá markakóngur deildarinnar. Hann skipti í Akureyri fyrir tímabilið og hefur skorað 8,5 mörk að meðaltali í sex sigurleikjum liðsins í N1-deildinni. Bjarni mætir í dag gömlu félögunum sínum úr FH. „Það er mjög skemmtilegt að spila í Krikanum með húsið troðfullt þó að það sé örugglega betra þegar maður var með þá með sér. Við verðum að sjá til hvernig það er að hafa þá á móti sér. Það á eftir að koma í ljós hvort þeir láti mann heyra það,“ segir Bjarni en hann á góðar minningar úr FH. „Mér leið mjög vel í FH og það kom alveg til greina hjá mér að vera þar áfram. Það er ekkert kalt þarna á milli því ég hafði afskaplega gaman af því að spila með þeim. Það verður gaman að koma aftur þó að það sé bara í heimsókn. Þeir eru með frábært lið og ég sé bara fram á ótrúlega flottan leik sem verður spennandi og skemmtilegur,” segir Bjarni. En styttist ekki alltaf í fyrsta tapleikinn? „Það er ekkert endilega markmið hjá okkur að fara í gegnum þetta mót taplausir. Það er engin pressa á okkur þótt við séum ekki búnir að tapa. Það sýnir bara að við erum stöðugir og flottir. Liðin mega alveg vanmeta okkur áfram því það er bara frábært,“ segir Bjarni að lokum en leikur FH og Akureyrar hefst klukkan 15.45 í dag. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti „Auðvitað er ég svekktur“ Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Sjá meira
Það verður stórleikur í Kaplakrikanum í dag þegar topplið N1-deildar karla, Akureyri, heimsækir FH-inga sem fyrir mótið var spáð Íslandsmeistaratitlinum. Akureyri hefur unnið alla átta leiki sína í deild og bikar á tímabilinu og hefur fjögurra stiga forskot á FH-liðið sem er í 4. sætinu. Bjarni Fritzson kom til Akureyrar fyrir tímabilið og hefur því ekki enn tapað alvöruleik með liðinu. „Við erum með rosalega efnilega stráka í liðinu sem menn eru aðeins að líta framhjá á meðan þeir upphefja aðra unga leikmenn. Þessir strákar hafa staðið sig virkilega vel og það eru líka fleiri á bekknum þannig að maður finnur alltaf vel fyrir því á æfingum. Það eru allir voðalega graðir og tilbúnir að sanna sig, sem er ótrúlega gott fyrir okkur,” segir Bjarni. „Við spilum frábæra vörn á köflum með mjög sterkan markmann sem er lykillinn að góðum árangri. Við erum samt ekkert nálægt því að vera búnir að toppa því við erum oft búnir að vera lélegir inni á milli en höfum náð að klára leikina og það er það sem skiptir öllu máli,“ segir Bjarni. Bjarni lék með FH í fyrravetur og var þá markakóngur deildarinnar. Hann skipti í Akureyri fyrir tímabilið og hefur skorað 8,5 mörk að meðaltali í sex sigurleikjum liðsins í N1-deildinni. Bjarni mætir í dag gömlu félögunum sínum úr FH. „Það er mjög skemmtilegt að spila í Krikanum með húsið troðfullt þó að það sé örugglega betra þegar maður var með þá með sér. Við verðum að sjá til hvernig það er að hafa þá á móti sér. Það á eftir að koma í ljós hvort þeir láti mann heyra það,“ segir Bjarni en hann á góðar minningar úr FH. „Mér leið mjög vel í FH og það kom alveg til greina hjá mér að vera þar áfram. Það er ekkert kalt þarna á milli því ég hafði afskaplega gaman af því að spila með þeim. Það verður gaman að koma aftur þó að það sé bara í heimsókn. Þeir eru með frábært lið og ég sé bara fram á ótrúlega flottan leik sem verður spennandi og skemmtilegur,” segir Bjarni. En styttist ekki alltaf í fyrsta tapleikinn? „Það er ekkert endilega markmið hjá okkur að fara í gegnum þetta mót taplausir. Það er engin pressa á okkur þótt við séum ekki búnir að tapa. Það sýnir bara að við erum stöðugir og flottir. Liðin mega alveg vanmeta okkur áfram því það er bara frábært,“ segir Bjarni að lokum en leikur FH og Akureyrar hefst klukkan 15.45 í dag.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti „Auðvitað er ég svekktur“ Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Sjá meira