Umfjöllun: Sveinbjörn átti stórleik í Kaplakrika Kristinn Páll Teitsson skrifar 20. nóvember 2010 18:41 Oddur Grétarsson. Mynd/Stefán Leik FH og Akureyri lauk með 33-25 sigri gestanna í Kaplakrika í dag. Með þessu halda Akureyringar sér á toppnum og en þeir eru búnir að vinna alla sína leiki á meðan FH-ingar eru áfram í 4. sæti. FH þurftu nauðsynlega á sigri að halda ef þeir ætluðu sér ekki að missa Akureyringa of langt fram úr sér á toppnum. FH var spáð fyrsta sætinu í deildinni fyrir tímabilið og það munaði 4 stigum á liðunum fyrir þennan leik. Þessi leikur var einnig sérstakur fyrir Bjarna Fritzson leikmann Akureyri sem spilaði með FH á síðasta tímabili. Leikurinn var í járnum allan fyrri hálfleikinn en Akureyringar náðu að taka 2 marka forskot rétt fyrir hálfleik og héldu því inn í hálfleikinn en staðan var 15-13 fyrir gestina. Forskot Akureyringa byggðist helst á því að í fyrri hálfleik varði Sveinbjörn Pétursson í marki Akureyri 12 skot á meðan markmenn FH vörðu aðeins 3. Það var þó ljóst að Akureyringar ætluðu ekki að láta FH stöðva sigurgöngu sína og komu þeir mjög grimmir inn í seinni hálfleik. Markvarslan hélt áfram að vera frábær og þeir náðu að stinga FH af um miðjan seinni hálfleik. Leiknum lauk síðan með öruggum 8 marka sigri þeirra. Markvarsla Sveinbjörns Péturssonar skóp þennan sigur og fær vörn Akureyringa einnig gott hrós en FH virtust fáar lausnir hafa við varnarleik þeirra og tóku oft erfið skot sem Sveinbjörn varði af öryggi.FH - Akureyri 25-33 (13-15)Mörk FH (skot): Ólafur Gústafsson 7(15), Ólafur A. Guðmundsson 6(17), Ásbjörn Friðriksson 4/2(7/2), Atli R. Steinþórsson 3(3), Logi Geirsson 2(8), Benedikt R. Kristinsson 1(2), Hermann R. Björnsson 1(2), Halldór Guðjónsson 1(1)Varin skot: Pálmar Pétursson 6 (25/3, 24%), Daníel Freyr Andrésson 5 (18/1, 28%). Hraðaupphlaup: 1 (Ólafur Guðmundsson). Fiskuð víti: 2 (Atli R. Steinþórsson). Utan vallar: 8 mínútur.Mörk Akureyri (skot): Bjarni Fritzson 9/4 (12/4), Oddur Grétarsson 6 (10), Guðmundur H. Helgason 6 (10), Geir Guðmundsson 5 (12), Heimir Ö. Árnason 5 (6), Guðlaugur Arnarson 1 (1)Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 27 (52/2, 52%) Hraðaupphlaupsmörk: 4 ( Bjarni Fritzson 3, Guðlaugur Arnarson). Fiskuð víti: 5 (Guðlaugur Arnarsson, Oddur Grétarsson, Guðmundur H. Helgason, Hörður F. Sigþórsson). Utan vallar: 12 mínútur Olís-deild karla Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira
Leik FH og Akureyri lauk með 33-25 sigri gestanna í Kaplakrika í dag. Með þessu halda Akureyringar sér á toppnum og en þeir eru búnir að vinna alla sína leiki á meðan FH-ingar eru áfram í 4. sæti. FH þurftu nauðsynlega á sigri að halda ef þeir ætluðu sér ekki að missa Akureyringa of langt fram úr sér á toppnum. FH var spáð fyrsta sætinu í deildinni fyrir tímabilið og það munaði 4 stigum á liðunum fyrir þennan leik. Þessi leikur var einnig sérstakur fyrir Bjarna Fritzson leikmann Akureyri sem spilaði með FH á síðasta tímabili. Leikurinn var í járnum allan fyrri hálfleikinn en Akureyringar náðu að taka 2 marka forskot rétt fyrir hálfleik og héldu því inn í hálfleikinn en staðan var 15-13 fyrir gestina. Forskot Akureyringa byggðist helst á því að í fyrri hálfleik varði Sveinbjörn Pétursson í marki Akureyri 12 skot á meðan markmenn FH vörðu aðeins 3. Það var þó ljóst að Akureyringar ætluðu ekki að láta FH stöðva sigurgöngu sína og komu þeir mjög grimmir inn í seinni hálfleik. Markvarslan hélt áfram að vera frábær og þeir náðu að stinga FH af um miðjan seinni hálfleik. Leiknum lauk síðan með öruggum 8 marka sigri þeirra. Markvarsla Sveinbjörns Péturssonar skóp þennan sigur og fær vörn Akureyringa einnig gott hrós en FH virtust fáar lausnir hafa við varnarleik þeirra og tóku oft erfið skot sem Sveinbjörn varði af öryggi.FH - Akureyri 25-33 (13-15)Mörk FH (skot): Ólafur Gústafsson 7(15), Ólafur A. Guðmundsson 6(17), Ásbjörn Friðriksson 4/2(7/2), Atli R. Steinþórsson 3(3), Logi Geirsson 2(8), Benedikt R. Kristinsson 1(2), Hermann R. Björnsson 1(2), Halldór Guðjónsson 1(1)Varin skot: Pálmar Pétursson 6 (25/3, 24%), Daníel Freyr Andrésson 5 (18/1, 28%). Hraðaupphlaup: 1 (Ólafur Guðmundsson). Fiskuð víti: 2 (Atli R. Steinþórsson). Utan vallar: 8 mínútur.Mörk Akureyri (skot): Bjarni Fritzson 9/4 (12/4), Oddur Grétarsson 6 (10), Guðmundur H. Helgason 6 (10), Geir Guðmundsson 5 (12), Heimir Ö. Árnason 5 (6), Guðlaugur Arnarson 1 (1)Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 27 (52/2, 52%) Hraðaupphlaupsmörk: 4 ( Bjarni Fritzson 3, Guðlaugur Arnarson). Fiskuð víti: 5 (Guðlaugur Arnarsson, Oddur Grétarsson, Guðmundur H. Helgason, Hörður F. Sigþórsson). Utan vallar: 12 mínútur
Olís-deild karla Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira