
Fjandsamlegar tollareglur
Fréttablaðið hefur að undanförnu haldið áfram umfjöllun um reglur sem gilda um innflutning ferðamanna á tollfrjálsum varningi. Óhætt er að segja að það komi betur og betur í ljós hversu neytenda- og raunar mannfjandsamlegar þessar reglur eru.