Villandi framsetning Sparibíls að tala um „sömu bíla, bara miklu ódýrari“ Rangar fullyrðingar koma fram í auglýsingum Bonum, sem rekur Sparibíl í Hátúni í Reykjavík, um þá bíla sem félagið selji og eru þær taldar villandi. Neytendur 26. október 2021 07:01
Audi bannaði Heklu að nota hugtökin „afsláttur“ eða „tilboð“ Hekla braut gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu þegar bílaumboðið veitti villandi upplýsingar um verð á heimasíðu félagsins. Þetta er niðurstaða Neytendastofu en málið varðar notkun á hugtakinu „innifalin ávinningur“ við kynningu á Audi e-tron 50 og 55 bifreiðum. Viðskipti innlent 25. október 2021 23:24
Iðnaðarmenn vilja festa Allir vinna í sessi Samiðn, samband iðnfélaga, hefur hvatt stjórnvöld til að tryggja að átakið Allir vinna verði fest varanlega í sessi. Stjórnvöld útvíkkuðu átakið í kórónuveirufaraldrinum og felst það í endurgreiðslu á virðisaukaskatti vinnuliðs þegar kemur að ýmsum framkvæmdum. Átakið mun að óbreyttu renna sitt skeið um áramót. Viðskipti innlent 25. október 2021 14:15
Breytingar í samræmi við lög og breytt samfélag Íslandspóstur hefur náð góðum árangri í rekstri fyrirtækisins þrátt fyrir fjölbreyttar áskoranir undanfarin ár. Pósturinn hefur meðal annars þurft að takasta á við samfélagslegar breytingar á borð við samdrátt bréfasendinga og öra fjölgun pakkasendinga. Skoðun 23. október 2021 08:00
„Ég er ekki að selja Bitcoinin mín og mun ekki gera það“ Virði rafmyntarinnar Bitcoin náði sögulegu hámarki í vikunni. Fyrrverandi framkvæmdastjóri Rafmyntaráðs telur öruggt að virðið haldi áfram að hækka á næstu árum en fólk verði að fara varlega, ætli það sér að fjárfesta. Viðskipti innlent 22. október 2021 20:00
Ekki tilefni til aðgerða vegna deilu um auðkennið Norðurhús Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu í deilu tveggja félaga um notkun á auðkenninu Norðurhús á vefsíðunni nordurhus.is og á Facebook-síðunni facebook.com/nordurhus. Neytendur 22. október 2021 08:46
Harka færist í baráttuna um framtíð Cocoa Puffs á Íslandi Aðdáendur Cocoa Puffs vöknuðu upp við vondan draum í lok mars þegar umboðsaðili morgunkornsins tilkynnti að það yrði brátt ófáanlegt á Íslandi. Meira en hálfu ári síðar er enn hægt að fá súkkulaðikúlurnar í völdum verslunum en óvissa ríkir um framtíðina. Heilbrigðiseftirlitið hefur krafist þess að varan verði endanlega tekin úr sölu. Viðskipti innlent 21. október 2021 08:00
Segir verðhækkanir Póstsins á höfuðborgarsvæðinu koma á óvart Hrólfur Andri Tómasson, framkvæmdastjóri Dropp ehf., segir það koma á óvart að Pósturinn hafi hækkað verð á á höfuðborgarsvæðinu. Hækkunin komi þó fyrirtækjum í samkeppni við Póstinn vel. Viðskipti innlent 20. október 2021 21:46
Verðið hjá Póstinum hækkar á landsbyggðinni Verð á sendingum Íslandspósts á fjölpósti og sendingum á pökkum 0-10 kg að þyngd tekur breytingum um mánaðamótin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Póstinum. Neytendur 20. október 2021 16:22
Stóru viðskiptabankarnir allir búnir að kynna vaxtahækkanir Íslandsbanki hækkar breytilega vexti óverðtryggðra húsnæðislána um 0,15 prósentustig í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans. Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána haldast óbreyttir. Viðskipti innlent 20. október 2021 16:01
Arion banki hækkar vextina Inn- og útlánsvextir hjá Arion banka munu hækka frá og með morgundeginum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum og vísað til nýlegrar stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands. Landsbankinn hefur þegar hækkað vexti. Viðskipti innlent 20. október 2021 10:11
Er pósturinn frá Póstinum? Ég sá malt og appelsín dós í sjálfsala í gær. Fyrr en varði var ég farinn að velta fyrir mér ásættanlegum tíma til að kveikja jólaljósin og fara að huga að jólagjöfunum. Ef til vill hefðu þessar hugleiðingar mínar mátt bíða í tvær, þrjár vikur en hvernig svo sem við lítum á það styttist í jólin með hverjum deginum sem líður og jólunum fylgja að sjálfsögðu jólagjafir. Skoðun 20. október 2021 08:01
Þurfa að sanna raunverulegar útsölur sem mega ekki vara lengur en sex vikur Reglur um útsölur eru á þann veg að sýna þarf fram á að um raunverulegan afslátt sé að ræða. Þá má útsala ekki vara lengur en í sex vikur. Þetta sagði Þórunn Árnadóttir, forstjóri Neytendastofu, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Innlent 19. október 2021 21:13
Innkalla núðlur vegna glerbrota Matvælastofnun hefur varað við einni framleiðslulotu af núðlunum Mama tom yum pork sem fyrirtækið Lagsmaður flytur inn vegna glerbrots. Neytendur 19. október 2021 13:49
Eru Íslendingar lélegir neytendur? Verðlagseftirlit ASÍ og Neytendasamtökin standa fyrir morgunverðarfundi um samkeppnis- og neytendamál í dag klukkan 8:30 til 10 á Grand Hótel. Neytendur 19. október 2021 07:45
Búin að vera að hamstra vörur síðan í sumar Kaupmaður í miðbænum segir vöruskort síðustu mánaða hafa verið gríðarlega áskorun. Hún hafi byrjað að hamstra vörur fyrr á árinu til að mæta eftirspurn í jólavertíðinni - og ráðleggur fólki að bíða ekki of lengi með jólainnkaupin. Viðskipti innlent 18. október 2021 20:31
Alan Talib er í áfalli: Þriggja milljóna króna sekt fyrir ólögmæta teppaauglýsingu Neytendastofa hefur gert Cromwell Rugs ehf. að greiða þriggja milljóna króna stjórnavaldssekt vegna auglýsingar félagsins um „krísu-útrýmingarsölu“ og fullyrðingar tengdar henni. Alan Talib, eigandi félagsins segist hafa verið í áfalli síðan ákvörðunin var birt í dag. Viðskipti innlent 18. október 2021 19:50
Landsbankinn hækkar óverðtryggða vexti Landsbankinn hefur tilkynnt að breytilegir og fastir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum muni hækka frá og með morgundeginum. Vextir á verðtryggðum íbúðalánum verða óbreyttir. Neytendur 18. október 2021 18:30
Verðhækkanir gætu „því miður“ orðið þrálátari en vonast var til Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir að fáir hafi búist við því að vöruskortur og tilheyrandi verðhækkanir vegna kórónuveirufaraldursins yrðu jafnþrálatar og langvarandi og raun ber vitni. Tekið gæti ár að vinda ofan af vandanum. Viðskipti innlent 18. október 2021 11:50
Vara neytendur „sterklega“ við því að neyta kræklings úr Hvalfirði Matvælastofnun varar við tínslu á kræklingi í Hvalfirði þar sem DSP þörungaeitur hefur greinst yfir viðmiðunarmörkum. Frá þessu er greint á heimasíðu MAST. Innlent 18. október 2021 07:32
Felldi TM í Landsrétti vegna vinnuslyss eftir tap í héraði Landsréttur viðurkenndi í dag bótaskyldu TM vegna slyss sem karlmaður varð fyrir er hann var að færa tvö hundruð lítra olíutunnu. TM hélt því fram fyrir dómi að ekki hefði verið um slys í skilningi bótaréttar að ræða. Innlent 15. október 2021 18:09
Ákvörðun verðlagsnefndar búvara skilað sér í hærra verði til neytenda Vörukarfa ASÍ hefur hækkað í sex verslunum af átta síðasta hálfa árið. Mest hækkaði vörukarfan í Heimkaup eða 3,4% en minnst í Krambúðinni og Kjörbúðinni, 0,5% í hvorri verslun fyrir sig. Neytendur 15. október 2021 12:10
Óttast skort á vetrardekkjum á landinu Sumir á landinu gætu lent í að fá ekki vetrardekk í ár vegna skorts á sendingum frá Asíu, að sögn Jóhanns Jónssonar, markaðs- og birgðastjóra Dekkjahallarinnar. Flestir dekkjasalar landsins hafa lent í einhverjum vandræðum með pantanir sínar í ár og fá hluta þeirra annaðhvort seint eða ekki. Neytendur 15. október 2021 08:00
Eldsneytisverð ekki verið hærra á Íslandi frá árinu 2014 Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur hækkað skarpt seinustu mánuði og hefur sú þróun skilað sér greinilega til íslenskra neytenda. Neytendur 13. október 2021 07:02
Svona er að fá heita máltíð senda heim með dróna Flutningafyrirtækið Aha.is hlaut á dögunum verðlaun fyrir framtak ársins á sviði umhverfismála. Flotinn rafvæddur og ýmislegt göfugt í þeim dúr, en það sem er meira um vert: Þeir senda heim mat með dróna. Neytendur 11. október 2021 22:40
Fær ekki vaskinn endurgreiddan vegna vinnu við upphækkun jeppa Yfirskattanefnd hefur hafnað kröfu manns um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna vinnu við upphækkun jeppa og koma honum á stærri dekk. Ekki voru taldar forsendur til að skýra endurgreiðsluheimild virðisaukaskattslaga svo rúmt, að hún tæki til slíkra breytinga. Neytendur 11. október 2021 16:13
Skortur á blómkáli og brokkolí rakinn til tollalaga Blómkál er nánast ófáanlegt og lítið er til af spergilkáli í matvöruverslunum á Íslandi um þessar mundir að sögn Félags atvinnurekenda (FA). Viðskipti innlent 9. október 2021 17:30
Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellusmit Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af kjúklingi frá Matfugli en umbúðirnar kunna að vera merktar Ali, Bónus eða FK. Ástæðan er grunur um salmonellusmit. Matfugl hefur innkallað vöruna. Neytendur 6. október 2021 08:26
Neytendastofa innkallar andlitsgrímur frá Xiaomi Neytendastofa hefur innkallað andlitsgrímu af gerðinni Smartmi frá framleiðandanum Xiaomi, sem seld var í verslun Tunglskins ehf. Þá hefur sala og afhending grímunnar jafnframt verið bönnuð. Neytendur 4. október 2021 20:31
Smálánafyrirtæki hafði betur í máli gegn Neytendasamtökunum Breka Karlssyni, formanni Neytendasamtakanna, var óheimilt að fullyrða að lán smálánafyrirtækisins eCommerce 2020 hafi verið úrskurðuð ólögleg. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi ummæli sem hann lét falla í garð fyrirtækisins dauð og ómerk. Viðskipti innlent 4. október 2021 13:17