
Lakers lagði San Antonio
Los Angeles Lakers vann í nótt óvæntan útisigur á San Antonio Spurs á útivelli 100-92. Meistararnir komust aldrei í gang í leiknum og virkuðu þreyttir eftir mikið leikjaálag síðustu daga og skoraði Tim Duncan t.a.m. aðeins 12 stig í leiknum. Kobe Bryant skoraði 29 stig fyrir Lakers.