Pierce klár í slaginn með Boston Framherjinn Paul Pierce hjá Boston verður klár í slaginn annað kvöld þegar Boston sækir Atlanta heim í þriðja leik liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NBA. Körfubolti 25. apríl 2008 18:27
Houston, Orlando og Washington tóku við sér Þrír leikir voru í úrslitakeppni NBA í nótt. Í öllum þeim leikjum tókst liðinu sem var undir 2-0 í rimmunum að vinna og minnka því muninn í 2-1. Körfubolti 25. apríl 2008 09:18
Kobe Bryant fór á kostum í sigri Lakers Kobe Bryant átti sannkallaðan stjörnuleik fyrir Los Angeles Lakers sem vann Denver 122-107 í úrslitakeppni NBA í nótt. Hann skoraði 49 stig og átti 10 stoðsendingar. Körfubolti 24. apríl 2008 10:22
Þrjú lið komust í 2-0 í nótt New Orleans, San Antonio og Orlando unnu leiki sína í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt og hafa öll komist í 2-0 í sínum einvígjum. Allir þrír leikirnir í nótt unnustu á heimavöllum. Körfubolti 23. apríl 2008 09:06
Kevin Garnett er varnarmaður ársins í NBA Framherjinn Kevin Garnett hjá Boston Celtics var í dag kjörinn varnarmaður ársins í NBA deildinni. Varnarmaður ársins í fyrra, Marcus Camby hjá Denver, varð annar í kjörfinu og Shane Battier frá Houston þriðji. Körfubolti 22. apríl 2008 19:22
Skiles tekur við Bucks Scott Skiles, fyrrum þjálfari Chicago Bulls, hefur gert fjögurra ára samning við Milwaukee Bucks í NBA deildinni. Mikil uppstokkun hefur verið í herbúðum liðsins undanfarið og nýr framkvæmdastjóri lét það vera sitt fyrsta verk að reka þjálfarann og ráða nýjan í staðinn. Körfubolti 22. apríl 2008 17:38
Utah og Cleveland leiða 2-0 Tveir leikir voru í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt og eftir þá leiki eru það Cleveland Cavaliers og Utah Jazz sem eru komin í 2-0 í sínum einvígjum. Körfubolti 22. apríl 2008 09:00
NBA: Philadelphia skellti Detroit Fjórir leikir fóru fram í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NBA deildinni í nótt. Óvæntustu úrslitin urðu í Detroit þar sem Philadelphia skellti heimamönnum 90-86 í fyrsta leik liðanna. Körfubolti 21. apríl 2008 09:42
NBA í nótt: San Antonio vann Phoenix í tvíframlengdum leik Úrslitakeppnin í NBA-deildinni fór af stað í gær og óhætt að segja að hún hafi byrjað með miklum stæl. Körfubolti 20. apríl 2008 12:29
Isiah Thomas rekinn úr þjálfarastól Knicks Isiah Thomas var í kvöld sagt upp störfum sem þjálfari New York Knicks í NBA deildinni. Loksins segja sumir. Thomas er þó ekki hættur störfum hjá félaginu. Körfubolti 18. apríl 2008 22:49
Sérfræðingar Stöðvar 2 spá í spilin í NBA Úrslitakeppnin í NBA hefst með látum annað kvöld. Vísir fékk sérfræðinga Stöðvar 2 Sport til að rýna í fyrstu umferðina, gefa sitt álit og spá fyrir um úrslit leikja. Körfubolti 18. apríl 2008 20:25
Eigendur samþykkja flutning Sonics Eigendur félaganna 30 í NBA deildinni gáfu í kvöld grænt ljós á að lið Seattle Supersonics yrði flutt til Oklahoma City. 28 af 30 eigendum lögðu blessun sína yfir flutninginn og því hefur þetta rótgróna félag færst ein skrefinu nær óhjákvæmilegum flutningi. Körfubolti 18. apríl 2008 20:10
Úrslitakeppnin hefst á morgun Úrslitakeppni NBA-deildarinnar hefst á morgun þegar fjórar af átta fyrstu rimmunum í fyrstu umferð keppninnar fara af stað. Körfubolti 18. apríl 2008 09:09
Chicago og Milwaukee reka þjálfarana Deildarkeppninni í NBA lauk í gærkvöldi og biðu tvö félaganna sem áttu lélega leiktíð ekki boðanna og ráku þjálfara sína. Körfubolti 17. apríl 2008 19:37
100 þrefaldar tvennur hjá Jason Kidd Jason Kidd náði í nótt sinni 100. þrefaldri tvennu og þeirri fyrstu síðan hann gekk aftur til liðs við Dallas Mavericks í vetur. Körfubolti 17. apríl 2008 10:32
NBA: Mikið í húfi í lokaumferðinni í nótt Í kvöld fara fram 14 leikir í NBA deildinni í körfubolta en hér eru á ferðinni síðustu leikirnir í deildarkeppninni. Mikið á enn eftir að skýrast varðandi uppröðun liða í úrslitakeppnina á lokakvöldinu. Körfubolti 16. apríl 2008 22:05
Meistararnir geta dottið niður í sjötta sætið Lokakeppnisdagur tímabilsins í NBA-deildinni fyrir úrslitakeppnina fer fram í nótt. Enn ríkir gríðarlega mikil spenna í Vesturdeildinni ef frá eru talin tvö efstu sætin sem LA Lakers og New Orleans hafa þegar tryggt sér. Körfubolti 16. apríl 2008 09:52
NBA: Lakers bestir í Vestrinu LA Lakers tryggði sér í nótt efsta sæti Vesturdeildarinnar með sigri í lokaleik sínum fyrir úrslitakeppnina - á Sacramento, 124-101. Körfubolti 16. apríl 2008 09:11
NBA í nótt: Golden State úr leik Golden State tapaði fyrir Phoenix í NBA-deildinni í nótt sem þýðir að Denver er með öruggt sæti í úrslitakeppninni. Körfubolti 15. apríl 2008 09:22
NBA í nótt: Lakers á toppinn í Vestrinu LA Lakers vann sinn þriðja leik í röð í NBA-deildinni í nótt og um leið mikilvægan sigur í toppslag Vesturdeildarinnar er liðið vann San Antonio, 106-85. Körfubolti 14. apríl 2008 09:20
NBA: Mikil barátta um 8. sætið í Vesturdeildinni Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Denver og Golden State há mikla baráttu um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar þar sem þau eru nú hnífjöfn í áttunda og níunda sæti. Körfubolti 13. apríl 2008 12:18
Shaq gerir gæfumuninn hjá Phoenix Tracy McGrady, leikmaður Houston Rockets, segir að lið Phoenix Suns hafi hagnast verulega á því að næla í miðherjann Shaquille O´Neal í vetur og enginn hafi hagnast meira á því en framherjinn Amare Stoudemire. Körfubolti 12. apríl 2008 14:22
Lakers vann Kyrrahafsriðilinn Nokkrir stórleikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. LA Lakers tryggði sér sigur í Kyrrahafsriðlinum með sigri á New Orleans 107-104 og vann riðil sinn í fyrsta skipti í fjögur ár. Liðið tryggði sér þar með heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Körfubolti 12. apríl 2008 13:36
Hvaða lið komast í úrslitakeppni NBA? Denver vann í nótt gríðarlega mikilvægan sigur á Golden State í baráttu liðanna um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina í Vesturdeildinni í NBA. Körfubolti 11. apríl 2008 13:00
Houston - Phoenix í beinni á Stöð 2 Sport í nótt Síðasta beina útsendingin frá deildarkeppninni í NBA verður á Stöð 2 Sport klukkan hálfeitt í nótt þar sem Houston tekur á móti Phoenix. Hér er á ferðinni harður slagur tveggja liða sem eru að berjast um að ná sem bestri stöðu inn í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar. Körfubolti 11. apríl 2008 12:08
Útlitið dökkt hjá Golden State Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Staða Golden State í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni í Vesturdeildinni versnaði til muna þegar liðið tapaði 114-105 fyrir Denver á heimavelli. Körfubolti 11. apríl 2008 09:24
Phoenix vann í San Antonio Níu leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt. Phoenix vann góðan sigur á San Antonio á útivelli 96-79 í baráttunni í Vesturdeildinni. Körfubolti 10. apríl 2008 09:37
Hátíð hjá Pistons - Rodman mætti ekki Sérstök heiðurshátíð var haldin á heimavelli Detroit Pistons fyrir leik liðsins gegn New York Knicks þar sem 30 bestu leikmenn í sögu félagsins voru heiðraðir fyrir framlag sitt. Körfubolti 9. apríl 2008 11:23
Bynum gæti spilað gegn meisturunum Phil Jackson, þjálfari LA Lakers, segir að til greina komi að miðherjinn ungi Andrew Bynum komi við sögu í stórleik liðsins gegn San Antonio á sunnudaginn. Körfubolti 9. apríl 2008 11:04
Utah skellti New Orleans Ellefu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. New Orleans setti vafasamt met í vetur þegar liðið skoraði aðeins 66 stig á heimavelli í 77-66 tapi fyrir Utah í Vesturdeildarslagnum. Körfubolti 9. apríl 2008 09:37