NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Cleveland setti félagsmet

Þrettán leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Cleveland vann áttunda heimaleikinn í röð með sigri á Oklahoma City 117-82 og hefur aldrei byrjað betur í sögu félagsins.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Ginobili sneri aftur með Spurs

Tíu leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Argentínumaðurinn Manu Ginobili sneri aftur úr meiðslum hjá San Antonio og hjálpaði liðinu til sigurs gegn Memphis á útivelli 94-81.

Sport
Fréttamynd

Jordan rekinn frá Washington

Eddie Jordan var í dag rekinn úr starfi sem þjálfari Washington Wizards í NBA deildinni. Hann er annar þjálfarinn á tveimur dögum sem er látinn taka pokann sinn í deildinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Minnesota burstaði Detroit

Fimm leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Minnesota vann fyrsta útisigur sinn á leiktíðinni þegar það vann óvæntan stórsigur á Detroit 106-80.

Körfubolti
Fréttamynd

Fyrsti þjálfarinn látinn fjúka

Í dag var fyrsta þjálfarnum í NBA-deildinni sagt upp störfum á tímabilinu. PJ Carlesimo, þjálfari Oklahoma City Thunder, var látinn taka poka sinn eftir skelfilega byrjun liðsins á tímabilinu.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Sigrar hjá Boston og Lakers

Tveir leikir voru í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Meistararnir í Boston Celtics unnu sannfærandi sigur á Detroit Pistons 98-80 og þá hélt Los Angeles Lakers sigurgöngu sinni áfram með 105-92 útisigri gegn Phoenix Suns.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Denver á sigurbraut

Chauncey Billups er að skila sínu hjá Denver Nuggets. Síðan hann kom til liðsins hefur liðið unnið sjö af átta leikjum sínum, nú síðast gegn San Antonio Spurs í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

Boston vann án Garnett

Kevin Garnett tók út leikbann er Boston vann sigur á New York á útivelli í NBA-deildinni í nótt. Alls fóru tíu leikir fram.

Körfubolti
Fréttamynd

Marbury keyptur út hjá Knicks?

Dagblaðið New York Post greinir frá því í dag að leikstjórnandinn Stephon Marbury hafi átt fund með forseta félagsins þar sem lögð hafi verið drög að því að rifta samningi hans við félagið.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA veisla á Stöð 2 Sport í vetur

Stöð 2 Sport mun gera NBA körfuboltanum betri skil en nokkru sinni áður í vetur. Boðið verður upp á fleiri beinar útsendingar bæði frá deildakeppni og úrslitakeppni og þá verður þátturinn NBA Action tekinn til sýninga á ný.

Körfubolti
Fréttamynd

Hinrich frá í þrjá mánuði

Bakvörðurinn Kirk Hinrich hjá Chicago Bulls mun ekki geta leikið með liði sínu næstu þrjá mánuðina. Hinrich var með rifin liðbönd í þumalfingri og hefur gengist undir uppskurð vegna þessa.

Körfubolti