NBA: Bulls vann LeBron-laust Miami Chicago Bulls vann góðan þriggja stiga sigur á Miami Heat í NBA-deildinni í nótt. Bulls batt þar með endi á sjö leikja sigurhrinu Miami. Körfubolti 16. janúar 2011 11:00
NBA: San Antonio vann stórleikinn San Antonio Spurs vann tólf stiga sigur á nágrönnum sínum í Dallas Mavericks í NBA-deildinni í nótt. Þetta var fimmti sigur Spurs í röð. Körfubolti 15. janúar 2011 12:45
NBA í nótt: Annað tap Miami í röð Miami Heat tapaði sínum öðrum leik í NBA-deildinni í körfubolta í röð en í nótt mátti liðið sætta sig við tap fyrir Denver Nuggets, 130-102. Körfubolti 14. janúar 2011 09:01
Andrei Kirilenko orðinn bandarískur ríkisborgari Andrei Kirilenko, leikmaður Utah Jazz í NBA-deildinni í körfubola, fékk í gær bandarískt ríkisfang ásamt konu sinni Mashu en tveir synir þeirra, Theodore og Stepan, sem fæddust í Bandaríkjunum, eru einnig orðnir bandarískir ríkisborgarar. Körfubolti 13. janúar 2011 16:15
Sigurganga Miami á útivelli á enda LA Clippers vann í nótt góðan sigur á Miami í NBA-deildinni í körfubolta, 111-105. Miami hafði unnið síðustu þrettán leiki sína á útivelli. Körfubolti 13. janúar 2011 09:16
NBA í nótt: Lakers niðurlægði Cleveland LA Lakers vann í nótt stórsigur á Cleveland í NBA-deildinni í körfubolta, 112-57. Var þetta þriðji stærsti sigur liðsins frá upphafi. Körfubolti 12. janúar 2011 09:00
NBA: Boston tapaði gegn Houston Það var róleg nótt í NBA-deildinni enda fóru aðeins þrír leikir fram. Boston mátti þá þola tap á heimavelli gegn Houston en það kom nokkuð á óvart. Körfubolti 11. janúar 2011 09:03
Lakers og Miami á sigurbraut Sjö leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt og var lítið um óvænt úrslit. Lakers, Miami, San Antonio og Phoenix unnu öll sigra í sínum leikjum. Körfubolti 10. janúar 2011 09:01
NBA í nótt: Tólfti útisigur Miami í röð Miami er enn á mikilli sigurbraut í NBA-deildinni í körfubolta og vann í nótt sinn tólfta sigur í röð í deildinni. Körfubolti 8. janúar 2011 11:02
NBA í nótt: Dallas tapaði án Nowitzki Tveir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Oklahoma City vann góðan útisigur á Dallas, 99-95. Körfubolti 7. janúar 2011 09:00
Kobe vinsælastur í vali á Stjörnuliðunum Aðdáendur NBA-deildarinnar kjósa þessa dagana liðin fyrir Stjörnuleikinn. Kobe Bryant er sem fyrr vinsæll og hefur fengið flest atkvæði allra leikmanna í deildinni. Körfubolti 6. janúar 2011 21:45
NBA í nótt: Rondo öflugur í sigri Boston Boston vann í nótt góðan sigur á San Antonio Spurs, 105-103, þar sem Rajon Rondo fór á kostum og náði þrefaldri tvennu. Körfubolti 6. janúar 2011 09:03
Kobe vantar enn 5621 stig til að ná Jordan - myndband Kobe Bryant komst í nótt upp í tíunda sætið yfir stigahæstu leikmenn NBA-deildarinnar frá upphafi en Kobe hefur nú skorað 26671 stig í 1056 leikjum eða 25,3 stig að meðaltali í leik. Körfubolti 5. janúar 2011 20:30
NBA í nótt: Lakers vann Detroit LA Lakers vann í nótt fínan sigur á Detroit í NBA-deildinni í körfubolta, 108-83, eftir heldur misjafnt gengi að undanförnu. Körfubolti 5. janúar 2011 09:00
NBA í nótt: James og Wade báðir yfir 30 stig Dwyane Wade og LeBron James tókst í nótt í fyrsta sinn á tímabilinu að skora meira en 30 stig í einum og sama leiknum er Miami vann sigur á Charlotte, 96-82. Körfubolti 4. janúar 2011 09:00
NBA í nótt: Boston hélt upp á endurkomu Rondo með sigri Boston hafði í nótt betur gegn Toronto, 93-79, í NBA-deildinni í körfubolta. Þetta var fyrsti leikur Rajon Rondo með Boston eftir að hafa misst af sjö síðustu leikjum liðsins vegna meiðsla. Körfubolti 3. janúar 2011 09:00
NBA: Miami vann upp 20 stiga forskot og óheppnin eltir Dallas Miami Heat vann sinn sautjánda sigur í síðustu átján leikjum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þrátt fyrir að lenda 20 stigum undir á móti Golden State Warriors. Dallas Mavericks tapar enn án Dirk Nowitzki og liðið missti annan byrjunarliðsmann í meiðsli í nótt þegar Caron Butler meiddist. San Antonio Spurs og Chicago eru bæði áfram á mikilli siglingu. Körfubolti 2. janúar 2011 11:00
Flottustu tilþrif ársins 2010 í NBA-deildinni - myndband Við áramót er að sjálfsögðu venjan að gera upp árið sem er liðið og það hafa þeir á NBA-síðunni einnig gert með því að velja tíu flottustu tilþrifin frá því á árinu 2010. Körfubolti 2. janúar 2011 06:00
LeBron James að pæla í því að taka þátt í troðslukeppninni LeBron James vill endilega fá að taka þátt í troðslukeppninni í Stjörnuleiknum í Los Angeles í næsta mánuði en hann er bara hræddur um að það sé ekki skynsamlegt. James er einn af bestu "troðurum" deildarinnar en hefur ekki verið með áður í troðslukeppni Stjörnuleiksins. Körfubolti 1. janúar 2011 23:00
KR-ingar Reykjavíkurmeistarar í körfunni og það án Pavels KR-ingar tryggðu sér Reykjavíkurmeistaratitilinn í körfubolta með sjö stiga sigri á Fjölni í Grafarvogi fyrir áramót. KR-ingar unnu úrslitaleikinn án leikstjórnanda síns Pavels Ermolinskij sem var búinn að lofa sér í góðgerðaleik í Borgarnesi. Þetta kom fram á karfan.is Körfubolti 1. janúar 2011 18:00
Kobe getur alveg troðið eins og ungu strákarnir - myndband Kobe Bryant átti fínan leik í nótt þegar Los Angeles Lakers vann 102-98 sigur á Philadelphia 76ers og endaði með því tveggja leikja taphrinu á heimavelli sínum. Kobe var með 33 stig á 35 mínútum í leiknum og nýtt skotin sín vel. Körfubolti 1. janúar 2011 16:15
NBA: New Orleans vann í Boston og Lakers marði Philadelphia Boston Celtics tapaði sínum þriðja leik af síðustu fjórum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar New Orleans Hornets sótti sigur í Boston. Hornets-liðið hafði aðeins unnið einn útisigur í tíu leikjum þar á undan. Los Angeles Lakers rétt marði Philadelphia 76ers á heimavelli og Chicago Bulls vann í tólfta sinn í síðustu fjórtán leikjum. Körfubolti 1. janúar 2011 11:00
Hver er þessi Blake Griffin? - tíu troðslur segja meira en mörg orð Blake Griffin hefur stimplað sig inn í NBA-deildin í körfubolta í vetur og þótt að lítið hafi gengið hjá liði hans Los Angeles Clippers er strákurinn kominn í hóp mest umtöluðu leikmanna deildarinnar. Körfubolti 31. desember 2010 19:00
NBA: San Antonio vann Dallas og fimm í röð hjá Orlando San Antonio Spurs heldur áfram frábæru gengi sínu í NBA-deildinni í körfubolta og í nótt vann liðið sigur á nágrönnum sínum í Dallas Mavericks í uppgjöri tveggja efstu liðana í Vestrinu. Orlando Magic er líka komið á skrið eftir risa-skiptin á dögunum og vann í nótt sinn fimmta leik í röð. Körfubolti 31. desember 2010 11:00
Jón Arnór missir af tveimur fyrstu mánuðum ársins 2011 Jón Arnór Stefánsson meiddist á hné í tapleik Granada á móti Valladolid í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta á dögunum og nú er komið í ljós að hann reif liðþófa og teygði á krossbandi. Körfubolti 31. desember 2010 10:00
Kraftaverka-sigurkarfa Tyreke Evans í nótt - myndband Það var ótrúlegur endakaflinn í leik Sacramento Kings og Memphis Grizzlies í NBA-deildinni í nótt. O.J. Mayo hélt að hann hefði tryggt Memphis 98-97 sigur með frábærri körfu 1,5 sekúndum fyrir leikslok en Tyreke Evans átti lokaorðið þegar hann skoraði sigurkörfuna með sannkölluðu kraftaverkaskoti frá miðju. Körfubolti 30. desember 2010 10:15
NBA: Dwyane Wade yfir 40 stigin annað kvöldið í röð Dwyane Wade skoraði yfir 40 stig annað kvöldið í röð þegar Miami Heat vann sinn tíunda útileik í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Boston Celtics liðið tapaði óvænt fyrir Detroit Pistons en meistararnir í Los Angeles Lakers enduðu þriggja leikja taphrinu með sigri á New Orleans Hornets. Charlotte Bobcats er búið að vinna tvo fyrstu leiki sína undir stjórn Paul Silas. Körfubolti 30. desember 2010 09:00
Ótrúlegt langskot hjá „byssumanninum“ Gilbert Arenas Gilbert Arenas leikmaður NBA liðsins Orlando Magic átti ótrúlegt skot í leik gegn New Jersey Nets s.l. mánudag og verður það seint leikið eftir. Sport 29. desember 2010 18:00
Shaq sektaður um fjórar milljónir Shaquille O’Neal leikmaður Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta, fékk væna sekt fyrir að drulla yfir dómara á dögunum. Hann var þá mjög ósáttur þegar hann fékk sína sjöttu villu í glímu sinni við Dwight Howard, miðherja Orlando Magic, í leik liðanna um helgina. Körfubolti 29. desember 2010 14:15
NBA: Kobe klikkaði á 13 skotum í röð í tapi Lakers fyrir San Antonio Það gengur lítið hjá meisturum Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta þessa daganna en liðið tapaði fyrir San Antonio Spurs í nótt. Þetta var þriðji skellur Lakers-liðsins í röð og liðið hefur ekki skorað meira en 82 stig í þeim öllum. Miami Heat, Orlando Magic, Chicago Bulls og Boston Celtics unnu öll í nótt en Dallas Mavericks tapaði óvænt á heimavelli á móti Toronto. Körfubolti 29. desember 2010 09:00
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti