
Ricky Rubio gæti leikið á ný um helgina með Minnesota
Ricky Rubio gæti leikið sinn fyrsta leik með Minnesota Timberwolves á laugardaginn en spænski landsliðsmaðurinn hefur ekkert leikið með liðinu frá því hann sleit krossband í hné þann 9. mars á þessu ári. Rubio var annar í kjörinu á nýliða ársins en hann var með 8,2 stoðsendingar í leik að meðaltali.