Matur

Matur

Girnilegar uppskriftir úr öllum áttum og fréttir tengdar mat.

Fréttamynd

BBQ kóngurinn: Þrefaldur alvöru smash borgari

„Við ætlum að gera þrefaldan smash-hamborgara. En þá er hakki hnoðað saman í kúlu og þær þjappaðar niður með spaða á pönnu í örþunna hamborgara sem verða stökkir á köntunum,“ segir grillmestarinn Alfreð Fannar Björnsson betur þekktur sem BBQ kóngurinn. 

Matur
Fréttamynd

Veitingastaðurinn Monkeys opnar í Hjartagarðinum í byrjun júlí

„Breytingar hafa gengið mjög vel. Við fengum hann Leif Welding til að hjálpa okkur með hönnunina á staðnum og útkoman er virkilega skemmtileg. Staðurinn verður mjög hlýr, líflegur og spennandi. Við erum búnir að flytja inn nokkra gáma af gróðri, stólum og fullt af leikmunum sem gefa staðnum skemmtilegan karekter,“ segir Óli Már Ólason veitingamaður í samtali við Vísi. 

Matur
Fréttamynd

Rósakakan í Blindum bakstri

Í þættinum Blindur bakstur í gær fór fram hörð barátta á milli Sóla Hólm og unnustu hans Viktoríu Hermannsdóttur. Bæði fylgdu þau Evu Laufey Kjaran í blindni og bökuðu þau fallegar rósakökur, súkkulaðikökur með dásamlegu smjörkremi. 

Matur
Fréttamynd

BBQ kóngurinn: Reykt Texas-kalkúnabringa með BBQ-sinnepssósu

„Þessi er algjört æði. Auðvitað er ekki nauðsynlegt að reykja bringuna en ég mæli eindregið með því. Ef ég á afgang sneiði ég bringuna þunnt niður í álegg sem er fullkomið á samlokur,“ segir grillmeistarinn Alfreð Fannar Björnsson í sjónvarpsþættinum BBQ-kóngurinn sem sýndur var á Stöð 2 nú fyrr í vetur. 

Matur
Fréttamynd

Óborganleg rappsena Evu og Evu Ruzu

Alfreð Fannar Björnsson, betur þekktur sem BBQ kóngurinn, og skemmtikrafturinn Eva Ruza voru gestir í síðasta þætti af Blindur bakstur með Evu Laufey Kjaran.

Lífið
Fréttamynd

Domino's svarar og sendir Spaðanum sneið

Orðsendingar hafa gengið á víxl á milli íslenskra flatbökurisa í dag. Lotan hófst með yfirlýsingum Þórarins Ævarssonar, stofnanda Spaðans, um að hann hefði í hyggju að setja Domino’s á hausinn á fimm árum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ný mathöll opnar í Borgartúni á morgun

„Upphaflega stóð til að opna fyrir páska en í ljósi aðstæðna ákváðum við að fresta opnuninni um stundarsakir. Í svona ástandi er enginn tími fullkominn en við ætlum að ríða á vaðið núna,“ segir Björn Bragi Arnarsson í viðtali við Vísi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gulrótarkakan úr Blindum bakstri

Sverrir Bergmann og Elísabet Ormslev kepptu í Blindum bakstri um helgina. Söngvararnir fylgdu Evu Laufey í blindni í baksturskeppninni og bökuðu þau gulrótarköku. 

Matur
Fréttamynd

Magga Bjarna deilir girnilegri ættaruppskrift í páskabúning

„Ætli þetta hafi ekki byrjað á því að ég elska að borða góðan mat, síðan kom forvitnin að læra að elda hann. Mamma mín er algjör snillingur í eldhúsinu svo að það er yfirleitt eldaður dásamlegur matur frá grunni heima. Svo að mamma hefur smitað mig af þessum mataráhuga,“ segir Margrét Bjarnadóttir í viðtalið við Vísi.

Makamál
Fréttamynd

Páskaterta Alberts og Bergþórs

Þeir Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson töfra fram nýja páskatertu á hverju ári. Í þættinum Ísland í dag sýndu þeir páskatertu ársins sem er fullkomin fyrir baksturinn um helgina.

Matur
Fréttamynd

Ráðherrakökurnar úr Blindum bakstri

Í þættinum Blindur bakstur um helgina kepptu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Bakaðar voru bollakökur með kremi og skrauti.

Matur