Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Tveir karlmenn á tvítugsaldri voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu í gærdag í tengslum við rannsókn á fölsuðum rafrænum skilríkjum. Farið var í húsleitir og eru mennirnir grunaðir um að hafa selt töluverðan fjölda falsaðra skilríkja til ólögráða ungmenna, að sögn lögreglu. Innlent 31. október 2025 21:22
Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af fólkinu á meðfylgjandi ljósmyndum. Lögreglan veitir ekki frekari upplýsingar um málið. Innlent 31. október 2025 18:10
Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Foreldrar tíu ára drengs sem lögregla rannsakar hvort brotið hafi verið á kynferðislega að næturlagi í september töldu son sinn hafa vaknað upp við martröð þegar hann tilkynnti þeim eldsnemma morguns að maður hefði verið inni í herbergi hans. Móðirin kúgaðist og öskugrét eftir að hafa heyrt lýsingar drengsins á brotinu. Innlent 31. október 2025 16:31
Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í nótt og stöðvaði meðal annars ökumann sem var með 40 sm af snjó á framrúðunni. Innlent 31. október 2025 06:35
Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Formaður reiðhjólabænda segir ökumenn ekki þurfa að sýna hjólreiðafólki einhverja sérstaka varúð heldur einfaldlega fara að umferðarlögum. Hann spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi sem neyðast til að ganga á götunni. Atvik í Spönginni þar sem ökumaður bíls keyrir utan í hjólreiðamann sem bregst við með skemmdarverkum hefur vakið mikla athygli. Innlent 30. október 2025 11:31
Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Tilkynnt kynferðisbrot voru 459 síðastliðna níu mánuði, sem jafngildir um fimmtíu slíkum brotum á mánuði og tólf í hverri viku. Þolendur í kynferðisbrotum voru í 86 prósent tilvika konur, og um tveir af hverjum þremur þeirra voru undir 25 ára og þar af næstum helmingur þolenda undir 18 ára, eða um 47 prósent. Innlent 30. október 2025 10:38
Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í nótt og tók meðal annars við tilkynningu um þjófnað á varnardýnum úr skíðabrekku. Innlent 30. október 2025 06:39
Ekið á unga stúlku á Ásbrú Ekið var á unga stúlku á Grænsásbraut við Skógarbraut á Ásbrú síðdegis í dag, miðvikudag. Lögreglan á Suðurnesjum greinir frá málinu á Facebook en lögreglan leitar nú að foreldrum stúlkunnar. Innlent 29. október 2025 17:37
Leita konu sem ók á konu og stakk af Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar ökumanns, sem vitni segja vera konu, sem ók á konu á rafmagnshlaupahjóli á hjólastíg við Hverfisgötu í Reykjavík, á móts við Þjóðleikhúsið, þriðjudagsmorguninn 7. október síðastliðinn rétt fyrir klukkan níu. Innlent 29. október 2025 11:58
Karlmaður lést í Bláa lóninu Karlmaður var úrskurðaður látinn í Bláa lóninu í dag eftir að hafa misst þar meðvitund. Viðbragðsaðilar voru kallaðir á staðinn um miðjan dag og hófu endurlífgunartilraunir á vettvangi en um var að ræða erlendan karlmann á sextugsaldri. Innlent 28. október 2025 18:11
Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Miklar tafir eru enn á stóru umferðaræðunum til Reykjavíkur vegna umferðaróhappa og ökutækja sem eru á sumardekkjum. Viðbragðsaðilar eru í mikilli hættu þegar þeir eru að reyna að aðstoða ökumenn sem eiga í erfiðleikum vegna þess að ökumenn aka ekki varlega í þessari færð. Innlent 28. október 2025 08:59
Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Lögreglan á Suðurnesjum varar við ferðum á Fagradalsfjall og ráðleggur ferða- og göngufólki að fresta ferðum inn á svæðið næstu tvo daga. Slæm veðurspá gefi tilefni til að vara við ferðum inn á svæðið en búist er við hvössum vindi, snjókomu eða slyddu og versnandi skyggni. Innlent 27. október 2025 18:03
Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Karlmaður á sextugsaldri sem lést nærri Apavatni á föstudag var á rjúpnaveiðum við annan mann þegar hann varð fyrir voðaskoti. Enn er unnið að því að safna gögnum af vettvangi á meðan veður leyfir. Innlent 27. október 2025 14:53
Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Lögreglan á Norðurlandi eystra segir kvartanir manns til Nefndar um eftirlit með lögreglu, NEL, áður hafa verið til meðferðar hjá nefndinni án athugasemda hennar. Fjallað var um mál mannsins í kvöldfréttum Sýnar í gær. Ekki er fjallað um það í yfirlýsingu embættisins hvort kvartanir mannsins séu á rökum reistar en þó tekið fram að embættið hafi ekki skilað sínum athugasemdum til NEL. Innlent 27. október 2025 14:37
Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Ungur karlmaður sem hafnaði í sjónum við Skutulsfjarðarbraut á Ísafirði á föstudagskvöldið er úr lífshættu. Hann er enn á gjörgæsludeild Landspítalans. Þetta staðfestir Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum, í samtali við Vísi. Innlent 27. október 2025 14:24
Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Neytendasamtökin sendu inn ábendingu til samkeppnisyfirvalda vegna fyrirtækjanna Terra og Kubbs eftir að grunur vaknaði um að fyrirtækin væru að skipta á milli sín mörkuðum. Formaður samtakanna lítur málið grafalvarlegum augum. Viðskipti innlent 27. október 2025 12:01
Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Lögmaður konu, sem taldi sig hafa lagt fram kæru á hendur fyrrverandi sambýlismanni sínum í ágúst árið 2024, fékk þau svör í apríl árið eftir að engin rannsókn hefði verið hafin á meintu heimilisofbeldi mannsins í garð konunnar. Nefnd um eftirlit með lögreglu telur ljóst að mistök hafi verið gerð við skýrslutöku yfir konunni. Innlent 27. október 2025 10:55
Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem hafa fengið neitun og á að vísa úr landi eru týndir og eftirlýstir. Þeim hefur fjölgað verulega sem er fylgt úr landi og þeim sem fara sjálf. Kristín María Gunnarsdóttir, deildarstjóri heimferða- og fylgdadeildar ríkislögreglustjóra, segir flesta sem er vísað frá landi skilja að þau séu komin á endastöð. Fæst séu sátt, en flest skilji stöðu sína. Innlent 27. október 2025 06:46
Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Lögmaður manns, sem beittur var piparúða í gegnum lúgu á fangaklefa á Akureyri, sveltur í haldi og hótað með rafbyssu á meðan hann var frelsissviptur, segist líta málið grafalvarlegum augum. Lögreglumönnunum sé þó ekki um að kenna. Innlent 26. október 2025 19:00
Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Maðurinn sem lést vegna voðaskots í uppsveitum Árnessýslu á föstudagskvöld hét Óðinn Másson. Hann var 52 ára og búsettur í Mosfellsbæ. Innlent 26. október 2025 12:24
Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Lögregluþjónar í miðbænum stöðvuðu í nótt átta ökumenn vegna gruns um að þeir væru í umferðinni undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Flestum þeirra var sleppt eftir sýnatöku en einn reyndi að stinga lögreglu af. Hann missti þó stjórn á bílnum og endaði utan í vegriði. Innlent 26. október 2025 07:30
Lögregla veitti eftirför um miðborgina Lögregla veitti ökumanni eftirför um miðborgina eftir að hafa brotið fjölmörg umferðarlagabrot. Hann var handtekinn og málið er til rannsóknar. Innlent 25. október 2025 17:33
Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Kona á fimmtugsaldri var handtekin í Grindavík á þriðjudag þar sem hún er grunuð um að stinga sambýlismann sinn í íbúð þeirra. Málið er rannsakað sem heimilisofbeldi. Henni hefur verið sleppt úr haldi. Innlent 25. október 2025 16:27
Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Um fimmtíu þúsund manns lögðu leið sína í miðbæ Reykjavíkur í gær eftir að konur og kvár lögðu niður störf um allt land í tilefni af fimmtíu ára afmæli kvennaverkfallsins. Lögregla segir gærdaginn hafa gengið vel, skipuleggjendur kalla eftir því að stjórnvöld bregðist við. Innlent 25. október 2025 13:38
Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Maðurinn sem varð fyrir slysaskoti úr haglabyssu í Árnessýslu í gærkvöldi er látinn. Karlmaðurinn var á sextugsaldri. Innlent 25. október 2025 12:03
Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Líðan unga ökumannsins sem lenti í sjónum á Ísafirði í gærkvöldi er góð eftir atvikum, að sögn lögreglu. Hann var í sjónum skemur en hálftíma og var einn í bílnum. Innlent 25. október 2025 11:00
Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Lögregluþjónar handtóku í nótt mann sem var grímuklæddur og mjög ölvaður. Hann hafði verið að slást í miðbænum en samkvæmt dagbók lögreglu var gat hann ekki valdið sjálfum sér vegna ölvunar og var vistaður í fangaklefa. Innlent 25. október 2025 07:19
Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Einn maður var í bíl sem lenti í sjónum við Skutulsfjarðarbraut á Ísafirði á tíunda tímanum í kvöld. Maðurinn var hífður upp úr sjónum og fluttur á sjúkrahúsið á Ísafirði. Sjúkraflugvél er á leið með manninn til Reykjavíkur. Innlent 24. október 2025 21:59
Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Maður varð fyrir skoti í uppsveitum Árnessýslu í kvöld. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og maðurinn fluttur á spítala. Upplýsingar um líðan liggja ekki fyrir. Innlent 24. október 2025 21:33
Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Samkomulag um þátttöku í útboðum og skipting á landssvæðum er á meðal þess sem samkeppniseftirlitið og héraðssaksóknari eru með til rannsóknar í samráðsmáli Terra og Kubbs. Formaður bæjarráðs Vestmannaeyja segir mikið undir en Vestmannaeyjabær bauð út sorphirðumál sveitarfélagsins á síðasta ári. Innlent 24. október 2025 20:02