
Brotist inn í níu geymslur og verðmætum stolið
Brotist var inn í níu geymslur í fjölbýlishúsi í póstnúmerinu 110 í nótt. Voru hurðir spenntar upp og verðmætum stolið, meðal annars dýru rafmagnsfjallahjóli.
Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.
Brotist var inn í níu geymslur í fjölbýlishúsi í póstnúmerinu 110 í nótt. Voru hurðir spenntar upp og verðmætum stolið, meðal annars dýru rafmagnsfjallahjóli.
Hjúkrunarfræðingur sem sakaður er um að hafa orðið sjúklingi á geðdeild að bana er laus úr haldi lögreglu. Landsréttur felldi í dag úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur.
Lögreglan útilokar ekki að ásetningur hafi legið að baki þegar kona, sem lögð hafði verið inn á geðdeild Landspítalans, lést fyrr í mánuðinum. Hjúkrunarfræðingur á geðdeildinni er grunuð um að hafa orðið valdur að dauða konunnar.
Maðurinn sem skotinn var af lögreglu, og grunaður er um skotárás, á Egilsstöðum fimmtudaginn 26. ágúst hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. Gæsluvarðhaldið rennur út laugardaginn 11. september.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af manninum á meðfylgjandi myndum vegna máls sem hún hefur til rannsóknar.
Ekkert bendir á þessu stigi til þess að verklagi lögreglu í atburðunum sem áttu sér stað í Dalseli á Egilsstöðum aðfararnótt föstudagsins hafi ekki verið fylgt. Þetta segir í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi sem hafi rýnt í atburðina innanhúss. Þá segir að lögreglumenn sem að aðgerðinni komu hafi fengið sálræna aðstoð.
Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls, harmar andlát sem talið er hafa borið að með saknæmum hætti á geðdeild Landspítalans fyrr í mánuðinum en segir atvikið ekki koma sér á óvart.
Hjúkrunarfræðingur á geðdeild Landspítalans hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um manndráp. Heimildir fréttastofu herma að hjúkrunarfræðingurinn hafi reynt að þvinga mat ofan í sjúkling með þeim afleiðingum að hann kafnaði. Sjúklingurinn var kona á sextugsaldri en hún lést fyrr í þessum mánuði.
Andlát konu á sextugsaldri sem lést á Landspítalanum fyrr í þessum mánuði er talið hafa borið að með saknæmum hætti. Rannsókn lögreglu er sögð miða vel og var kona á sextugsaldri úrskurðuð í gæsluvarðhald í síðustu viku.
Sveitarstjóri Múlaþings hvetur íbúa á Egilsstöðum til þess að standa við bakið hver á öðrum eftir skotárás sem varð í bænum í fyrradag og er þakklátur lögreglu fyrir góð viðbrögð. Nokkrar fjölskyldur hafa leitað sér áfallahjálpar eftir árásina.
Karlmaður sem tilkynnt var um að hefði verið ógnandi í garð ungmenna reyndi að bíta lögreglumenn eftir að hann var handtekinn.
Íbúar á Egilsstöðum eru slegnir eftir að lögregla skaut mann þar í gærkvöldi. Líðan skotmannsins er stöðug en hann gekkst undir aðgerð í nótt eftir að hafa orðið fyrir skoti í kviðinn.
Karlmaður á fimmtugsaldri sem skotinn var af lögreglu á Egilsstöðum í gærkvöldi liggur á gjörgæsludeild Landspítalans. Líðan hans er stöðug en hann gekkst undir aðgerð í nótt eftir að hafa verið skotinn í kviðinn.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í morgun mann sem tilkynnt hafði verið að væri á ferli í miðbænum, blóðugur með hníf.
Nemandi í Fjölbrautaskóla Suðurnesja mætti með loftbyssu og skaut úr henni inni í skólanum síðastliðinn föstudag.
Karlmaður á fimmtugsaldri var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík frá Egilsstöðum í gær eftir að lögregla skaut hann við Dalsel í útjaðri bæjarins í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætlaði hann að eiga samskipti við barnsföður kærustu sinnar sem býr í götunni og mætti þangað vopnaður.
Rauði Krossinn mun opna áfallamiðstöð í Egilstaðaskóla vegna atviks sem þar kom upp í gærkvöldi, þegar lögregla skaut vopnaðan karlmann á Egilsstöðum.
„Húsið er allt sundurskotið. Það eru þrír gluggar hérna í húsinu sundurskotnir. Maður á ekki von á villta vestrinu hérna í ysta úthverfi Egilsstaða. Kannski í Reykjavík, en ekki hér.“
Maður var fluttur frá Egilsstöðum til Reyjavíkur í nótt eftir að hafa verið skotinn af lögreglu. Hann hafði áður skotið að lögreglu og neitað að leggja frá sér vopn sitt.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók konu um klukkan 19 í gærkvöldi eftir að hún hafði lamið vegfaranda á Hverfisgötu með hælaskól í höfuðið. Fólkið þekktist ekki og ekki er vitað hvað konunni gekk til, segir í tilkynningu lögreglu.
Lögreglan á Egilsstöðum skaut mann sem vopnaður var byssu á ellefta tímanum í kvöld. Lögreglan var kölluð út að Dalseli á Egilsstöðum um klukkan hálf ellefu eftir að skothvellir heyrðust í götunni.
Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á fimm málum sem tengjast skipulagðri kannabisframleiðslu, lýkur á næstu tveimur vikum. Fimm hafa réttarstöðu sakbornings. Málin tengjast öll með einum eða öðrum hætti að sögn yfirlögregluþjóns.
29 ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir að beina hlaðinni skammbyssu að fólki og lögreglumönnum við og nærri Kaffistofu Samhjálpar í júní síðastliðnum. Maðurinn hafði ekki skotvopnaleyfi, hann var með 24 skothylki og ekkert öryggi á byssunni. Hann er grunaður um handrukkun og hnífaárás á veitingastaðnum Sushi Social.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu veit engin deili á fólki sem tilkynnt var um að ætlaði sér á karókíkvöld á skemmtistaðnum Gauknum í Reykjavík í gær, þrátt fyrir að hluti hópsins væri Covid-smitaður. Málinu er þó ekki lokið af hálfu lögreglu.
Verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru nokkuð fjölbreytt í gærkvöldi og nótt. Lögregla var meðal annars kölluð til í tvígang vegna manns sem var með ónæði á veitingastöðum í miðborginni. Hefur viðkomandi ítrekað komið við sögu lögreglu.
Skemmtistaðurinn Gaukurinn verður lokaður í kvöld eftir að stjórnendum staðarins barst það til eyrna að karaokí þyrstir Covid-sjúklingar hygðust mæta á karaokí-kvöld, sem átti að vera á staðnum í kvöld. Þetta staðfestir rekstrarstjóri Gauksins í samtali við fréttastofu.
Mótmælandi lét ókvæðisorð falla að foreldrum sem biðu með börnum sínum í röð eftir bólusetningu fyrir utan Laugardalshöll í morgun.
Embætti ríkissaksóknara hefur staðfest þá ákvörðun lögreglustjórans á Vestfjörðum að fella niður kæru útgerðarfélagsins Samherja á hendur fimm starfsmönnum Seðlabankans vegna rannsóknar á meintum brotum félagsins á lögum um gjaldeyrismál. Sömuleiðis er felld niður rannsókn á meintum leka úr Seðlabankanum og til fréttamanns RÚV.
Hópur unglinga á vespum réðst á íbúa í Kórahverfinu um miðjan mánuð og lét högg dynja á andliti hans. Lögreglan er með málið til skoðunar en segir vandræði vegna vespugengja ekki algeng í hverfinu. Við vörum við myndefni sem fylgir fréttinni.
Þrír starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hafa verið kærðir til lögreglu vegna meintrar vanrækslu, sem sögð er hafa leitt til andláts að minnsta kosti eins sjúklings. Landlæknir telur að um röð mistaka og hirðuleysi hafi verið að ræða, ekki síst vegna ómeðhöndlaðra sýkinga, sem sé möguleg dánarorsök.