Rætt við röðina: „Það stóð nú til að fá sprautu þarna í þessu húsi“ Aldrei hefur myndast lengri röð eftir bólusetningum við Laugardalshöll eins og í dag. Þrátt fyrir mikinn ágang tókst að bólusetja um tíu þúsund manns, þeirra á meðal fjármálaráðherra. Margir sem ekki höfðu verið boðaðir þurftu frá að hverfa. Innlent 9. júní 2021 19:18
Mætti í partí og er nú með kórónuveiruna fimm dögum fyrir EM Dejan Kulusevski greindist með kórónuveiruna fyrr í vikunni og nú hafa birst myndbönd sem sýnir landsliðsmanninn í teiti í Svíþjóð. Fótbolti 9. júní 2021 19:01
Kölluðu eftir fleira fólki í bólusetningu undir lok dags Um tíu þúsund manns fengu seinni skammt af bóluefni AstraZeneca við kórónuveirunni í Laugardalshöll í dag. Framkvæmdastjóri hjá heilsugæslunni segir daginn hafa verið nokkuð tvískiptan. Hluta dags var mikil umferð og nánast örtröð í og við höllina en seinna um daginn þurfti að auglýsa skammta sem annars hefðu farið til spillis. Innlent 9. júní 2021 18:24
Nýtt fjáröflunarátak UNICEF til að koma bóluefnum til efnaminni ríkja UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, leiðir innkaup og dreifingu bóluefnanna til efnaminni ríkja heimsins fyrir hönd COVAX-samstarfsins. Heimsmarkmiðin 9. júní 2021 12:34
Hannes beið og beið og fékk enga bólusetningu Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor þurfti frá að hverfa og fékk enga bólusetningu. Innlent 9. júní 2021 12:17
„Það er enginn sigurvegari í þessu kapphlaupi“ Nýtt fjáröflunarátak UNICEF á Íslandi hófst í dag –Allir eiga sama rétt á bólusetningum – Enginn er öruggur fyrr en allir eru það. Lífið 9. júní 2021 11:00
Fjórir greindust innanlands Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Allir þeir sem greindust voru í sóttkví. Innlent 9. júní 2021 10:45
„Ekki kærkomin hvíld, en mætum nú öflugri til leiks“ Friðrik Rafnsson var kjörinn nýr formaður Leiðsagnar - Stéttarfélags leiðsögumanna á aðalfundi í gær. Friðrik hefur verið ritari félagsins síðasta árið og tekur við starfinu af Pétri Gauta Valgeirssyni. Viðskipti innlent 9. júní 2021 10:26
Þeim sem ekki fá boð er vísað frá fyrri part dags Gríðarlega löng röð hefur myndast fyrir utan Laugardalshöll, þar sem verið er að bólusetja fyrir Covid-19 með bóluefni AstraZeneca í dag. Röðin nær alla leið upp á Suðurlandsbraut og hringinn í kring um túnið við hlið hallarinnar. Innlent 9. júní 2021 10:19
Einungis búið að bólusetja um 0,8 prósent Suður-Afríkumanna Á meðan vestræn ríki eru komin vel á veg með að bólusetja stóran hluta landsmanna hafa ríki Afríku setið á hakanum. Erlent 9. júní 2021 07:54
Mesti styrkur koltvísýrings í meira en fjórar milljónir ára Meðalstyrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar í maí var helmingi hærri en áður en menn byrjuðu að losa gróðurhúsalofttegundir í stórum stíl. Hann hefur ekki verið meiri í meira en fjórar milljónir ára, löngu fyrir tilvist mannkynsins. Erlent 8. júní 2021 13:12
Stefnt að því að gefa starfsfólki frí um miðjan júlí Hátt í tólf þúsund verða bólusettir í Laugardalshöll í dag. Stefnt er að því að gefa starfsfólkinu í höllinni frí um miðjan júlí. Enginn greindist með Covid-19 í gær. Innlent 8. júní 2021 11:54
Enginn greindist smitaður í gær Enginn greindist með Covid-19 í gær. Einn liggur inni vegna sjúkdómsins. Innlent 8. júní 2021 10:53
Daði Freyr og Árný laus úr einangrun Daði Freyr Pétursson og Árný Fjóla Ásmundsdóttir losnuðu úr einangrun í gær. Árný greindist með Covid eftir Eurovision, sú þriðja í Eurovision hóp Íslendinga. Lífið 8. júní 2021 09:30
„Covid lýkur ekki fyrr en því lýkur alls staðar“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, segir baráttuna við kórónuveiruna hvergi nærri búna, þrátt fyrir að bjartari tímar séu fram undan hér á landi. Enn sé langt í land og segir Víðir að við verðum að taka þátt í alþjóðlegri baráttu gegn veirunni. Innlent 8. júní 2021 09:00
Stjörnu-Sævar dúsir í bólusetningu í miðjum sólmyrkva Sævar Helgi Bragason var í dag boðaður í bólusetningu á fimmtudaginn, sem kann að reynast óheppilegur dagur fyrir stjörnufræðing til að fara í bólusetningu. Innlent 7. júní 2021 16:55
Stelpur rokka, Röskva og Samtökin '78 telja ummæli Þórólfs ala á ótta og fordómum Tuttugu félagasamtök úr ólíkum áttum telja að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hafi alið á ótta og fordómum í garð flóttafólks og hælisleitenda í svörum sínum við spurningum blaðamanns um sjö smitaða einstaklinga fyrir helgi utan sóttkvíar. Allir voru hælisleitendur á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 7. júní 2021 14:07
Átján árgangar bólusettir í vikunni og útlitið gott fyrir sumarið Karlar og konur úr átján árgöngum fá bólusetningu gegn kórónuveirunni á höfuðborgarsvæðinu í vikunni. Yfirlæknir á sóttvarnasviði hjá embætti landlæknis segir útlitið ágætt fyrir sumarið. Innlent 7. júní 2021 12:17
Enginn greindist innanlands í gær Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Innlent 7. júní 2021 10:55
Neysla kókaíns jókst um helming fyrir Covid-19 en dróst aftur saman í fyrstu bylgju Neysla kókaíns í höfuðborginni jókst um meira en helming frá því í febrúar 2017 til apríl 2019. Hún dróst hins vegar saman um 60 prósent í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins. Innlent 7. júní 2021 06:40
Vill rannsókn á andláti eiginkonu sinnar sem lést degi eftir bólusetningu Fjölskylda konu sem lést sólarhring eftir að hún var bólusett með AstraZeneca vill að rannsókn fari fram á því hvort andlátið hafi verið bóluefninu að kenna. Innlent 6. júní 2021 20:51
Wolf í bann á Twitter fyrir að dreifa rangfærslum um bóluefni Samfélagsmiðillinn Twitter setti bandaríska rithöfundinn Naomi Wolf í tímabundið bann fyrir að brjóta notendaskilmála með því dreifa ítrekað rangfærslum um bóluefni. Wolf, sem varð fyrst þekkt fyrir feminísk skrif, hefur deilt framandlegum samsæriskenningum um bóluefni trekk í trekk. Erlent 6. júní 2021 14:56
Óvíst hvort að sóttvarnaaðgerðum verður aflétt á Englandi Heilbrigðisráðherra Bretlands segir of snemmt að segja til um hvort að ríkisstjórnin standi við áform sín um að aflétta þeim sóttvarnaaðgerðum sem eru enn í gildi vegna kórónuveirufaraldursins 21. júní. Erlent 6. júní 2021 14:38
Leiddi með sex höggum er hann fékk að vita á 18. holunni að hann væri með kórónuveiruna Jon Rahm hafði spilað frábærlega á The Memorial mótinu í gær en dagurinn endaði ekki vel því hann er með kórónuveiruna. Golf 6. júní 2021 14:31
Einn greindist smitaður í sóttkví Aðeins einn greindist smitaður af kórónuveirunni í gær og var hann í sóttkví. Þrír greindust smitaðir á landamærunum af af þeim bíða tveir niðurstaðna mótefnamælingar. Innlent 6. júní 2021 10:53
Allt sem þau heyrðu reyndist vera satt Von er á 23 farþegavélum til landsins í dag og hafa þær ekki verið fleiri það sem af er þessu ári. Hröð aukning hefur verið í fjölda komuvéla á Keflavíkurflugvelli síðustu vikur og samhliða því berast fregnir af örtröð í landamæraskimun, starfsmannaskorti ferðaþjónustuaðila og yfirvofandi vöntun á bílaleigubílum. Innlent 6. júní 2021 08:01
Fá greiddan launaauka en enga yfirvinnu Alma Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hafa fengið greidda launaauka vegna álags í heimsfaraldrinum upp á samtals tæpa fimm og hálfa milljón. Víðir Reynisson og Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavörnum hafa unnið rúma 2.500 yfirvinnutíma samanlagt síðustu fimmtán mánuðum. Innlent 5. júní 2021 20:55
Hópsýkingin tengd gömlum smitum sem ekki hefur tekist að rekja Innanlandssmit kórónuveirunnar sem greindust í gær tengjast öll hópsýkingu meðal hælisleitenda á höfuðborgarsvæðinu. Sýkingin hefur verið rakin til eldri smita, sem ekki hefur tekist að rekja til landamæra. Innlent 5. júní 2021 12:47
Sóttkvíarbrjótar komu til landsins daginn áður en þeir létu greipar sópa í Smáralind Karl og kona sem áttu að vera í sóttkví voru handtekin fyrir þjófnað úr verslunum í Smáralind. Þau komu frá Lettlandi deginum áður samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Þá hlaut lögreglumaður áverka á kinnbeini í átökum við karlmann á þrítugsaldri sem virti ekki reglur um sóttkví í gær. Innlent 5. júní 2021 12:32