
Fyrstur stóru viðskiptabankanna til að tilkynna um vaxtahækkun
Arion banki hefur tilkynnt um hækkun vaxta á inn- og útlánum hjá bankanum í kjölfar stýrivaxtaákvörðunar Seðlabankans í síðustu viku. Breytingarnar taka gildi í dag.
Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.
Arion banki hefur tilkynnt um hækkun vaxta á inn- og útlánum hjá bankanum í kjölfar stýrivaxtaákvörðunar Seðlabankans í síðustu viku. Breytingarnar taka gildi í dag.
Átján flugmenn Play sem voru á biðlista eftir störfum hjá Icelandair fengu símtal í gær þar sem þeim var boðið að hefja störf hjá félaginu. Þeir sem hyggjast þiggja boðið verða að segja upp hjá Play í dag.
Nýr bankastjóri Kviku hefur ekki hug á því að endurvekja samrunaviðræður við Íslandsbanka og telur að sameining við einn af stóru bönkunum myndi kalla á yfirtökuálag fyrir hluthafa Kviku miðað við núverandi markaðsgengi eigi það að vera raunhæfur kostur, segir hann í viðtali við Innherja. Bankinn mun í framhaldinu jafnframt ekki eiga frumkvæði að því að skoða viðræður við Arion eða VÍS en forstjóri Kviku segist vilja fara í öfluga samkeppni við stóru viðskiptabankanna.
Hagnaður fasteignafélagsins Regins jókst um rúm 66 prósent á milli ára en fyrstu sex mánuði ársins nemur hann um 6,1 milljarð króna, samanborið við 3,7 milljarða á sama tíma í fyrra.
Tap íslenska líftæknilyfjafélagsins Alvotech á fyrri helmingi þessa árs nemur 86,9 milljónum dollara, það samsvarar rúmum ellefu milljörðum í íslenskum krónum. Það er talsvert minna tap en á síðasta ári þegar tapið var 184,5 milljónir dollara. Þá voru sölutekjur félagsins næstum sexfalt meiri í ár en í fyrra.
Thomas Skov Jensen, framkvæmdastjóri áhættustýringar Kviku banka, hefur sagt starfi sínu lausu. Þetta kemur fram í tilkynningu bankans til Kauphallarinnar.
Karlkyns flugþjónum, eða heitum háloftaprinsum, hefur fjölgað ört á síðastliðnum árum. Í gegnum tíðina hafa konur verið kenndar við starfið út frá gömlum staðalímyndum. Flugfreyjur áttu að vera ógiftar og snotrar í vexti.
Leiðakerfis-og sölusvið og þjónustu-og markaðssvið flugfélagsins Icelandair verða sameinuðu í eitt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.
Bankastjóri Arion banka segir að bankinn fagni skýrslu menningar- og viðskiptaráðherra. Arðsemi stóru bankanna þriggja sé ekki of mikil. Arðsemi eigin fjár Arion banka var 14,5 prósent á fyrri helmingi ársins.
Rekstrarhagnaður Sýnar hf nam 1.002 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins og jókst um 39 prósent á milli ára. Rekstrarhagnaður á öðrum ársfjórðungi var 574 milljónir króna samanborið við 322 milljónir á fyrra ári.
Ýmis atriði gefa vísbendingar um möguleika bankanna til aukinnar arðsemi eða lækkunar álagningar. Þetta segir í niðurstöðu starfshóps menningar- og viðskiptaráðherra í skýrslu um greiningu á gjaldtöku og arðsemi viðskiptabankanna.
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur til kynningar á skýrslu starfshóps ráðuneytisins um gjaldtöku og arðsemi viðskiptabankanna. Kynningin hefst klukkan 16:30.
Alvotech og Bioventure, dótturfyrirtæki GlobalOne Healthcare Holding LLC, tilkynntu í dag að lyfjaeftirlit Egyptalands hafi veitt leyfi til framleiðslu og sölu á AVT02, líftæknilyfjahliðstæðu Alvotech við Humira.
Eftir að hafa selt skráð hlutabréf fyrir á fjórða milljarð króna á fyrstu sex mánuðum ársins hefur vægi þeirra ekki verið minna sem hlutfall af eignasafni Sjóvá um árabil. Tryggingafélagið bætti við sig í Arion fyrir nærri hálfan milljarð á öðrum fjórðungi samhliða því að það seldi fyrir sambærilega upphæð í Íslandsbanka.
Haustið markar alltaf ákveðin tímamót í huga mér. Á þessum tíma kemst rútínan aftur í gang, allir komnir aftur í skóla og þessi tilfinning að merkja bækur og koma sér aftur af stað í hreyfingu er nokkuð sem ég held að margir tengi vel við.
Ármann Þorvaldsson, sem var ráðinn bankastjóri Kviku í síðustu viku, hefur keypt bréf í bankanum fyrir jafnvirði tæplega 34 milljónir króna. Hlutabréfaverð Kviku hefur verið undir þrýstingi til lækkunar um langt skeið og er niður um nærri 20 prósent á síðustu tólf mánuðum.
Íslenskar flugvélar sitja nú fastar í Bretlandi vegna bilunar í flugstjórn. Play og Icelandair hafa bæði fundið fyrir þessu vandamáli, sem nú er unnið að því að leysa.
Eftir viðvarandi útflæði úr innlendum hlutabréfasjóðum í nærri eitt ár varð viðsnúningur í liðnum mánuði þegar meira en einn milljarður króna flæddi inn í slíka sjóði samhliða verðhækkunum í félaga Kauphöllinni. Ekkert lát var hins vegar á sama tíma á áframaldandi innlausnum fjárfesta í skuldabréfa- og blönduðum sjóðum.
Sýn hefur keypt sölutorgið Bland af Heimkaupum. Mun Sýn í framhaldi taka yfir rekstur sölutorgsins.
Á fundi hluthafa í Bláa lóninu hf. í dag var samþykkt að stofna sérstakt eignarhaldsfélag utan um samstæðu félagsins. Nýja eignarhaldsfélagið mun bera nafnið Bláa Lónið hf. og er stefnt að skráningu félagsins á markað vorið 2024.
Flugfélagið Play hefur ráðið Emilio Chacon Monsant sem yfirmann hliðartekna.
Hildur Björk Hafsteinsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður markaðsmála og upplifunar hjá VÍS.
Forstjóri og aðaleigandi Brims segir að félagið þurfi að vera „vel vakandi“ í rekstrinum en framundan séu tímar sem kalli á aðgát og aukið aðhald. Eftir metafkomu í fyrra helmingaðist rekstrarhagnaður Brims á öðrum ársfjórðungi sem litaðist einkum af minni botnfisksölu og ýmsum kostnaðarhækkunum.
Eftir brunann á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði og áætlaðan hlut VÍS í því tjóni er nú reiknað með að samsett hlutfall ársins verði á bilinu 98 til 100 prósent.
Icelandic Salmon, móðurfélag fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax á Vestfjörðum, hefur ákveðið að hefja undirbúning að skráningu félagsins á hlutabréfamarkað á Íslandi síðar á þessu ári en félagið er fyrir skráð á Euronext Growth markaðinn í Noregi. Arnarlax er stærsta fiskeldisfyrirtæki landsins með markaðsvirði upp á meira en 60 milljarða.
Barbara Inga Albertsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður yfir Stjórnun umbreytinga hjá Íslandsbanka. Um er ræða nýja stöðu sem heyrir undir bankastjóra.
Vaxtaálagið á nýjum útlánum í bankakerfinu til atvinnulífsins og heimila hefur fallið skarpt á síðustu misserum, einkum þegar kemur að íbúðalánum en munurinn á markaðsvöxtum og þeim vaxtakjörum sem bankarnir bjóða á slíkum lánum er nú sögulega lítill. Aukin samkeppni á innlánamarkaði á síðustu árum hefur meðal annars valdið því að vextir á óbundnum sparireikningum hafa nú aldrei verið hærri sem hlutfall af stýrivöxtum Seðlabankans.
Rekstur Marels verður ekki „sérlega glæsilegur“ í ár. Það stefnir í að rekstrarhagnaður fyrirtækisins verði sá lægsti síðan árið 2015. Verðmat Jakobsson Capital á Marel lækkaði aftur í kjölfar uppgjörs annars fjórðungs, nú um átta prósentum í evrum talið.
Skeljungur ehf. hefur undirritað kaupsamning um kaup á öllu hlutafé Búvís ehf. á Akureyri.
Fasteignafélagið Reitir hagnaðist um 4.908 milljónir króna á fyrri helmingi ársins. Eigið fé félagsins við lok annars ársfjóðungs nam ríflega sextíu milljörðum króna.