Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Gísli fer til Vals

Valsmenn hafa tryggt sér krafta Skagamannsins Gísla Laxdals Unnarssonar sem mun flytja sig yfir á Hlíðarenda í síðasta lagi við lok yfirstandandi keppnistímabils í haust.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Telma Ívarsdóttir: Erum á góðum stað

Breiðablik vann Þrótt með þremur mörkum gegn engu í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins fyrr í kvöld. Agla María Albertsdóttir skoraði þrjú mörk en Telma Ívarsdóttir markvörður var engu síður mikilvæg í sigrinum en Þróttarar fengu mjög mörg færi sem Telma sá við alltaf. Henni fannst Blikar komast inn í leikin mjög vel eftir stirða byrjun.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Þróttur R. - Breiða­blik 0-3 | Breiðablik bókaði sæti í undanúrslitum Mjólkurbikarsins

Í stórleik átta liða úrslita Mjólkurbikarsins á milli Þróttar og Breiðabliks gerðu gestirnir út um leikinn í fyrri hálfleik með þremur mörku frá Öglu Maríu Albertsdóttur. Þar með var sætið í undanúrslitum bókað  fyrir Blikana. Leikurinn var frábær skemmtun en það voru Blikar sem skoruðu mörkin og það er það sem skiptir máli.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Morten Beck Guldsmed dæmdur fullnaðarsigur gegn FH

Áfrýjunardómstóll KSÍ staðfesti í dag úrskurð aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í í máli nr. 3/2023 knattspyrnudeild FH gegn Morten Beck Guldsmed. FH er sektað um 150.000 krónur og sæta félagaskiptabanni í eitt tímabil ef ekki verði gengið frá uppgjöri við Morten Beck innan við 30 daga frá því að dómurinn er kveðinn upp.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Ég þurfti að gefa brjóst í hálfleik“

Fanndís Friðriksdóttir spilaði sinn fyrsta leik, fyrir Val í kvöld, síðan 10. september 2021. Síðan þá hefur hún slitið krossbönd og eignast sitt annað barn. Hún gerði sér lítið fyrir og skoraði mark eftir að hafa komið inn á sem varamaður gegn Tindastól í Bestu deild kvenna.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Segir FH vilja fram­herja Lyng­by

Greint var frá því í síðasta þætti Þungavigtarinnar að FH vilji fá Petur Knudsen, framherja Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni, í sínar raðir. FH leitar nú að arftaka Úlfs Ágústs Björnssonar sem heldur í nám vestanhafs á næstunni.

Íslenski boltinn