„Blikar gera það sem maður hefur ekki séð þá gera síðustu tvö ár“ Frábær byrjun Blika var til umræðu í Stúkunni í gær eftir að Blikar tryggðu sér 3-2 sigur á Stjörnunni eftir að hafa misst niður 2-0 forystu. Íslenski boltinn 12. maí 2022 13:00
„Þá þýðir ekkert að fara í fýlu“ Arnór Smárason komst ekki í byrjunarlið Heimis Guðjónssonar í upphafi Bestu deildarinnar en hafði tvisvar komið inn á sem varamaður og skorað. Í gær fékk hann tækifæri í byrjunarliðinu í fyrsta skiptið og hjálpaði Valsmönnum að vinna 4-0 sigur á Skaganum Íslenski boltinn 12. maí 2022 12:00
Blikar fyrsta liðið í sextán ár með fullt hús eftir fimm leiki Breiðablik komst í gærkvöldi í sannkallaðan úrvalshóp með átta öðrum liðum sem hafa náð fullkominni fimm leikja byrjun á Íslandsmótinu frá því að liðin fóru að spila heima og að heiman sumarið 1959. Íslenski boltinn 12. maí 2022 11:00
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik 3-2 Stjarnan | Blikar ná í mikilvæg stig í hörkuleik Óskar Hrafn Þorvaldsson og hans lærisveinar í Breiðablik höfðu betur gegn gamla læriföðurinum, Ágústi Gylfasyni og Stjörnumönnum. Breiðablik er með fullt hús stiga eftir fimm umferðir og sitja sem fastast á toppi deildarinnar. Íslenski boltinn 11. maí 2022 22:23
Jón Þór: Fórum að gera hlutina hver í sínu horni Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, sagði að þótt það hafi verið svekkjandi að lenda undir blálok fyrri hálfleik hafi annað mark Vals sett hans menn út af laginu. ÍA tapaði 4-0 fyrir Val á Hlíðarenda í kvöld. Íslenski boltinn 11. maí 2022 22:05
Heimir: Allt var eins og það átti að vera í kvöld Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, segir að það hafi verið dýrmætt að skora skömmu fyrir hálfleik í leiknum gegn ÍA í kvöld. Valsmenn unnu á endanum öruggan 4-0 sigur. Íslenski boltinn 11. maí 2022 21:53
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - ÍA 4-0 | Valur vann á afmælisdaginn Valur hélt upp á 111 ára afmæli félagsins með 4-0 sigri á ÍA í 5. umferð Bestu deildar karla á Hlíðarenda í kvöld. Íslenski boltinn 11. maí 2022 21:50
Umfjöllun og viðtöl: KA 1-0 FH | Dramatík fyrir norðan KA vann dramatískan 1-0 sigur á FH á Dalvíkurvelli í kvöld þar sem Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu á þriðju mínútu uppbótartíma. Íslenski boltinn 11. maí 2022 21:10
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV 1-2 KR | Vesturbæingar sóttu stigin þrjú til Eyja Eyjamenn þurfa að bíða lengur eftir sínum fyrsta sigri í Bestu deild karla. KR-ingar sóttu stigin þrjú á Hásteinsvelli þar sem gestirnir skoruðu öll þrjú mörkin. Lokatölur 1-2 fyrir KR. Íslenski boltinn 11. maí 2022 20:00
Garðar snýr aftur í ÍA Garðar Gunnlaugsson hefur gengið í raðir ÍA frá Kára og tekur slaginn með uppeldisfélagi sínu í Bestu deild karla í sumar. Íslenski boltinn 11. maí 2022 16:30
Bestu mörkin um glæsimark Birtu: Hafa verið að bíða eftir henni Blikakonan Birta Georgsdóttir opnaði markareikning sinn í Bestu deildinni með frábæru marki á móti Stjörnunni í 3. umferðinni. Bestu mörkin skoðuðu markið hennar betur. Íslenski boltinn 11. maí 2022 15:30
Elvis í ÍBV ÍBV hefur samið við Úgandamanninn Elvis Bwomono um að leika með liðinu í Bestu deild karla í sumar. Íslenski boltinn 11. maí 2022 14:01
Margrét Lára: Ég er svo þreytt á því að horfa á þetta í íslenskum kvennafótbolta Margrét Lára Viðarsdóttir ræddi sérstaklega fyrirgjafir í íslenskum kvennafótbolta í Bestu mörkunum í gær. Íslenski boltinn 11. maí 2022 13:30
„Hún er alltaf að þefa eitthvað uppi“ Melina Ayres var í fyrsta sinn í byrjunarliði Breiðabliks þegar liðið vann Stjörnuna 3-0 á mánudagskvöld og hún skoraði tvö markanna. Sérfræðingar Bestu markanna hrifust af frammistöðu Ástralans. Íslenski boltinn 11. maí 2022 12:00
Alexandra lánuð til Breiðabliks til að komast í leikform fyrir EM Alexandra Jóhannsdóttir, landsliðskona í fótbolta, hefur verið lánuð frá Frankfurt til Breiðabliks. Íslenski boltinn 11. maí 2022 11:22
Bestu mörkin ræddu samsæriskenningu Nik Þróttara um Ása dómara Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar í Bestu deild kvenna, er ekki sáttur með dómarann Ásmund Þór Sveinsson sem hann sakar um að stunda það að gera mistök gegn hans liði. Bestu mörkin ræddu þessi nýjustu „mistök“ Ása dómara. Íslenski boltinn 11. maí 2022 10:31
Þorsteinn Már aftur í Vesturbæinn KR-ingar halda áfram að styrkja sinn leikmannahóp nú þegar innan við sólarhringur er í að félagaskiptaglugginn í íslenska fótboltanum lokast. Íslenski boltinn 11. maí 2022 09:31
Blómstrar tíu kílóum léttari: „Hafa ýtt helvíti hart á mig“ Á engan er hallað þegar sagt er að Blikinn Ísak Snær Þorvaldsson hafi verið besti leikmaður Bestu deildarinnar hingað til. Hann þakkar góða frammistöðu miklu betra líkamlegu formi. Íslenski boltinn 11. maí 2022 09:00
Stjarnan kaupir Daníel Finns frá Leikni Stjarnan hefur keypt Daníel Finns Matthíasson frá Leikni. Samningur hans við Breiðholtsfélagið var að renna út. Íslenski boltinn 10. maí 2022 15:20
Þungavigtin: „Það voru einhverjir sauðir þarna sem ákváðu að hrækja á Óskar Hrafn“ „Spilamennska Skagamanna var ekki það eina sem var til skammar á vellinum, þú ert kominn með myndband undir hendurnar,“ segir Ríkharð Óskar Guðnason við Kristján Óla Sigurðsson í nýjasta þætti Þungavigtarinnar. Íslenski boltinn 10. maí 2022 07:01
Kristján: Verðum að rétta okkur af snarlega Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, fór ekkert í grafgötur með að hann var ósáttur við frammistöðu síns liðs gegn Breiðabliki í kvöld. Blikar unnu leikinn, 3-0. Íslenski boltinn 9. maí 2022 22:45
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Stjarnan 3-0 | Blikar aftur á beinu brautina Breiðablik vann öruggan sigur á Stjörnunni, 3-0, þegar liðin mættust á Kópavogsvelli í 3. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Sigurinn var mikilvægur fyrir Blika eftir óvænt tap í Keflavík í síðustu umferð. Þetta var aftur á móti fyrsta tap Stjörnukvenna í sumar. Íslenski boltinn 9. maí 2022 22:30
Umfjöllun og viðtal: Valur - Keflavík 3-0 | Meistarar Vals vöknuðu í síðari hálfleik Keflavík tapaði sínum fyrsta leik í Bestu deild kvenna á Hlíðarenda í kvöld þegar Íslandsmeistararnir í Val unnu góðan 3-0 sigur. Íslenski boltinn 9. maí 2022 22:15
Pétur: Mér fannst bara best að stilla þessu upp svona og þá geri ég það Valur vann góðan 3-0 sigur á Keflavík í 3. umferð Bestu deildar kvenna á Hlíðarenda í kvöld. Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var sáttur við stigin þrjú. Íslenski boltinn 9. maí 2022 22:00
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Þróttur 1-1 | Stál í stál Selfoss og Þróttur gerðu 1-1 jafntefli á Jáverk-vellinum í þriðju umferð bestu deildar kvenna í kvöld. Andra Rut Bjarnadóttir kom Þrótturum yfir á fyrstu mínútu leiksins og Brenna Lovera jafnaði um miðjan seinni hálfleik. Selfoss er nú á toppi deildarinnar. Íslenski boltinn 9. maí 2022 21:10
Umfjöllun og viðtöl: KR - ÍBV 0-2 | Þægilegt hjá ÍBV og nýliðarnir án stiga ÍBV vann þægilegan 2-0 útisigur er liðið heimsótti Meistaravelli í Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld. Nýliðar KR hafa nú tapað öllum þremur leikjum sínum til þessa í deildinni. Íslenski boltinn 9. maí 2022 20:30
Framarar mögulega leikið sinn síðasta leik í Safamýri Víkingar samþykktu beiðni Framara um að víxla á heimaleikjum og því munu liðin mætast í Fossvogi á fimmtudagskvöld, í 5. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Íslenski boltinn 9. maí 2022 14:01
Uppgjör á fjórðu umferðinni í Bestu: „Bara búið að vera vitleysa“ Fjórða umferð Bestu deildar karla í fótbolta kláraðist í gær og Stúkan gerði upp umferðina í gærkvöldi. Íslenski boltinn 9. maí 2022 11:01
Stúkan: Markið sem var tekið af KR-ingum í 0-0 jafnteflinu við KA KR-ingar náðu að skora mark í markalausa jafnteflinu á móti KA. Mark sem þeir fögnuðu og fékk að standa í smá tíma þar til að dómari leiksins dæmdi það af. Stúkan skoðaði betur þetta mark. Íslenski boltinn 9. maí 2022 10:01
Víkingar áttu að fá tvö augljós víti í gær: „Þetta er alveg eðlisfræði-vítaspyrna“ Þorvaldur Árnason sleppti tveimur augljósum vítaspyrnum í leik Leiknis og Víkings í Bestu deildinni í gærkvöldi og Víkingarnir þurftu svo sannarlega á þeim að halda í þessu markalausa jafntefli. Íslenski boltinn 9. maí 2022 09:01