KA fær aðalmarkaskorara Þórs KA-menn hafa sótt sinn fyrsta leikmann eftir að liðið tryggði sér Evrópusæti með árangri sínum í Bestu deild karla í fótbolta á síðustu leiktíð. Þann leikmann sóttu þeir rétt yfir Glerána. Íslenski boltinn 10. nóvember 2022 12:28
Fyrsta verk Heimis að endursemja við Eggert og Björn Daníel Eggert Gunnþór Jónsson og Björn Daníel Sverrisson hafa skrifað undir nýja samninga við FH. Íslenski boltinn 9. nóvember 2022 15:00
Óskar Örn kveður Stjörnuna Óskar Örn Hauksson, leikjahæsti leikmaður í sögu efstu deildar, hefur yfirgefið Stjörnuna eftir eitt tímabil í herbúðum liðsins. Íslenski boltinn 9. nóvember 2022 12:59
Utan vallar: Kaupa aftur hlutabréf í Heimi í sögulegu lágmarki Síðast þegar FH keypti hlutabréfin í Heimi Guðjónssyni í sögulegu lágmarki reyndist það snilldarráð. En geta FH-ingar endurtekið leikinn? Íslenski boltinn 9. nóvember 2022 12:30
„Sagan má ekki vera myllusteinn“ Eggert Herbertsson, formaður Knattspyrnufélags ÍA, segir að glæst saga ÍA megi ekki vera félaginu fjötur um fót. Að hans sögn þarf aðstaðan til fótboltaiðkunar á Akranesi að lagast til að ÍA geti haldið í við bestu lið landsins. Íslenski boltinn 9. nóvember 2022 10:00
Vanda tekur umræðuna nærri sér: „Klaufalegt? Já kannski. Skammarlegt? Nei“ Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, hefur nú tjáð sig um gagnrýnina á sig og Knattspyrnusamband Íslands, vegna þess að landsliðskonur Íslands telja sig ekki hafa fengið sömu umgjörð og landsliðskarlarnir þegar þær spila tímamótaleiki. Íslenski boltinn 8. nóvember 2022 13:22
Heimir snýr „heim“ í Kaplakrika Talið er að Heimir Guðjónsson verði tilkynntur sem nýr þjálfari FH í Bestu deild karla í fótbolta á morgun. Heimir stýrði FH lengi vel og var liðið einkar sigursælt undir hans stjórn. Íslenski boltinn 7. nóvember 2022 22:25
Harma vinnubrögð við uppsögn á samningi Kjartans Knattspyrnudeild KR þakkar Kjartani Henry Finnbogasyni fyrir hans framlag til félagsins og óskar honum velfarnaðar, í eins konar kveðjubréfi sem formaðurinn Páll Kristjánsson skrifar fyrir hönd stjórnar. Íslenski boltinn 7. nóvember 2022 15:52
„Það voru markmið strákanna og ég var með sömu markmið þangað til ég komst til vits“ „Já eiginlega, fyrir mér var það aldrei spurning,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrrverandi atvinnu- og landsliðskona í fótbolta, aðspurð hvort hún hafi alltaf séð það fyrir sér að verða atvinnumaður í fótbolta. Hún segir sig þó hafa skort fyrirmyndir þegar hún var að alast upp. Íslenski boltinn 5. nóvember 2022 08:00
Einar Karl hefur rift samningi sínum við Stjörnuna Miðjumaðurinn Einar Karl Ingvarsson hefur rift samningi sínum við lið Stjörnunnar í Bestu deild karla í fótbolta. Einar Karl nýtti sér uppsagnarákvæði í samningi sínum sem átti að renna út eftir tímabilið 2023. Íslenski boltinn 4. nóvember 2022 20:30
Hristov tekur við af Glenn hjá ÍBV Búlgarinn Todor Hristov er nýr þjálfari kvennaliðs ÍBV í Bestu deild kvenna í fótbolta. Hristov er vel kunnugur starfinu í Vestmannaeyjum. Íslenski boltinn 4. nóvember 2022 18:45
Geta haldið áfram að syngja „Jannik Pól, give us a gól“ Fram hefur framlengt samninga við tvo erlenda leikmenn sem reyndust liðinu vel í sumar. Íslenski boltinn 4. nóvember 2022 16:32
Hnignun stórveldis: Er ljós við enda Hvalfjarðaganganna? Hvað ber framtíðin í skauti sér fyrir átjánfalda Íslandsmeistara og nífalda bikarmeistara ÍA? Getur félagið endurheimt sína gömlu stöðu í íslenskum fótbolta? Og hvað er raunhæft og ásættanlegt fyrir þetta fornfræga stórveldi á næstu árum? Íslenski boltinn 4. nóvember 2022 10:01
Óskar Hrafn ekkert svakalega ánægður með Ísak: Ef ég vil það þá segi ég það Ísak Snær Þorvaldsson átti magnað fyrsta tímabil með Breiðabliki og var kjörinn besti ungi leikmaður Bestu deildarinnar af Stúkunni. Íslenski boltinn 3. nóvember 2022 13:00
FIFA deilir mörkum Dags: „Nei, þið sjáið ekki tvöfalt“ Dagur Dan Þórhallsson skoraði merkilega aukaspyrnutvennu fyrir Íslandsmeistara Breiðabliks gegn Val, í blíðviðri á Hlíðarenda, í næstsíðustu umferð Bestu deildarinnar í fótbolta. FIFA hefur nú dreift myndbandi af mörkunum. Íslenski boltinn 3. nóvember 2022 11:31
Bestu mennirnir á grasi og gervigrasi í Bestu deildinni í sumar Bestu deild karla lauk um síðustu helgi og þar hafa verið krýndir bæði markakóngur og stoðsendingakóngur deildarinnar í sumar. En hvernig kom þetta út eftir því hvort menn voru að spila á grasi eða gervigrasi. Íslenski boltinn 3. nóvember 2022 11:00
Hnignun stórveldis: Gullöldin sem skilaði ekki gulli í kassann Það er ekki bara inni á vellinum sem staða ÍA er ekki jafn góð og áður heldur einnig utan vallar. Fjárhagsstaða félagsins er ekki jafn sterk og þeirra stærstu á landinu og það hefur haft áhrif á gengið innan vallar. Íslenski boltinn 3. nóvember 2022 10:01
Valsparið gæti yfirgefið Hlíðarenda Danski miðvörðurinn Rasmus Christiansen hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Val og kærasta hans, landsliðskonan Elísa Viðarsdóttir, kannar nú möguleika sína á að spila sem atvinnumaður erlendis. Íslenski boltinn 2. nóvember 2022 14:30
Nökkvi við Gumma Ben: Minn ferill miklu stærri en eitthvað markamet Nökkvi Þeyr Þórisson var kosinn besti leikmaður Bestu deildar karla 2022 af Stúkunni en hann var markakóngur deildarinnar þrátt fyrir að leik sinn síðasta leik í byrjun september. Íslenski boltinn 2. nóvember 2022 11:00
Valur tilkynnir um komu Sigurðar Sigurður Heiðar Höskuldsson var í dag formlega kynntur til leiks sem aðstoðarþjálfari Vals í fótbolta en hann kemur til félagsins eftir að hafa síðast þjálfað Leikni. Íslenski boltinn 2. nóvember 2022 10:21
Hnignun stórveldis: Kominn tími á glöggt gests auga? Eins og fjallað var um í öðrum hluta greinaraðarinnar hefur ÍA jafnan verið sjálfbært þegar kemur að leikmönnum. Félagið er líka nánast alveg sjálfbært þegar kemur að þjálfurum. En það er spurning hvort það sé ekki hluti af vandamáli ÍA? Íslenski boltinn 2. nóvember 2022 10:02
Arnór tekur slaginn með uppeldisfélaginu Arnór Smárason verður með ÍA í baráttunni næsta sumar um að endurheimta sætið í Bestu deildinni í fótbolta. Hann mun því 34 ára gamall spila í fyrsta sinn fyrir meistaraflokk uppeldisfélags síns. Íslenski boltinn 1. nóvember 2022 13:09
Hnignun stórveldis: Spekileki og kettir í sekknum Í leikmannahópi sérhvers liðs er fall þess falið svo snúið sé út úr orðum Steins Steinars. Ein af stærstu ástæðunum fyrir hnignun ÍA undanfarin ár eru leikmannamál. Þá helst hvernig hópur liðsins hefur verið uppbyggður og síðast en ekki síst hvaða leikmenn félagið hefur fengið í sínar raðir. Íslenski boltinn 1. nóvember 2022 10:01
Adam Ægir stoðsendingakóngur: Ég þarf ekki að fá þessa fjórtándu ef ég vinn Adam Ægir Pálsson er stoðsendingakóngur Bestu deildar karla samkvæmt því sem Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið út þrátt fyrir að vafi leiki á sigurstoðsendingunni hans. Íslenski boltinn 1. nóvember 2022 09:01
Lið ársins að mati Stúkunnar: Sex Íslandsmeistarar, þrír frá KA, einn Víkingur og Guðmundur Magnússon Bestu deild karla í fótbolta lauk á laugardag. Breiðablik fékk loks Íslandsmeistaraskjöldinn í hendurnar á meðan ÍA og Leiknir Reykjavík þurftu að sætta sig við að falla úr deildinni. Að leikjum dagsins loknum var verðlaunaafhending Stúkunnar í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og þar var lið ársins afhjúpað. Íslenski boltinn 31. október 2022 20:00
Sigurmörk Breiðabliks og ÍBV, Óskar Arnar skoraði gegn sínum gömlu félögum ásamt öllum hinum mörkunum Seint koma sumir en koma þó. Hér að neðan má sjá mörkin úr öllum sex leikjum Bestu deildar karla í fótbolta um helgina en lokaumferð tímabilsins fór fram á laugardaginn var. Íslenski boltinn 31. október 2022 19:00
Auður Scheving til liðs við silfurlið Stjörnunnar Markvörðurinn Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving hefur ákveðið að söðla um og ganga í raðir Stjörnunnar í Bestu deild kvenna í fótbolta. Hún var samningsbundin Íslandsmeisturum Vals. Íslenski boltinn 31. október 2022 18:00
Meistararnir semja við tvo leikmenn Breiðablik hefur fengið Alex Frey Elísson frá Fram og Eyþór Aron Wöhler frá ÍA. Alex skrifaði undir þriggja ára samning við Breiðablik og Eyþór tveggja ára. Íslenski boltinn 31. október 2022 13:10
Mörkunum hefur ekki fjölgað svona mikið milli ára í heil 64 ár Bestu deild karla lauk um helgina en lokaumferðin fór öll fram á laugardaginn. Það var mikið skorað í þessari fyrstu deildarkeppni með 27 leiki á lið. Íslenski boltinn 31. október 2022 13:00
Guðrún í Val og fetar í fótspor frænda sinna Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir er gengin í raðir Vals frá Aftureldingu. Hún skrifaði undir þriggja ára samning við Íslands- og bikarmeistarana. Íslenski boltinn 31. október 2022 10:46