
Brynjar númer 69 til að heiðra lítinn frænda og heilbrigðiskerfið
Brynjar Gauti Guðjónsson, leikmaður Fram í Bestu deildinni í fótbolta, mætti til leiks á nýrri leiktíð á mánudag með nýtt númer á bakinu, 69. Það gerir hann fyrir frænda sinn sem fór í hjartastopp í 69 mínútur fyrr á þessu ári.