Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Loftvarnarsírenur ómuðu um Kænugarð og víða í austurhluta Úkraínu snemma í morgun eftir að „páskavopnahlé“ Pútíns Rússlandsforseta lauk formlega. Erlent 21.4.2025 08:40
Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Sérfræðingur í alþjóðamálum og fyrrverandi sendiherra segir vopnahlé sem boðað var milli Rússlands og Úkraínu yfir páskana litlu máli skipta. Ásakanir hafa gengið milli aðila um brot á vopnahléinu. Innlent 20.4.2025 14:37
Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir að frá því að páskavopnahlé Pútíns Rússlandsforseta tók gildi klukkan sex í gærkvöld og til miðnættis hafi Rússar gert 387 stórskotaliðsárásir, 19 áhlaup og 290 flygildaárásir. Erlent 20.4.2025 09:27
Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir koma til greina að Bandaríkin hætti aðkomu sinni að friðarviðræðum milli Rússlands og Úkraínu ef vinnunni miðar ekki áfram á næstu dögum. Viðræður hafa staðið yfir í fleiri mánuði en ekki hefur tekist að binda enda á átökin. Erlent 18. apríl 2025 10:54
Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Stjórnvöld í Úkraínu og Bandaríkjunum hafa undirritað viljayfirlýsingu um frágang á samningi um efnahagslega samvinnu og stofnun fjárfestingasjóðs til að fjármagna enduruppbyggingu í Úkraínu. Erlent 18. apríl 2025 09:23
Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Utanríkisráðherra segir vonbrigði að kraftlyftingakappinn Hafþór Júlíus Björnsson hafi ákveðið að taka þátt á kraftlyftingamóti í Síberíu í Rússlandi um páskana. Hafþór Júlíus er einn af sjö erlendum keppendum á mótinu sem kallast Siberian Pro og fer fram 19. og 20. apríl. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra, segir íþróttafólki frjálst að taka þátt í þeim keppnum sem það kýs, en þykir þátttakan umhugsunarverð í ljósi stríðsreksturs Rússa í Úkraínu. Innlent 17. apríl 2025 16:24
Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Umsóknum um alþjóðlega vernd hefur fækkað verulega frá því í fyrra. Tilkynningum vegna gruns um mansal hefur farið fjölgandi síðustu þrjú ár. Þetta, og fleira, kemur fram í nýju fréttabréfi ríkislögreglustjóra um stöðuna á landamærunum. Einnig er fjallað um komur skemmtiferðaskipa og fiskiskipa til landsins í fréttabréfinu. Innlent 15. apríl 2025 10:51
Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Volódómír Selenskí Úkraínuforseti sé ábyrgur fyrir stríðsástandinu í landinu. Erlent 15. apríl 2025 06:59
Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Evrópskir leiðtogar hafa fordæmt mannskæða árás Rússa á Súmí í Úkraínu í gær en Bandaríkjaforseti segir Rússa hafa gert mistök. Á fjórða tug almennra borgara fórst í árásinni. Erlent 14. apríl 2025 22:02
Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Til greina kemur að Ísland efli stuðning við Úkraínu með því að senda þangað borgaralega sérfræðinga segir utanríkisráðherra. Beiðni Íslands um samstarfsyfirlýsingu við Evrópusambandið í öryggis- og varnarmálum er í farvegi, en þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa kallað eftir auknu samráði við þingið. Innlent 14. apríl 2025 20:30
Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað flugfélagið Icelandair af kröfum Margrétar Friðriksdóttur, ritstjóra vefsins Frettin.is. Margrét krafði Icelandair um rúmar 24 milljónir króna, auk vaxta, vegna þess að henni var vísað úr vél flugfélagsins áður en hún tók á loft til Þýskalands í september árið 2022. Innlent 14. apríl 2025 13:51
Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Helstu bandamenn Úkraínumanna í stríði þeirra við innrásarher Rússa hafa fordæmt harkalega eldflaugaárásina sem gerð var á borgina Sumy í gærmorgun. Þrjátíu og fjórir létu lífið og um 120 særðust í árásinni, sem er sú mannskæðasta á þessu ári í stríðinu. Erlent 14. apríl 2025 07:00
Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra fordæmir mannskæða loftárás Rússa á borgina Súmí í norðurhluta Úkraínu í morgun. Innlent 13. apríl 2025 13:53
Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Margir óbreyttir borgarar eru sagðir liggja í valnum eftir að að minnsta kosti ein rússnesk skotflaug lenti í miðborg Sumy í norðurhluta Úkraínu. Sprengjuflaugin lenti þegar margir voru á götum borgarinnar og á leið til kirkju að fagna pálmasunnudegi. Erlent 13. apríl 2025 09:00
Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Skjótasta leiðin til að koma á vopnahléi í Úkraínu er að verða við kröfum Rússa og leyfa þeim að taka yfir stjórn fjögurra héraða í Úkraínu. Þetta sagði Steve Witkoff, sérstakur erindreki Donalds Trump, við forsetann bandaríska eftir fund hans með rússneskum erindreka í síðustu viku. Erlent 12. apríl 2025 08:58
Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Forseti Úkraínu segir að tveir kínverskir ríkisborgarar sem börðust í rússneska hernum hafi verið teknir höndum í austanverðri Úkraínu. Vísbendingar séu um að fleiri Kínverjar leynist í innrásarliðinu. Úkraínsk stjórnvöld krefji nú Kínverja svara um mennina. Erlent 8. apríl 2025 14:14
Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Volodómír Selenskí Úkraínuforseti hefur nú loks staðfest opinberlega að úkraínskir hermenn séu í Belgorod-héraði í Rússlandi. Erlent 8. apríl 2025 07:52
Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Metið sem fáir bjuggust við að yrði einhvern tímann slegið er við það að falla. Við erum að tala um markametið í NHL-deildinni í íshokkí. Sport 5. apríl 2025 09:31
Saka Pútín um að draga lappirnar Yfirvöld í Bretlandi og Frakklandi sökuðu í morgun Vladimír Pútín, forseta Rússlands, um að draga lappirnar í friðarviðræðum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Bretar og Frakkar krefjast skjótra viðbragða frá Pútín vegna viðleitni Bandaríkjamanna til að koma á vopnahlé. Erlent 4. apríl 2025 09:56
Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi er yfirskrift málstofu Varðbergs, samtaka um vestræna samvinnu og alþjóðamál, Sendinefndar Evrópusambandsins á Íslandi og Pólska sendiráðsins í Reykjavík, sem haldin er klukkan 15:45 í Veröld, húsi Vigdísar. Viðburðinum er streymt á Vísi. Innlent 3. apríl 2025 15:01
Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Bandarískir embættismenn og erindrekar hafa kvartað við kollega sína í Evrópu yfir ætlunum ráðamanna þar um að draga úr hergagnakaupum frá Bandaríkjunum. Mörg ríki Evrópu stefna nú á umfangsmikla hernaðaruppbyggingu sem má að hluta til rekja til ótta við að Evrópa geti ekki lengur reitt sig á Bandaríkin. Erlent 2. apríl 2025 16:04
Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Forseti Úkraínu sakar Rússa um að hafa framið tugi þúsunda stríðsglæpa síðan þeir hófu innrás sína í landið fyrir þremur árum. Hann minntist fórnarlamba Rússa í borginni Bucha. Erlent 31. mars 2025 21:09
Trump „mjög reiður“ út í Pútín Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist vera mjög reiður út í Vladímír Pútín, forseta Rússlands, vegna árása Pútíns á trúverðugleika Vólódímírs Selenskís, forseta Úkraínu. Trump hótar enn fleiri tollgjöldum skyldi Pútín ekki halda áfram í vopnahlésviðræðum. Erlent 30. mars 2025 23:12
„Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Faðir sem missti eiginkonu sína í árásum Rússa í Úkraínu segir sex ára son sinn hjálpa sér að halda áfram með lífið eftir hörmungarnar sem dunið hafa yfir. Það er hans heitasta ósk að stríðinu ljúki. Erlent 30. mars 2025 19:05