Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Seinni bylgjan: Hver er þetta?

„Ég ætla að setja ykkur í smá þraut. Þið fáið að sjá myndir og þið eigið bara að giska, þetta er einfalt, hver er þetta,“ sagði Stefán Árni Pálsson þegar hann kynnti nýjan lið í síðasta þætti Seinni bylgjunnar. Hvort liðurinn sé kominn til að vera er annað mál.

Handbolti
Fréttamynd

Janus og Sig­valdi einu stigi frá deildar­meistara­titlinum

Þrátt fyrir að enn séu fjórar umferðir eftir af norsku deildinni í handbolta eru Janus Daði Smárason, Sigvaldi Björn Guðjónsson og félagar þeirra í verðandi ofurliðinu Kolstad aðeins einu stigi frá norska deildarmeistaratitlinum eftir öruggan tólf marka sigur gegn Drammen í kvöld, 40-28.

Handbolti
Fréttamynd

„Þetta var torsóttur sigur“

Selfyssingar sigruðu ÍR á Selfossi í kvöld 32-30. Þórir Ólafsson, þjálfari Selfoss, var sáttur með tveggja marka sigur og halda Selfyssingar áfram að klífa upp töfluna. Selfyssingar leiddu gott sem allan leikinn en náðu aldrei að slíta sig frá baráttuglöðum ÍR-ingum.

Handbolti
Fréttamynd

Dortmund skaust á toppinn

Dortmund skaust í það minnsta tímabundið á topp þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu er liðið vann 2-1 sigur gegn RB Leipzig í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

„Það munaði á markvörslunni“

FH og ÍBV mættust í mikilvægum leik um annað sætið í Olís-deild karla í Kaplakrika í kvöld og voru það Hafnfirðingar sem tóku stigin tvö. Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, var vitanlega svekktur með þriggja marka ósigur. Eyjamenn byrjuðu leikinn betur og leiddu framan af, en eftir um það bil tuttugu mínútna leik snerist leikurinn heimamönnum í hag.

Handbolti