
„Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir ráðleggingu embættisins til HSÍ vera setta fram þar sem upplýsingar séu til staðar um ólgu og hita í tengslum við leiki Íslands og Ísrael. Hún segir það alfarið HSÍ að taka lokaákvörðun um málið.