Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag

Það kemur ýmislegt fram í heimildarmyndinni Founding Fathers þar sem farið er yfir uppgang og sigursæla tíma danska handboltalandsliðsins með goðsögnum landsliðsins, bæði í dag sem og á árum áður.

Handbolti
Fréttamynd

Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni

Logi Geirsson, handboltasérfræðingur í Stofunni, birti á Instagram í gærkvöldi nokkuð skondinn kröfulista fyrir útsendingar Ríkisútvarpsins á EM í handbolta í janúar. Logi bað þar meðal annars um persónulegan aðstoðarmann, einkabílastæði og suðræna tónlist. Logi segir að um „létt grín“ hafi verið að ræða en hefur samt eytt myndinni.

Lífið
Fréttamynd

Sig­valdi ekki hafnað launa­lækkun

Landsliðsmaðurinn Sigvaldi Björn Guðjónsson segir það eflaust verða skrýtið að fylgjast með komandi stórmóti í handbolta í sjónvarpinu. Hann er nú að skoða sín mál hjá norska félaginu Kolstad sem neyðist til að lækka laun hans og fleiri leikmanna.

Handbolti
Fréttamynd

Guð­mundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammar­legt“

Guð­mundur Guð­munds­son, fyrr­verandi lands­liðsþjálfari Dan­merkur í hand­bolta, er svekktur með að hafa ekki verið boðið að taka þátt í heimildar­mynd um upp­gang og sigursæla tíma liðsins. Fyrr­verandi leik­menn gagn­rýna ýmis vinnu­brögð hans í myndinni. Guð­mundur segir þá bak­tala sig og fara með rangt mál.

Handbolti
Fréttamynd

Heima­síða EM í hand­bolta spáir Ís­landi á verðlaunapallinn

Það styttist í fyrsta leik á Evrópumóti karla í handbolta og handboltasérfræðingar víðs vegar að keppast við að spá fyrir um gang mála á mótinu. Á heimasíðu Evrópska handboltasambandsins má finna styrkleikaröðina fyrir mótið og þar er íslenska landsliðið mjög ofarlega á blaði.

Handbolti
Fréttamynd

Utan vallar: Betra er frensí en fá­læti

Hægt er að ganga að nokkrum hlutum í lífinu vísum. Meðal annars dauðanum, sköttum og svo þátttöku íslenska karlalandsliðsins í handbolta á stórmóti í janúar. Eins og venjulega eru talsverðar væntingar til íslenska liðsins en á síðustu árum hefur verið gjá á milli þeirra og árangurs á stóra sviðinu.

Handbolti
Fréttamynd

Al­freð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM

Alfreð Gíslason fagnaði í annað sinn á fjórum dögum gegn Degi Sigurðssyni, þegar lið Þýskalands og Króatíu mættust í seinni vináttulandsleik sínum fyrir Evrópumótið í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

„Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“

Haraldur Þorvarðarson, þjálfari Fram, átti fá svör þegar topplið deildarinnar, Valur, rúllaði yfir Fram í Olís-deild kvenna í dag. Leiknum lauk með 11 marka sigri Vals og segir Haraldur að gæðamunurinn á liðunum hafi verið augljós á öllum sviðum leiksins.

Handbolti
Fréttamynd

Stjarnan sendi Sel­foss á botninn

Stjörnukonur unnu afar dýrmætan sigur gegn Selfyssingum í dag, 34-28, þegar Olís-deild kvenna í handbolta hófst að nýju eftir jólafrí, eftir að hafa unnið Fram í síðasta leik fyrir fríið.

Handbolti