Golf

Golf

Fréttir og úrslit úr heimi golfsins.

Fréttamynd

Ungur Argentínumaður sigraði á Frys.com

Emiliano Grillo stal senunni á lokahringnum á Frys.com mótinu en hann tryggði sér sinn fyrsta titil á PGA-mótaröðinni, aðeins viku eftir að hafa tryggt sér þátttökurétt á henni.

Golf
Fréttamynd

Steele enn í forystu á Silverado vellinum

Brendan Steele Leiðir Frys.com mótið með tveimur höggum eftir 36 holur. Rory McIlroy fann sig ekki á öðrum hring en getur blandað sér í baráttu efstu mann með góðum hring í kvöld.

Golf
Fréttamynd

Ólafía Þórunn efst eftir fyrsta daginn á lokamótinu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni eru í góðri stöðu eftir fyrsta keppnisdaginn á lokamóti tímabilsins á LETAS atvinnumótaröðinni í golfi. Ólafía lék á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari og er hún í efsta sæti. Valdís Þóra lék á pari vallar eða 72 höggum og er hún 10. til 14. sæti.

Golf
Fréttamynd

Axel komst inn á lokaúrtökumót Nordic League

Keilismaðurinn Axel Bóasson verður meðal 22 keppenda á lokaúrtökumótinu fyrir Nordic Golf atvinnumótaröðina sem hefst í Danmörku á morgun en þetta kemur fram á heimasíðu Golfsambandsins.

Golf
Fréttamynd

Valdís Þóra á einu höggi yfir pari í Portúgal

Valdís Þóra Jónsdóttir úr GL og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR hófu í gær leik í Portúgal á lokamóti LETAS-mótaraðarinnar í golfi í gær en um er að ræða næst sterkustu atvinnumótaröð kvenna í Evrópu.

Golf
Fréttamynd

Jordan Spieth tryggði sér Fed-Ex bikarinn

Er einum og hálfum milljarði ríkari eftir að hafa sigrað í Fed-Ex bikarnum í fyrsta sinn á ferlinum. Hafði betur í baráttu við Henrik Stenson á lokahringnum en sigurinn er hans fimmti á árinu.

Golf