Birgir Leifur Hafþórsson varð að draga sig úr keppni á Volapa-mótinu í Írlandi sem er hluti af Áskorendamótaröðinni í golfi.
Ástæðan er veikindi eins og Birgir Leifur staðfestir í samtali við kylfingur.is.
Þar segist Birgir Leifur hafa fengið heiftarlega magakveisu á miðvikudag en ávað að spila í gær. Hann segir það ekki hafa verið góða ákvörðun.
„Ég mat stöðuna þannig að ég væri ekki að fara gera neitt af viti á golfvellinum í harðri keppni í þessu ástandi. Ég ákvað að vera skynsamur enda eru mörg mót framundan á lokakafla keppnistímabilsins og ég verð að vera klár í þau mót,“ sagði Birgir Leifur við kylfing.is.
Heilsan verður vonandi komin í lag fyrir næsta mót.
Birgir Leifur hætti keppni vegna veikinda
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


Svona var blaðamannafundur Arnars
Fótbolti


Aron Einar með en enginn Gylfi
Fótbolti

Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“
Íslenski boltinn



Hörður kominn undan feldinum
Körfubolti

Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR
Íslenski boltinn
